Foringinn vígreyfur

Mér finnst áramótaræða bæjarstjórans á Seyðisfirði vera góð. Ekki veit ég hver eru laun bæjarstjórans á Seyðisfirði og mér kemur það ekkert við, Óli er bara fínn náungi sem fer ekkert í launkofa með skoðanir sínar.

Af hverju þegja ráðamenn?

Ég velti fyrir mér af hverju þögn ráðamanna, sérstaklega Samfylkingarfólks, er svona nánast algjör. Er samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn svona mikilvæg að ekki megi styggja flokksmenn með tali um fjöldamorðin á Gasa svæðinu? Menntamálaráðherra hefur þegar lýst því yfir að á meðan hún viti ekki málavöxtu þá taki hún ekki afstöðu. Hvar í ósköpunum hefur hún verið? Eða er undirlægjuhátturinn við Bandarísk stjórnvöld algjör? Ég skora á Samfylkingarfólk á þingi að krefjast strax fundar með utanríkisráðherra sínum - ekki mínum lengur - og krefjast þess að hún fordæmi árásir Ísraelsmanna.

 


No euro, no eurovision

Svarthöfði segir fjórtán ástæður séu fyrir því að Íslendingar ættu að sniðganga Eurovision-söngvakeppnina í ár. Undankeppnin fyrir Eurovision hefst um helgina. Íslendingar hafa kostað gríðarlega miklu til þátttöku. Í fyrra eyddi RÚV gríðarlegum fjármunum í undankeppnina sem taldi á annan tug þátta. Nú er RÚV nánast á hausnum og, viti menn, kostnaðurinn fellur á almenning og starfsfólk RÚV, sem hefur sumt verið rekið úr starfi þrátt fyrir að hafa staðið sig vel.  

Í mörg ár var eitt helsta áhyggjuefni Íslendinga að landið gæti ekki boðið upp á viðunandi húsnæði til að halda Eurovision eftir sigur. Eurovision-draumur Íslendinga náði hátindi við byggingu Tónlistarhússins við Reykjavíkurhöfn. En nú stendur Eurovision-höllin tæplega fokheld eins og draugahús gervigóðærisins. Við höfum ekki efni á að klára húsið.

*

Niðurskurðarhnífur ríkisins bitnar nú á sjúklingum, nemendum, börnum, öldruðum og í raun öllum Íslendingum, þegar það ætti að byrja á vitleysu eins og Eurovision. Eurovision er ekki einu sinni réttnefni lengur. Síðast voru fimm af tíu stigahæstu keppendunum frá Asíuríki. Sigurland síðustu keppni, Rússland, er að litlum hluta í Evrópu.

Við höfum einfaldlega ekki efni á því að vinna Eurovision. Ef svo ótrúlega færi að við skyldum fá stig frá Asíu og vinna þessa keppni myndum við verða okkur algerlega til skammar á Evrópuvettvangi, þegar keppnin yrði haldin í Egilshöll í Grafarvogi og kynnarnir yrðu Bogi Ágústsson og Elín Hirst.

Þetta eru aðeins nokkur af 14 atriðum sem Svarthöfði telur upp. Ég er sammála honum, aldrei þessu vant.


Ekki starfinu vaxinn

Ég tek alveg undir það sem Jón Bjarnason segir um Gunnlaug Þór, maðurinn er veruleikafirrtur. Það leysir engan vanda að sameina heilbrigðisstofnanir, það hefur verið reynt og með miður góðum árangri allavega hér fyrir austan. Gunnlaugur Þór er ekki starfi sínu vaxinn og það má segja um fleiri ráðherra þessarar ríkisstjórnar.


mbl.is Vilja yfirtaka Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ríkisstjórnin hrædd við dóm kjósenda?

Undirlæguhátturinn er algjör. Íslendingar skipta engu máli. Bjarga skal  Icesave reikningum erlendis. Skítt með landann sem hér á peningasjóðsreikningana!

Skítleg vinnubrögð

Mikið óskaplega langar mig að vita hagsmuna hverra er verið að gæta. Ekki hagsmuna almennings, er næsta víst - hverja er verið að vernda?
mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okur

"Allir starfsmennirnir hafa minnkað starfshlutfall sitt um 50 prósent frá því í nóvember". Segir þetta ekki allt sem segja þarf um óhóflega verðlagningu íslenskra ferðaskrifstofa?
mbl.is Farþegar þurfa ekki að óttast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íhaldið í hnotskurn

Er þetta ekki íhaldið í hnotskurn?  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki unnt að fordæma aðgerðir Ísraela að svo stöddu! Ríkisstjórnin hafi ekki rætt málið en geri það væntanlega í vikunni. Ekki megi gleyma ábyrgð Hamas-samtakanna á ástandinu. Í vikunni þýðir að hundruð saklausra borgara hafa látið lífið. 

Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Noregs og Frakklands hafa fordæmt framgöngu Ísraels á Gaza-svæðinu. Þorgerður Katrín segir að íslenskum ráðamönnum sé mjög brugðið hvernig komið sé. Ekki sé unnt að fordæma árásina þar sem ríkisstjórnin hafi ekki komið saman til að ræða málið. Enn og aftur segir hún: Það verður væntanlega í vikunni!

Fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráðinu er sagður hafa staðið í vegi fyrir því að krafa um vopnahlé án tafar næði fram. Þetta styður íhaldið á Íslandi. Öryggisráðinu ber skylda til að stöðva hernaðinn og Ísraelar verða að hætta að virða alþjóðalög að vettugi. Ég vil slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og það strax. 

Ingibjörg lætur í sér heyra

Það yrði góð nýársgjöf handa umheiminum ef samningar yrðu gerðir um Gasa. Ég er samt ennþá á þeirri skoðun að upptök ófriðarins séu Ísraelsmönnum að kenna. Þeirri þjóð sem kennir sig við Guð. Hvaða Guð? Mammons?
mbl.is Utanríkisráðherra hvetur til friðarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband