6.6.2008 | 21:29
Er Torrimolinus fyrir homma og hunda?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2008 | 16:53
Áfallahjálp
Það var skrítið veðrið hérna í dag. Ég fór í langa morgungöngu í sól og blíðu, rétt eftir að ég kom heim á hótel skall á svarta þoka. Íslendingar hér höfðu á orði við mig að þetta væri bara eins og Austfjarðaþokan, vitandi um uppruna minn. Það varð skítakuldi með þessu og létti ekki til fyrr en seinnipartinn.
Ég er búin að koma öllum farangri mínum hingað fram í stofu og er að herða mig upp í að pakka, Það er auðvitað ekkert mál, bara að byrja.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2008 | 22:15
Lokuð inni í lyftu
Ekki átti ég nú von á því að ég settist við að blogga aftur í kvöld, en örlögin högðuðu því samt þannig. Ég lenti nefnilega í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að lokast inn í lyftu, á milli hæða. Við vorum fjögur fullorðin og tíu ára stelpa. Okkur fannst líða óratími þangað til neyðarhringingar okkar heyrðust og eitthvað lífsmark barst til okkar. Það má segja að allir hafi haldið ró sinni svona nokkurn veginn, sérstaklega við eldri konurnar. Stúlkan litla var mjög hrædd en stóð sig samt eins og hetja. Fljótlega varð ofurheitt í lyftunni og farið að bera á loftleysi. Við spenntum þá upp með handafli báðar hurðirnar og þá blöstu við okkur hvítur steinveggur öðrumegin og múrsteinsveggur hinumegin. Hróp og köll fóru að berast á milli og okkur skildist að búið væri að kalla út viðgerðarmann, en biðin reyndist sumum óbærileg. Hitinn var okkur lifandi að drepa og ég spyr ekki að leikslokum hefðum við ekki getað spennt upp hurðirnar.Við vorum lokuð inni á þessum fermetra gólffleti í rúmlega hálfa klukkustund.
Allar áætlanir mínar um að skrappa á Gussabar lokuðust þarna inni en hinir lyftufélagarnir fóru. Satt að segja var þetta afskaplega langur tími, að okkur fannst, og afskaplega leiðinleg lífsreynsla. Vonandi hefur lyftan sem forsetinn, biskupinn og fleiri lokuðust inn í fyrir nokkrum árum verið rúmbetri en þessi og allavega getur þetta ekki talist til ástarsögu eftir ónefnda konu; Lokast inn í lyftu.
Bloggar | Breytt 11.6.2008 kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2008 | 16:55
Hlakka til að fara heim
Jæja þá fer þetta að styttast. Síðasti heili dagurinn á morgun, ef allt gengur eftir! Gekk mig upp að hnjám í morgun við að leita að barnafötum. Þvílík vitleysa. Hérna er allur svoleiðis fatnaður næfurþunnur, buxurnar hnébuxur og skyrturnar stutterma og svo auðvitað bolir sem allsstaðar fást á spottprís. Það er sumar á Spáni. Þegar ég spurði einn kaupmanninn hvort hann ætti ekki venjulegar gallabuxur þá horfði hann bara á mig og sagði að svoleiðis fatnað ætti hann í haust. Fann loksins eina búð sem seldi svona nokkurn veginn normal fatnað, nema hvað stærðirnar voru afskaplega skrítnar.
Og hérna fæst hvorki golf- eða tennisfatnaður. Hitti fólk í morgun sem var að leita að tennisfatnaði en hér yppa menn bara öxlum. En það verður ekki sagt um Spánverja annað að þeir eru afskaplega þægilegir, svolítið háværir. Ég fór í búð í morgun en hörfaði út með það sama, hún var stöppuð af kvenfólki sem talaði og talaði og pataði og pataði. Það var útsala.Annars fór dagurinn í ekki neitt eins og allir hinir dagarnir hérna, ég nennti ekki einu sinni að liggja í sólbaði. Ætla að skreppa á Gussabar í kvöld og færa Gussa geisladiskana sem ég er með, íslenska tónlist. Svo fer morgundagurinn í að pakka, en það er nú fljótgert.Ragnheiður. Ég er búin að fá hleðslutækið þitt. Þú nálgast það í Hafnarfirði.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 21:04
Það fjölgar
Sumarleyfistíminn er klárlega kominn. Það var örtröð á torgum og strætum í dag og ég var í reglulegum seinagangi að komast leiðar minnar. Aðal fjölgunin felst í eldra fólki, misjafnlega vel á sig komnu en margir með göngugrindur og jafnvel í hjólastólum.
Skottaðist aðeins í búðir seinni partinn var að leita mér af golfskóm en hugsið ykkur að í þessu landi þar sem eru fleiri hundruð golfvellir er ekki ein einasta skóverslun í Torrimolinus með golfskó og eru þær margar sjoppurnar. Ég gat þó eytt svolítið af peningum. Var orðin uppiskroppa með dúka og höndlaði nokkra. Hefði svo sem getað beðið með það til morguns en þá ætlum við á markað hérna rétt utan við bæinn.
Ég spurði fararstjórana í dag hvort heimferðin væri ekki örugglega á réttum tíma og héldu þær það. Þannig að ég ætti að vera komin til landsins um kl. 17.00 á fimmtudag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2008 | 21:00
Svíarnir súrir
![]() |
Svíar kvarta en kæra ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.6.2008 | 16:22
Og taka svo svíana!
Það er gaman að fylgjast með mannlífinu hérna á götunni við ströndina. Fólk af öllum litum og gerðum, lítið og stórt, magurt og feitt oftast nær. Sumstaðar nær trjágróðurinn svo langt út á gangstéttarnar að ég verð að víkja eða beygja mig og þetta segir mér, sem ég hef svo sem sannreynt, að garðyrkjumennirnir hérna eru smávaxnir eða öllu heldur lágvaxnir. Þetta minnir mig á þegar ég var í Tethuan í Marakkó og var að furða mig á að húsin voru sjaldnast máluð nema til hálfs, Oftast nær endaði málningin með láréttri línu en stundum var þetta eins hátt og rúllan eða kalkkústinn náði. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti var mér sagt að þetta færi eftir því hvað konurnar næðu hátt!
Í dag var ég í vandræðum að komast meðfram manni sem ók um á rafmagnshjóli. Hann átti alla gangstéttina, svona eins og Jón frændi á göturnar heima, en hann ók svo hratt að konan hans þurfti nánast að hlaupa við fót. Mér finnst að hún hefði átt að teika hjólið.
Það hefur verið stanslaust partý frá því á föstudag í næstu íbúð. Mikill hávaði og hróp og köll. Af og til hefur verið bankað hjá mér og beðist afsökunnar þegar mönnum hefur orðið ljóst að þeir voru ekki á réttri leið. Hvort allir sofa þar núna veit ég ekki en það er stanslaust bankað á dyrnar og kallað. Vonandi er enginn dauður þar inni!
Er auðvitað hundfúl yfir tapinu við Pólverjana í handboltanum, hef ekki trú á að við sigrum Svíana en allt getur gerst. Landsliðið í handbolta hefur verið þekkt fyrir að fara ekki alltaf auðveldustu leiðina. Ég er nettengd og ætla að fylgjast með leiknum. Áfram Ísland.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.5.2008 | 22:59
Nú tengd
Þetta er ótrúlegt en allt í einu er ég nettengd hérna í íbúðinni á Agua Marina. Er marg búin að reyna að tengjast en ekki gengið fram að þessu. Kannski rétti tíminn sé eftir miðnætti. Er búin að fá áburðardýr! Vonandi móðgast hún ekki konan sem ég kynntist í gær en við ætlum að bera á bakið hvor á annarri. Og heimurinn er lítill. María Mist lék sér við dóttir þessarar konu þegar hún var hjá pabba sínum á Daggarvöllum og fyrrverandi tengdafaðir hennar var frá Neskaupstað og mikill vinur minn. Kynntist líka manni sem er ættaður frá Ekru og úr Firði í Mjóafirði. Þannig að lunginn úr deginum hefur farið í austfirska ættfræði, sem er ekki mín sterkasta hlið. Núna þyrfti ég að hafa Ínu frænku mér við hlið.
Fórum á Gussabar í kvöld. Þar var margt um manninn þegar líða tók á kvöldið en Gussi opnar ekki fyrr en níu á kvöldin og hefur lokað á mánudögum. Ég veit ekki hvað Gussi er búinn að búa lengi hérna í Torrimolinus en hann var hérna þegar ég kom hingað fyrst fyrir hundrað árum eða svo!
Ætli það verði ekki ströndin á morgun ef veðrið verður eins gott og í dag. Ég er komin með nýja húð á bakið. Stórkostlegt að geta yngt sig svona upp með litlum tilkostnaði. Bara að gleyma að setja á sig sólarvörn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 12:10
Íslendingar skjálfa - en ekki úr kulda
Það var steikjandi hiti í dag og sólþyrstir strípalingar teyguði sólskinið. Ég lá í garðinum er hætt að nenna á ströndina nema ég hafi einhverja unga til að leika við, byggja sandkastala eða annað í þeim dúr. Þetta var fyrsti sólbaðsdagurinn hjá Petru og fjölskyldu í Sixtis veðrið hefur verið miklu betra hérna suður frá.
Nú hingað steymdu SMS skilaboðin um jarðskjálfta á Suðurlandi og allir fóru auðvitað að leita frétta. Hvað skyldi Sharon Stone halda um þennan skjálfta, en eins og þið vitið þá var jarðskjálftinn í Kína að hennar mati vegna slæms Karma. Drottinn minn hvað þessar gellur eru heimskar! En skálftinn á Íslandi vakti ekki athygli erlendra fréttastöðva því hvorki var minnst á hann á BBC eða CNN. Þetta var þó skjálfti sem lagt hefði heilu borgirnar í Asíu í rúst. En austfirðir og vestfirðir skulfu ekki.
Þeir Íslendingar sem áttu að fara heim í morgun eru hér enn. Eiga að mæta út á völl klukkan hálf tvö í nótt. Enginn veit hvers vegna. Fararstjórinn hér sagði að þeir fengju bréf frá Heimsferðum þegar þeir kæmu heim. Þetta er eins og að fá sér Neskaffi, skyndilausn.
Fór með nýrri kunningjakonu minni, sem er að bíða eftir að komast heim, á Indverskan veitingastað í kvöld. Þar röðuðum við í okkur himneska rétti, ekki of sterka en mjög góða og auðvitað Indverskt brauð með.
Sá á CNN í morgun að Ísland hafi skjálfið, engar frekari fréttir og enn bíða farþegar Heimsferða. Fór seint niður í garð í morgun. Leit í kringum mig hvort komnir væru Íslendingar en bókunum samkvæmr er ég eini íslendingurinn á þessu hóteli. Sá engann sem bar íslenskan svip nema einn ungan mann sem mér fannst líklegur til að vera landi. Var ekki meira að spá í það og lagði af stað upp í íbúð. Situr þá ekki hópur íslendinga við stórt kringlótt borð. Af hverju eruð þið ekki farin heim spurði ég og þau svöruðu að þegar þau hafi verið búin að hrista stírurnar úr augunum rétt fyrir tvö í nótt þegar þau fengu enn eina tilkynninguna um frestun á brottför.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2008 | 13:05
Ber er hver að baki…
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar