Færsluflokkur: Bloggar

Hvern and... er kallinn að meina?

Það er ekki hægt að segja að þessi ummæli forsetans hafi komið ferðaþjónustunni til góða. Nú reyna ferðaþjónustuaðilar að lágmarka tjónið, ég skil ekki hvað manninum gengur til, nema hann sé orðinn spámiðill.
mbl.is Mikil viðbrögð við orðum forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru vættir Íslands að verki?

Einhverjir hafa sagt að vættir landsins væru nú að verki. Sérstaklega beina þeir sjónum sínum að Bretlandi sem verður af tugum milljóna punda vegna röskunar á flugi. Ég heyrði á tal manna um daginn sem sögðu að nú þyrfti sterka norðan eða norðvestan átt til að koma helvítis öskunni til Bretlands, til Gordons Brown! En það er ekki málið þó einhverjir kaupsýslu- og ferðamenn komist ekki leiðar sinnar, málið er að askan frá gosinu getur valdið stórtjóni hér á landi, sérstaklega hjá bændum.
mbl.is Öllu flugi um Lundúnir aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskúfun!

Þær ætla engan endi að taka ásakanirnar á hendur kaþóskum prestum, enda nánast allar sannar. Það sem fer fyrir brjóstið á mér að þessi ára- ef ekki aldalanga misnotknun ætlar engan endi að taka. Og allur þessi sori viðgengst undir verndarvæng páfans. Vei ykkur.
mbl.is Ofbeldi í dönskum kirkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tea Party

Getur verið að það sé rétt leið okkar sem viljum að tekið sé tillit til skoðana okkar, að stofna slík grasrótarsamtök. Þó einhverjar hreyfingar teljist til slíkra samtaka nú og safnist saman á Austurvelli einu sinni í viku eða svo, eru þau vita  gagnlaus. Ríkisstjórnin gengur fram sem aldrei fyrr í skattpíningu á almenning og auðvitað er níðst mest á þeim sem minnst mega sín. Það eina sem ég tel ríkisstjórninni til tekna um þessar mundir er samþykkt Samfylkingarinnar að kvótinn fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. En ég hef enga trú á að svo verði.
mbl.is Palin vekur hrifningu í „teboðinu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fær Þráinn

Svo hægt sé að gera uppljótan kafla í Íslandssögunni á að greiða "fórnarlömbum" ofbeldis skaðabætur. Gott og vel en er þetta ekki bara að setja plástur á meiddið? Bæturnar verða til barna sem voru vistuð á meðferðarheimilum á vegum ríkisins, en hvað með alla þá einstaklinga sem bjuggu við heimilisofbeldi? Var ekki þingmaðurinn og listalaunamaðurinn Þráinn Bertelsson að segja frá því hvernig hann var laminn tíu ára gamall. Skyldi honum takast að ná þarna í nokkra aura?
mbl.is Tilfinningaþrungin umræða á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gaf frúin í Hamborg þér í gær?

Það á að gera gamla franska spítalann á Fáskrúðsfirði upp. Verkið er talið kosta um 400 miljónir króna og verður að sögn að mestu fjármagnað Fjarðabyggð og Minjanefnd og af styrkjum, sem meðal annars vinabær Fáskrúðsfjarðar nú Fjarðabyggðar leggur til. Verkið á að taka tvö ár svo menn verða að hafa hraðar hendur og ekki má standa á styrkjunum. Er þetta ekki svipuð upphæð og áætlað var að nýr leiksskóli í Neskaupstað kosti?

Elsta húsið í Neskaupstað er gamla Lúðvíkshúsið. Það hefur verið friðað í einhverja áratugi og aldrei hafa verið til peningar til að gera það upp. Ekki veit ég hvort það hefði kostað eins mikið og Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði en trúlega hefðu engir franskir styrkir fengist til verksins eða loforð þar um. Gamla Lúðvíkshúsið á auðvitað bara að rífa. Það hefur ekkert sögulegt eða menningarlegt gildi annað en að vera elsta húsið í bænum og varla til nýtileg spýta í því lengur. Og verði það rifið má vitna til orða Bjarna Þórðarsonar fyrrverandi bæjarstjóra; „það verður þá bara eitthvað annað hús elst“.En málið snýst ekki um uppbyggingu gamalla húsa, málið snýst um forgangsröðun. Það fær mig enginn til að trúa því að það kosti „bara“ 400 milljónir að gera franska spítalann upp, og flytja hann spýtu fyrir spýtu inn á Búðir,  það mætti segja mér að sú upphæð sem til þarf yrði helmingi hærri – það er að segja ef sveitarstjórn Fjarðabyggðar er svo vitlaus að ráðast í verkið – þrátt fyrir styrkina. Og hvaða tryggingu hefur hún fyrir fjármagni úr Minjanefnd, eru ekki allar slíkar nefndir í fjársvelti?

Þarna á víst að koma glæsilegt hótel og mér er spurn vantar hótelpláss í Fjarðabyggð? Ég held ekki, en það vantar leikskóla á Norðfirði. Þarna á líka að koma aðstaða til fundahalda og ráðstefna – er ekki  næg aðstað til þess í Fjarðabyggð? Og hugsa sér gamla líkhúsið verður byggt upp og verður væntanlega flottasta svíta landsins. Hvað er fólk eiginlega að hugsa, eða er það yfirleitt eitthvað að hugsa um annað en eigin orðstír? 

Bæjarskrifstofurnar í Neskaupstað voru rýmdar vegna lekavandamála. Létt verk og löðurmannlegt að gera við segja smiðir. En það lekur líka á Reyðarfirði, Molinn hriplekur eða lak, því auðvitað var farið strax í að lagfæra það. En það hriplekur í nýju slökkvistöðinni, stendur kannski til að flytja starfsemina þar í Molann? Leikskólinn lekur, ætlar bæjarráðið að láta færa hann í Molann? Ég veit að ég mæli fyrir munn margra, sérstaklega þó Norðfirðinga, þegar ég segi að við séum öll orðin hundleið á þessum yfirgangi sem okkur er sýndur. Og það er endalaust talað niður til okkar. Við eigum að grípa andann á lofti þegar yfirvaldið talar. Og það sem verra er að þetta kusum við yfir okkur í þeirri góðu trú að hérna yrði áfram blómlegt mannlíf, en af hálfu bæjaryfirvalda hefur nánast allt verið gert til að til að svo sé ekki.

Hefur einhver séð staf frá bæjarstjórninni þar sem fjallað er um lokun sýsluskrifstofunnar hér? Ekki ég. Ég veit ekki af hverju mér dettur í hug einhverskonar leikur. Að setja í horn, skipið kom að landi í gær, svo ég gleymi nú ekki Frúnni í Hamborg. Þar sem ekki má segja já eða nei, og ekki svart eða hvítt, en ýmis orðskrípi notuð svo sem kannski, ekki veit ég það nú, má vera og svo framvegis. Þess vegna spyr ég eins og barn;  „Hvað gaf frúin í Hamborg þér í gær?“

Árni Páll horfðu þér nær!

Árni Páll Árnason ætti að skammast sín hvernig hann vegur að og mismunar fólki. Ekki eftir uppruna, heldur eftir aldri. Ég þori alveg að segja það að mér finnst allt í lagi að Íslendingar sitji fyrir. Við vitum um svo mörg dæmi hvernig erlendir íbúar - sem hafa komið til landsins fyrir tilstilli ríkisstjórnarinnar - misnota kerfið og það gera íslendingar líka. Maður horfðu þér nær.
mbl.is Ásgerður: Jafnvel mistök hjá mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki til Mjóafjarðar

Nú hefur samgönguráðuneytið slegið af ferjusiglingar til Mjóafjarðar. Siglt hefur verið þangað frá Neskaupstað einu sinni til tvisvar í viku. Níu mánuði ársins eða svo er þetta eina samgönguleið Mjófirðinga. Allt landið í byggð voru slagorð ákveðins stjórnmálaflokks, nú hefur þetta allt breyst. Hrúga skal öllum landsmönnum á SV hornið án tillits til afleiðinganna. Ég vona að samgönguráðherra sjái að sér og siglingar til Mjóafjarðar verði áfram eins og áður. Hann man kannski ekki þegar Siglufjörður var einn afskekktasti staður landsins?
mbl.is Sumaráætlun Herjólfs birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn líkt

Rosalega er þetta Framsóknarlegt. Það á að halla sér enn og aftur að íhaldinu. Þeir segja að “ framsóknarmenn og óháðir telja að nú sé þörf fyrir nýtt afl í bæjarstjórninni sem veitir Sjálfstæðisflokknum sterkara aðhald í skipulagsmálum og fjármálum bæjarins en gert hefur verið að undanförnu”. Tókuð þið eftir orðalaginu, mætti ekki alveg eins segja; ég hrjúfa mig að brjósti þínu kæra íhald”.
mbl.is Sameiginlegt framboð á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband