29.12.2008 | 22:53
Stöðvið fjöldamorðin - slítum stjórnmálasambandi við Ísrael
![]() |
Mótmæla blóðsúthellingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.12.2008 | 14:13
Rauðar nærbuxur um áramótin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.12.2008 | 13:24
Litla Hraun og jólin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2008 | 13:21
Ár frá morðinu á Benazir Bhutto
Í dag er ár liðið síðan Benazir Bhutto var myrt, en hún lét lífið í tilræði á kosningafundi. Það er svo að ákveðin atvik sitja lengur í huga mér en önnur og ég man fréttina af morðinu á Bhutto eins og það hafi gerst í gær, enda bara ár liðið. E n þetta á líka við um morðið á Kennedy þó 40 ár séu liðin frá morðinu á honum. Ég veit að mörgum er eins farið og mér, geta nefnt stað og stund þegar ákveðnir atburðir hafa gerst.
Benazir Bhutto gegndi í tvígang forsætisráðherraembætti í Pakistan, fyrst frá 1988 til 1990, og síðan frá 1993 til 1996. Í báðum tilfellum var hún hrakin frá völdum af forseta landsins vegna ásakana um spillingu sem aldrei sönnuðust. Ferill Benazir Bhutto einkenndist af sviptingum. Þegar hún naut mestra vinsælda - stuttu eftir að hún var fyrst kosin í embættið - var hún einn þekktasti kvenleiðtogi heimsins.Hún var ung og glæsileg þegar hún komst til valda og tókst að draga upp ferska mynd af sjálfri sér sem andsvar við karlstýrðu samfélaginu sem hún bjó í.
Benazir Bhutto var heiðruð í heimalandi sínu og erlendis sem tákn nútímaviðhorfa og lýðræðis. Hún barist gegn ásökunum um spillingu. Þær voru ástæða þess að hún fór í sjálfskapaða útlegð sem hún sneri aftur úr eftir átta ár í október. Hún lét lífið í árás eftir kosningafund í bænum Rawalpindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2008 | 11:00
Gleðileg jól
Gleðileg jól kæru vinir, gott og farsælt komandi ár. Þakka ný- og lönguliðnar stundir. Hlakka til endurfunda á nýju ári.
Þið kæru bloggvinir, takk fyrir ánægjuleg samskipti.
Jólakveðjur Elma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2008 | 14:16
Á Þorláksmessu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2008 | 22:42
Tertuspaði
Ég fékk tertuspaða í jólagjöf frá sparisjóðnum mínum. Ég átti nokkra fyrir. Auðvitað er merki sparisjóðsins á honum þannig að ég er ekki viss um að ég muni hafa hann í þeim tertum sem ég á eftir að bera fram.
Ég held að gefendum gangi allt gott til, þarna eru þeir að ná sér í ódýra auglýsingu og láta um leið líta svo út sem viðskiptavinirnir séu þeim einkar hjartafógnir. Sparisjóðirnir eru ekki einir um þetta. Ég fékk í vikunni rafhlöðu frá TM, á núna þrjár svoleiðis en engan reykskynjara í lagi. Í fyrra gaf Fjarðabyggð öllum starfsmönnum sínum handklæði, merki sveitarfélagsins saumað í þau, flott gjöf, góð auglýsing. Þetta gerði Síldarvinnslan líka fyrir nokkrum árum og SVN handklæði lágu út um allt. Voru skilin eftir í sundlauginni, í íþróttahúsinu og á íþróttavöllunum, meira að segja sá ég eitt í íþróttahúsi á Möltu.
Hættið þessari auglýsingamennsku, notið peningana til einhvers annars, allavega ekki í tilgangslausar jólagjafir, sem í raun fáir eða enginn kærir sig um.
Bloggar | Breytt 20.12.2008 kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.12.2008 | 20:48
Vísið þeim strax úr landi
Í dag voru 4 Pólverjar dæmdir til fangelsisvistar vegna Keilufellsmálsins svonefnda. Þeir hlutu samtals dóm upp á fangelsisvist í tæplega 4500 daga. Það kom fram í fréttum í kvöld að það kostar 24.000 á dag að vista hvern fanga. Reiknið þið nú!
Af hverju eru þessir menn ekki sendir úr landi og það ekki seinna en strax? Er þetta ekki ein besta leiðin til að spara, það á hvort sem er loka fangelsunum eitthvað tímabundið. Ég segi nú eins og Halli Bjarna; ég hélt að þau væru alltaf lokuð.
Sendið alla erlenda ríkisborgara sem í íslenskum fangelsunum eru úr landi, hættið að fóðra þá, því eitt er víst ekki betrumbæta yfirvöld þá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.12.2008 | 11:34
Skýrir póstinn frá Bjarna og Þorleifi
![]() |
Sofandi kona sendi tölvupóst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2008 | 11:03
Styð þjóðaratkvæðagreiðslu
Ég er líka sannfærð um að aðild verði hafnað komi til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að alltof miklu verði fórnað til aðkomast inn í þetta batterí sem Evrópusambandið er og ef menn halda að aðild að Evrópusambandinu muni bæta fyrir það tjón sem við núna stöndum frammi fyrir, vaða þeir í villu og svima.
Fólk verður að skilja á milli þess ástands sem nú ríkir á landinu og aðildarviðræðum.
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 160870
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar