Færsluflokkur: Bloggar

Gamlar myndir

Er búin að búa til nokkrar diskamottur fyrir Frú Lúlú. Setti á þær gamlar myndir héðan úr bænum, ennþá eru flestar frá snjóavetrinum 1951 og bátamyndir. Set næst inn myndir frá sundlauginni, þegar hún fylltist af aur og sama flóðið gróf rafstöðvarbrattann í sundur. Var bara 5 eða 6 ára þegar þetta gerðist en man það vel.

Þá áttum við heima í Grænuborg og pabbi og karlarnir í nágrenninu stóðu klukkustundum saman við að hlaða sandpokum til að beina flóðinu frá húsinu. Unglingarnir úr efsta bekk barnaskólans voru fengnir til að hreinsa úr lauginni. Frábær mynd sem Björn Björnsson tók við sundlaugina.

img471-copy


Ég er ekki á atkvæðaveiðum

Stórkostlegt að Möllerinn skuli taka þetta upp núna. Í framhaldi vænti ég þess að staðið verði við loforð þegar Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður sameinuðust. Það loforð hljóðaði upp á ný jarðgöng á milli Norðfjarðar og Eskifjarðar.

Seinna þegar sameiningin var útfærð frekar og teygði sig suður á Stöðvarfjörð var aftur lofað nýjum göngum. Hvað hefur gerst. Ítrekuð svik á svik ofan. Getur Möllerinn ekki bakkað til þess tíma sem þessi loforð voru gefin?


mbl.is Fljótsdalshérað fær 100 milljónir í viðbótarframlag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert Kommasafn

Fékk bréf í gær frá Vinnumálastofnun, nánar tiltekið frá Atvinnumálum kvenna. Þar er mér tjáð að “umsókn þín hafi ekki verið fyrir valinu og hlýtur því ekki styrk 2009”.

Ég held að ég geti þá gleymt Kommasafninu mínu. Mér er ekki sagt af hverju umsókninni er hafnað. Bara þessi einfalda skýring.

Eflaust hafa einhverjar aðrar umsóknir verið betur fallnar til að skaffa atvinnu meðal kvenna, svo sem að yfirdekkja stóla eða hnappa eða baka skonsur. Hvað veit ég vonsvikin konan?


Þetta voru ekki "fínir menn á síld" nei þeir voru á "Fíkn"

Þó lögreglan hafi sýnt sig í að vera starfi sínu vaxin er annað uppi á teningunum þegar kemur að dómskerfinu. Það er hriplekt og sést það besta á því að sömu mennirnir standa aftur og aftur að innflutningi á fíkniefnum. Þeim var þeim sleppt fyrir nokkru af því að ekkert var hægt að sanna á þá. Verður það frekar núna?
mbl.is Eru á leið í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr dagsins önn

Pólitík tröllríður nú öllum fjölmiðlum. Frambjóðendur keppast um að lofa og lofa og lofa upp í ermina á sér. Þeir ættu að ganga í ermalausu, þá gætu þeir ekki lofað upp í ermina á sér og ekkert svikið.

Ég hitt gallharðan vinstri mann í dag sem ætlar að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Af hverju – jú það er eini sjensinn að koma fjarðamanni að, sem sagt Tryggva Þór. Þessu hafði svo sem skotið upp í kollinum á mér en þegar hann kom með 20% tillöguna þá féll hann hratt niður vinsældarlistann. Fínn strákur Tryggvi, eins og þeir bræður allir, en svo löngu fluttur burtu að ég held að hann hafi ekki miklar taugar hingað austur á firði.

En með því að kjósa Tryggva Þór af því að hann er svo góður strákur er viðkomandi að kjósa Kristján Þór sem þiggur bæði laun sem alþingismaður og bæjarfulltrúi á Akureyri. Nei, íhaldið lætur ekki að sér hæða og verður alltaf sami spillingarflokkurinn.

Mikið verður gaman þegar lífið fer að ganga sinn vana gang. Pólitískar umræður þagnaðar enda þá búið að kjósa, golfvöllurinn að koma upp úr snjónum og vínarbrauð í sjoppunni!


Ekki í Valhöll

Mér var farið líkt og einum álitsgjafa að ég hélt að söngvarinn góði, Björgvin Halldórsson, væri á leið í Hvíta húsið - ekki auglýsingastofuna, nei þetta hvíta sem Obama og fjölskylda býr nú í. Ég er fegin að hann var ekki á leið í Valhöll nema þá aðeins til að syngja "I don´t belive on you".
mbl.is Bo á leiðinni í Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algjör siðblinda

Hugsa sé að þessi maður skuli hafa verið þingmaður og ráðherra. Að geta látið út úr sér að heiðarleiki sé aðalsmerki Sjálfstæðisflokksins, ber vott um taumlausa hollustu við flokkinn. Málefnin eru aukaatriði og fólkinu í landinu kemur þetta ekkert við. Þetta minnir mig á hollustuna við Stalin og fleiri, en þeir slátruðu nú þeim sem voru á móti þeim!

 


mbl.is „Augljós mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú á að byrja strax á Norðfjarðargöngum

   Ég er svo illa innrætt að ég tel að frestun á framkvæmdum nýrra Norðfjarðarganga hafi komið sér vel fyrir þá stjórnmálamenn sem lofað hafa æ ofan í æ að byrjað yrði á þessum göngum. Ég segi að það hafi komið þeim vel að utanaðkomandi aðstæður hefi skapað þetta. En hvað eru utanaðkomandi aðstæður? Þær aðstæður sem við erum í núna eru ekki utanaðkomandi, þær eru heimatilbúnar.

   Sveinn Jónsson segir í ágætri grein í Austurglugganum. “Kreppan er engin afsökun til að slá á frest því sem Austfirðingum hefur áður verið staðfastlega heitið af stjórnvöldum á siðast liðnum árum um gerð Norðfjarðarganga.  Því hefur verið haldið fram nýverið í þessu sambandi, að nærri þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar komi úr Fjarðabyggð og má það vel vera”.    Kristján Möller og Steingrímur J eru þingmenn og nú ráðherrar í því kjördæmi sem Norðfjarðargöng munu tilheyra. Ef vilji væri fyrir hendi, yrði þeim ekki skotaskuld úr að ganga frá yfirlýsingu um að strax verði ráðist í þessi göng og það svo gert. Nú er tækifæri til að sýna okkur sem hér búum að það er hægt að leiðrétta svikin loforðs íhalds og framsóknar í þessu máli. Ekki bara því sem var lofað einu sinni, heldur tvisvar.Það er í ykkar valdi Kristján og Steingrímur, hvar við setjum krossinn í komandi kosningum – eða skilum auðu.
mbl.is Síðasta sprenging og ráðherra ekur í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir í Samfylkinguna eða ...

Skoðanakönnun meðal eldri borgarana hér á Hótel Örk bendir til þess að allir ætli að kjósa Samfylkinguna, nema nokkrir sem ætla að kjósa VG og þeir fylgjast að með þeim sem eru ennþá í Framsókn og vilja samstarf með Sjálfstæðisflokknum sem er næst stærstur! Hvað skyldi þessu fólki varða um flokka og flokkadrætti? Það eru aðeins nokkrir vitleysingar eins og ég sem tala um pólitík. En mikið ands... er það lítið. Er ekki fyrsti apríl í dag?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband