Komin til byggða

Það er síðdegi á sunnudegi og ég er ein hérna í húsinu í Castil de Campos. Svolítið skrítið að vera alein í svona stóru húsi, í 800 manna þorpi þar sem aðeins er töluð spænska. En mér leiðist ekki, ekkert að ráði, hef nóg að lesa og lá smá stund í sólbaði í dag. En ekki lengi því ég er eldrauð frá því í fyrradag, rauð á herðunum, bringu og baki og á bakinu er rauður flekkur þar sem sundbolurinn sem ég var í er opinn.

Húsið var kalt þegar við komum enda ekki kynt hérna síðan um jól. Þykkir veggirnir kaldir og lengi að hitna. Konan sem geymir lykilinn átti ekki orð til að lýsa fólkinu sem var hér um jólin. Segi ykkur í góðu tómi hvaða fræga fólk það var.

Hérna er rafmagnsofn sem ég færi á milli herbergja, er með hann núna við herbergin uppi, þar sem ég var að frjósa úr kulda í nótt. Hinn gesturinn sem var í herberginu á móti hafði vit á því að sækja sér auka sæng, en ég skalf bara undir þunnri sænginni minni. Þegar ég skrapp á WC í nótt datt eitthvað í gólfið og þegar ég aðgætti hvað það var kom í ljós eðla, sem var örugglega miklu hræddari en ég. Hún var svona 12 – 15 cm. á lengd, sandlituð og allt öðru vísi í laginu og eðlurnar sem voru í íbúðinni okkar í Cancun í Mexico. Þær voru langar og mjóar en þessi hafði vaxtarlag krókadíls. Hún hvarf svo undir WC dyrnar eftir að hafa snúist nokkra hringi á gólfinu. En það er fínt að hafa eðlu sem húsdýr því þær sjá til þess að önnur kvikindi þrífast ekki hér inni.

Það er geysilega fallegt hérna og útsýnið frábært. Hæðótt landslag með milljón olífutrjám og vinviði. Haninn í bænum, ég held að það sé bara einn, vekur bæjarbúa á morgnana og nokkrir hundar spangóla af og til. Það eru miklar vegaframkvæmdir á leiðnni hingað. Við stoppuðum í litlu þorpi ekki langt frá Castil de Campos og fengum okkur smá snarl. Elduðum okkur svo nautasteik í gærkvöldi og kjöftuðum fram á nótt eftir að hafa horft á söngvakeppni gömlu rússnesku héraðanna. Þegar Sovétríkin voru og hétu! Það var ótrúlegt að fylgjast með stigagjöfinni og það var ekki að sjá að fyrrum kúgaðar þjóðir rússa, erfðu misnotkuna nokkuð! Ég segi enn og aftur; hættið að taka þátt í þessum skrípaleik.

Það er nautaat í sjónvarpinu og auðvitað múgur og margmenni að horfa á. Sjónvarpið er stillt á sérstaka Andalúsíu-stöð, þannig að nautaatið hlýtur að vera hér í héraðinu. Í barnatími sem horft var á í morgun var 5 ára drengur sem sýndi frábæra nautabanatakta. Og núna er nautið komið með 3 sverð í herðakambinn. blóði drifið og nautabaninn gerir sig líklegan til að veita því náðarhöggið. Tónlistin undir er söngur nautabanans úr Carmen eftir Biset. Þetta er ógeðsleg íþrótt, ef íþrótt skyldi kalla, og með ólíkindum að ekki skuli vera búið að banna það. Og nú féll nautið ekki vegna stungu nautabanans, nei af mæði og blóðmissi. Ætli kjötið sé síðan selt til neytenda? Já. Það er svoleiðis!

Ég er að hugsa um að færa mig niður í Torremolinos og eyða seinni vikunni þar. Þarf að kann með gistingu, langar ekki að vera á gistiheimilinu sem við vorum á fyrstu tvær næturnar. Vil vera nærri ströndinni þó svo að það séu 185 þrep upp í miðbæinn.

Er komin til Torremolinus. Kunni ekki við mig í sveitinni þó falleg sé, ekki frekar en á Einarsstöðum!


Í Torremolinos

Ferðin hingað suður eftir gekk vel. Þetta er rúmlega fjögurra tíma flug en Spánn heilsaði með bongóblíðu. Það gekk ekki andsk… laust að finna skrifstofuna sem hafði útvegað okkur bílinn og við vorum búnar að þeytast um að ég held allt svæðið með 40 kíló á vagni og af okkur bogaði svitinn. Mér gekk vel að aka til Torrimolinos enda með góðan leiðsögumann. Við komum bílnum fyrir í bílageymsluhúsi þar sem útilokað var að finna stæði nálægt gististað okkar. Við búum í tvo daga á Rauða páfagauknum, (Paro de Roja) ekta ensku gistihúsi með gömlum og skítugum gólfteppum, rafmagnsleiðslum og pípulögum utan á veggjunum. En rúmin eru hrein og allt í lagi með sturturnar. Eftir að hafa skolað af okkur ferðarykið og svitann fórum við á Tapas stað þar sem við fengum okkur sitt lítið af hverju og þaðan á Gussa bar til að horfa á Juróvíson, En þá var ekki sýnt frá síðari undanrásariðlinum. Þannig að við skunduðum á Netkaffi sem var nálægt og gátum horft á okkar fólka syngja. Fórum svo aftur á Gussabar þar sem heldur hafði fjölgað og allir voru í SMS sambandi heim til að fá fréttir af úrslitunum. Þau fengust fyrir gleðilega rest. Verðum hér í Torrimolinus í tvær nætur og horfum svo á úrslitakeppnina í Castil de Campos. Annars hefur þessi keppni aldrei höfðað til mín!Fylgdum konu niður á hótelið hennar sem er á ströndinni og dífðum tánum aðeins í sjóinn og fíluðum sandinn. Heim að sofa.Gististaður okkar er í miðbæ Torremolinos. Rétt hjá gististaðnum, sem ég var á fyrstu ferðina mína hingað.Man hvað mér þótti það flottur staður enda þá nýuppgerður. Hann er ekki flottur í dag. Erum að fara niður á strönd eftir að þetta er skrifað. Blogga næst í fjöllunum!

Um ferðamál

Því miður komst ég ekki á fundinn sem haldin var um ferðamál í Safnahúsinu í síðustu viku. Hafði svo sannarlega ætlað mér að mæta og láta ljós mitt skína!

Mér hefur lengi verið hugleikið að koma upp á Norðfjarðarvita skilti með upplýsingum og gera staðinn að vinsælum ferðamannastað, auk þess sem ég er viss um að bæjarbúar myndi sækja þangað. Það þyrfti auðvitað að byrja á því að gera þar bílaplan, plássið er nægilegt. Skiltið á að sýna flóann og fjallahringinn. Inn á það má setja staðarnöfn og leiðsögumaður getur sagt frá ýmsum atburðum sem temjast viðkomandi stað. Fegurð Rauðu bjarganna getur verið ólýsanleg og einstök upplifun. Það má segja frá draugum í Viðfirði, skipsköðum, hvalstöðinni í Hellisfirði og mörgu og mörgu. Útsýnið við vitann er stórkostlegt og heillar marga.

 

Mér er margt annað hugleikið eins og skoðunarferð um Norðfjörð nágrenni með leiðsögn þar sem farið er á helstu staði s.s. snjóflóðavarnargarðinn, segja sögu útgerðar og fiskvinnslu, segja t.d.  frá aðstöðu Sigfúsar Sveinssonar á Nesi og umsvif hans. Fara í Safnahúsið og skoða söfnin undir leiðsögn, auk þess að rekja þar sögu staðarins, svo eitthvað sé nefnt. Styðjast má við útgefið efni.

 

Kynna vel Ferðafélag fjarðamanna, siglingar, stangveiði, golf og fleira. Hér er sundlaug, gufa, líkamsræktarsalur, níu holu golfvöllur og silungaveiði í Norðfjarðará, hesthúsabyggð og vel má hugsa sér myndlistarsýningar t.d. í Þórsmörk.

 

Hafa lifandi tónlist og uppákomur í miðbænum um helgar yfir sumarið. Bjóða upp á

óvissuferðir og vetrarferðir á skíði og vélsleða með gistingu og fullu fæði. Fá til okkar gesti sem eru tilbúnir að upplifa eitthvað nýtt og ævintýralegt, uppgötva lífið á staðnum og leita eftir hægum hjartslætti lítils strandsamfélags.

 

Með þessu er ég ekki að segja að sveitarfélagið eigi að standa fyrir þessu öllu en það á að styðja við bakið á þeim sem vilja koma að svona framkvæmd og hvetja til framkvæmda. Nú er það svo að ég hef þá reynslu af Norðfirðingum að þeir vilja frekar vera þiggjendur en gefendur. Ekki móðgast. Ég hef oft sagt að okkur henti betur að vera launþegar en atvinnurekendur. En er ekki hægt að breyta þessu viðhorfi. Mér var þetta ljóst þau ár sem ég sat í stjórn átakverkefnisins Norðfirðingar í sókn, það vantaði ekki að menn höfðu hugmyndir góðar, en vildu að aðrir framkvæmdu þær.

 

Eitt af því sem við skoðuðum og bjuggum til útfærslu var “trillukarl einn dag”. Verkefnið miðaðist fyrst og fremst við erlenda ferðamenn sem færu hér í dagsróður. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd en sjáið þið hvað vestfirðingar eru að gera í dag? Einmitt þetta. Fá til sín í sumar nokkur þúsund ferðamenn sem gista og róa. Hristum af okkur slenið!


Spennandi verkefni og sport

Þá er ekki mikið eftir nema að pakka til ferðarinnar í fjallaþorpið á Spáni. Hef eytt helginni í tiltekt í tölvunni og byrjaði á spennandi verkefni sem mér var falið í fyrradag. Get ekki sagt nú hvað það er, en mér er það mikill heiður að hafa verið boðið að gera það. Og auðvitað tek ég tölvuna með mér og vinn eitthvað að þessu í fríinu.

 

Mínir menn í KFF urðu að sætta sig við jafntefli í leiknum við Hauka í dag. KFF komst í tvö núll og hafði sigurinn að ég hélt í hendi sér – en því miður. Ég ætlaði svo sem ekki að blogga um íþróttir en get ekki stillt mig. Íslenska kvennalandsliðið í blaki er að keppa á Möltu. Stelpurnar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Kýpur 3 – 0 og við Möltu 3 – 1. Þær leika í dagvið San Marino sem er í öðru sæti riðilsins. Íslands er neðst án stiga og Malta næst neðst. Þetta er undanriðill í EM smáþjóða. Hafi Ísland sigrað San Marino 3-0 og Kýpur unnið sinn leik gegn Möltu kemst íslenska liðið áfram á kostnað San Marino. En það er rosalega hæpð!

 

Ég held að við eigum ekki að senda lið til svona keppni bara til að senda lið. Með fullri virðingu fyrir landsliðinu, þá er það skoðun mín að þetta lið sé hvorki fugl eða fiskur og væri alls ekki neitt ef fimm af ellefu í liðinu væru ekki frá Neskaupstað.


Fyrirsætur framtíðarinnar

Það fer ekkert á milli mála að stelpurnar hennar Huldu Elmu og Sigga eru fyrirsætur framtíðarinnar. Kunna sig alveg á háu hælunum og Sonja Björg er þegar komin í gírinn. Veit ekki hvar hún hefur lært þetta!

fyrirsæta
blog1

Að vera á móti, bara til að vera á móti!

“Hringlandaháttur og stefnuleysi meirihlutans í þessu máli er furðulegur og jafnvel broslegur enda fór svo að hann klofnaði í afstöðu sinni til málsins. Meðferð þessa máls vekur óneitanlega upp spurningar um getu meirihlutans í afgreiðslu og framkvæmdum stærri mála”

Einhver gæti haldið að þetta væri bókun minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, en svo er ekki. Þetta er bókun minnihlutans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, bókun þeirra þriggja sjálfstæðismanna sem þar sitja. Þessi bókun kemur fram eftir umræður um staðsetningu heitra potta á áskrúðsfirði. Samþykkt var að setja pottana sunnan við sundlaugina en minnihlutinn, Valdimar, Kristín og Jens Garðar vildu staðsetja þá við íþróttahúsið. Hefðu þeir ekki verið í skugga þar?

 

Eiginlega er þessi bókun lýsandi dæmi á vinnubrögðum minnihlutans og bara gerð til að vera á móti, koma með eitthvað bara til að vera á móti. Hef lesið nokkrar svona bókanir frá íhaldsmanni í Æskulýðs- og tómstundaráði – en það heitir víst eitthvað annað í dag.

 

Hérna á árum áður var meirihlutinn í Reykjavík, íhaldið og meirihlutinn í Neskaupstað, kommarnir, oft bornir saman og margt fundið líkt með vinnubrögðum þeirra. Stjórnmálalegar skýringar hljóta að leiða allt annað í ljós, því í Neskaupstað var hagur hins almenna borgara í heiðri hafður, en hjá íhaldinu í Reykjavík var þá eins og nú, einkavinavæðingin allsráðandi!

 

Veit ekki af hverju ég get ekki losað mig við þennan pólitíska þankagang.


Þorgerður sendir SMS

Þegar sýnt var frá Alþingi í hádegisfréttum Stöðvar 2 sást að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra var að senda SMS – nema hún hafi verið að hreinsa takkana á gemsanum sínum. Kannski hún hafi verið að spyrjast fyrir um ástandið í Kína með tilliti til Ol. leikanna?

Þetta leiðir hug minn er ég var vitni að því að ung kona við kassa í Hagkaup var að senda SMS samtímis og hún var að afgreiða rígfullorðnar manneskjur sem skildu ekkert í sljóleika afgreiðslustúlkunnar. Þegar að mér kom hélt hún áfram þar til ég sagði við hana; hvort ætlarðu að halda áfram að senda SMS eða afgreiða mig?

 

Þrefið um eftirlaunafrumvarpið heldur áfram. Það virðist gleymt að þetta var lagt fram af þingmönnum allra flokka. Aðrir en Ögmundur Jónasson halda sig til hlés, vitandi um sök sína og Þuríður Bakcman þingmaður Austfirðinga sem var einn flutningsmanna frumvarpsins situr heldur niðurlút sem og Valgerður Sverrisdóttir sem þegir þunnu hljóði. Enginn flutningsmannanna hefur svo mér sé kunnugt um tjáð sig um frumvarpið.


Sex and the City – kom í býin 6. juni

Fríggjakvøldið 6. juni fara vit í býin saman við Carrie, Samanthu, Mirandu og Charlotte. …Og Mr. Big!

Kvinna bjóðar til filmsfrumsýning, sensuelt mótashow, cocktailbarr, konsert, dans og metropolstemning fríggjakvøldið 6. juni.

 

 Sex and the City frumsýning

Sex and the City dagurin byrjar við filmsfrumsýning í Havnar bio. Sex and the City filmurin er kosin at verða ársins filmur! Gleð teg til 140 minuttir saman við okkara deiligu vinkonum frá New York. Til frumsýningarnar fáa vit sjampanju og jarðber dyppað í sjokulátu. Kvinna hevur eisini okkurt yvirraskilsi at bjóða okkum!


Svona var það 1957

1964.is er vefsíða þess árgangs í Neskaupstað sem ártalið segir til um. Afskaplega skemmtilegur vefur sem vonandi þeir sem á eftir koma taka sér til fyrirmyndar. Fer inn á hann nánast daglega og hef gaman af.

Myndir frá Róbert

Skólaferðalag 1943 árgangsins. Allmarga vantar á myndina en þessir fóru:

F.V. Efsta röð: Þorsteinn Jóhannsson, la´tinn, Sigrún Margrét Magnúsdóttir, Bergþóra Óskarsdóttir, Sævar Steingrímsson, látinn, Gunnar Ólafsson, skólastjóri látinn, Garðar Sveinn Árnason látinn, Þórður Óli Guðmundsson, Ingirós Filippusardóttir, Jóhann Jóhannsson  látinn, önnur. röð: Sigurður Ölversson, Róbert Jörgensen, Hinrik Sigurðsson, Hulda Sveinbjörnsdóttir, Anna Bjarnadóttir látin, Birna Bjarnadóttir, Anna Greta Baldursdóttir, fremsta röð: Þuríður Haraldsdóttir, Konráð Hjálmarsson, Óskar Helgason, Gunnar Ingi Gunnarsson, stúlka frá Húsavík, Herdís Ósk Herjólfsdóttir.

Þeir sem ekki fóru með í ferðalagið eru: Bergvin Oddsson, Elma Guðmundsdóttir, Guðmundur Oddsson, Hjördís Arnfinnsdóttir, Ingunn Erlingsdóttir, Jón Hlífar Aðalsteinsson, Steindór Bjarnason, Þorsteinn Ársælsson.

 Ef ég gleymi einhverjum og þú veist betur endilega sendu mér póst á netfangið elmag@simnet.is.

Bloggleti

Í stað þess að skrifa eitthvað sem kemur fjölmiðlum til að hringja í mig, eins og síðasta bloggfærsla, þá set ég inn myndir af yngstu niðjunum mínum.  Barna- og barnabörnum.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband