Færsluflokkur: Bloggar

Batinn verði í fyrirrúmi

Mér finnst að Ingibjörg Sólrún eigi að huga að því að hætta afskiptum af stjórnmálum. Ekki vegna þess að hún sé ekki til þess hæf, heldur vegna þess að hún á að setja sjálfa sig númer eitt. Það getur hún ekki á meðan hún er að gegna emætti utanríkisráðherra eða sem formaður Samfylkingarinnar. Það eru margir sem vilja taka við af henni. Hugsaðu um heilsuna Ingibjörg Sólrún, hugsaðu sjálfa þig, um fjölskylduna þína, ættingja og vini.
mbl.is Ingibjörg Sólrún væntanleg heim í vikulok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður hópur

Það var vel af stað farið hjá þeim fámenna hópi sem upphaflega stóð fyrir baráttu sinni að fá leiðréttingu á greiðslum LÍ úr peningamarkaðssjóum LÍ. Upp úr þessu var réttlæti.is stofnað. Innan við tugur fólks fór að skrifast á um aðgerðir Landsbanka íslands og fannst og finnst enn ranglega að uppgjöri peningamarkaðssjóðanna staðið. Nú hafa hátt í 2000 manns haft samband við réttlæti.is og leitað leiða til að fá tjón sitt bætt. Það er góðs viti að jafn kraftmikill lögfræðingur og Hilmar Gunnlaugsson skuli fari fyrir máli þessa fólks.
mbl.is Vongóð um að fá tjónið bætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvískinnungur Moggans

Er það ekki merkilegt að það er fyrst í dag þegar átta ára valdatíð Bush lýkur í Bandaríkjunum sér Mogginn fyrst ástæðu til að segja sannleikanna, eða hálfan sannleikann um stjórnarhætti forsetans fyrrverandi. Í leiðara dagsins segir meðal annars:

*

“Forsetinn fráfarandi skilur eftir sig rjúkandi rúst. Bandarískur efnahagur er í molum. Þegar hann tók við var afgangur á fjárlögum, nú er hallinn meiri en nokkru sinni áður. Röng stefna í peningamálum hefur skilað fjármálahruni, sem gætir um allan heim, þar á meðal á Íslandi. Tvær milljónir starfa hafa gufað upp í Bandaríkjunum á undanförnum fjórum mánuðum. Húsnæðismarkaðurinn er hruninn og þjóðarframleiðslan skreppur saman.*Bandaríkin hafa löngum haldið á lofti kyndli frelsis, jafnréttis og mannréttinda, þótt vissulega hafi þessara háleitu hugsjóna ekki alltaf gætt í verki. Bush náði hins vegar botninum með atlögu sinni að mannréttindum. Hann lýsti velþóknun sinni á pyntingum fanga. Tók steininn úr þegar lögfræðingar stjórnar hans settust niður til að finna leiðir til að skilgreina pyntingar þannig að þær féllu ekki undir skuldbindingar alþjóðasáttmála. Sömuleiðis hafa órökstuddar handtökur verið leyfðar og þess eru dæmi að mönnum hafi verið haldið svo árum skipti án dóms og laga. Fangelsið í Guantanamo á Kúbu er dapur vitnisburður um stjórnartíð forsetans. Hryðjuverkin 11. september voru notuð sem átylla til að ráðast inn í Írak. Fullyrðingar um að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum reyndust þvættingur. Nú segir Bush að þetta hafi verið mistök í öflun upplýsinga. Staðreyndin er sú að sannfæring Bush og liðsmanna hans um að Saddam Hussein ætti gereyðingarvopn var byggð á sandi og hæpnum vísbendingum var teflt fram sem órækum sönnunum. Bush sagði í liðinni viku að hann sæi enga ástæðu til að biðjast vægðar vegna þess, sem hefði gerst meðan hann var á vaktinni”.

*

Er þetta ekki eitthvað sem við þekkjum frá hruni bankanna? Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson, Pálmi Haraldsson og fleiri og fleiri sjá ekki ástæðu til að biðjast vægðar eða biðjast afsökunar, enda er það og hefur alltaf verið svo að þjófar eru dæmdir fyrir að stela vodkapela en steli þeir milljónum og jafnvel milljörðum er þeim hampað. Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur setið í ríkisstjórn hátt á annan áratug ber enga ábyrgð. Fjármálaráðherrann sem er dýralæknir að mennt ber enga ábyrgð, ekki heldur Seðlabankastjórinn sem heldur Sjálfstæðisflokknum enn í heljargreipum. Það er kannski þess vegna sem Mogginn hefur ekki fjallað um valdatíð Bush. Það má líkja þeim saman honum og Davíð. 

Tjara og fiður

Ég er hissa á að fólk skuli ekki hafa komið sér saman um að tjarga og fiðra þá aðila sem áttu stærstan þátt í bankahruninu! Þetta var gert á átjándu öld, sennilega bæði fyrr og síðar, sérstaklega gert til aðgera lýðum ljóst að gjörðir viðkomandi væru refsiverðar. Sérstaklega urðu þjófar fyrir þessu. Þeim til huggunar var heitu tei hellt upp í þá!

Hvað með íslenska þjófa á tuttugustu og fyrstu öld? Það þarf kannski ekki alveg að nota þessa aðferð, en eiga þeir að sleppa við refsingu? Kannski sýslumaðurinn á Selfossi taki þetta til athugunar. Refsiglaður maður sem lætur verkin tala.

tjara

Meiri þorsk áður en hvalurinn étur hann allan

Sammála ráðherra í ljósi kringumstæðna. Ég hefði samt frekar viljað að hann leyfði hvalveiðar strax.

Vinarbýarvitjan til Fjarðabygd

Neskaupstaður

 Aftur í ár eru Sandavágsfólk boðin til Neskaupstaðar á vinarbýavitjan. Fjarðarbyggdar kommuna hevur sent innbjóðingina, sum Sandavágs Ítróttarfelag hevur átikið sær at bera víðari. Øll Sandavágsfólk, eldri sum yngri, eru vælkomin at luttaka. Tó skulu luttakarar vera fyltir 14 ár fyri at kunna luttaka einsamallir. Børn undir 14 ár skulu vera saman við einum vaksnum persóni. Vitjanin er skipað soleiðis, at ferðalagið verður í Neskaupstaði vikuskiftið beint eftir Ólavsøku. Heitt verður tí á fólk um at leggja sær summarfrítíðina soleiðis til rættis, at møguligt er at koma við á hesa altíð frálíku og minniligu ferð. 

Áhugað kunnu venda sær til formannin í Sandavágs Ítróttarfelag, Einu Gudmundsen, at fáa nærri upplýsingar, skrivar heimasíðan hjá SÍF.


Oj barasta

Hún var merkilega þessi umræða sem var í Kastljósinu í kvöld. Stúlkan ráðin sem flugstjóri áður en hún fór í námið. Svona var og er einkavinavæðing sjálfstæðismanna og já hún nær til allra stjórnmálaflokkanna en íhaldið er sýnu verst. Hvernig á maður að vita eftir þessa uppljóstrun hvort flugmennirnir sem eru að fljúga okkur á milli staða innanlands eða utan séu með flugmannspróf? Hvort þeir eru bara ekki vinir, vina, vinanna sem eiga vini sem ráða? Eða hvort skipherrar Landhelgisgæslunnar eru með pungaprófið eða 100 tonna réttindin. Hvaða réttindi er forstjóri gæslunnar með? Hvaða leyfi hefur hann til slíkra gjörða?

Það eina sem hægt er að treysta á núna er sú mikla samkeppni sem er meðal flugmanna, þannig að ég treysti því að þeir sem hæfastir eru séu ráðnir. Nema einhvern þekki einhvern sem þekkir einhvern sem er vinur einhvers sem á vin og kýs rétt. Oj barasta.


Engin ný sannindi

Það eru engin ný sannindi að fingralöngum vegni betur, það hefur ekki verið sannað á vísindalegan hátt fyrr. Vísifingurinn á mér er átta sentímetrar en ekki veit ég hvort hann er normal, langur eða stuttur. Það skiptir svo sem engu máli vegna þessarar fréttar í Mbl. því rannsóknirnar ná aðeins til karlmanna. Þessa vegna er mér ofarlega í huga hvað vísifirngurinn á Bjarna heklara sé langur. Það þarf nefnilega svolítið langan vísifingur til að hekla vel, allavega lipran. Og ekki getur það verið slæmt að vera bæði með lipran og langan vísifingur.

Ruglið heldur áfram

Á sama tíma og skólamáltíðir eru innheimtar af hörku eftir því sem DV segir, greiða ríkisstarfsmenn kúk og kanil fyrir veislumáltíðir alla virka daga. Hvar er réttlætið?

Það eru börnin sem gjalda þessarar fjármálakreppu sem nú er. Ef það er satt að Intrum sé sigað á skólabörn er eitthvað mikið að.

Hjá Hagstofunni, svo dæmi sé tekið starfa um 120 manns, þessi stofnun er tekið þar sem þetta virðist vera eina ríkisstofnunin sem gefur upp fjölda starfsmanna og nöfn. Og þið getið rétt ímyndað ykkur raunkostnaðinn við hverja máltíð, svo ég tali nú ekki um ríkisspítalana sem er með um 6000 starfsmenn.

Ég gæti skilið hlunnindagreiðslur sem þessar ef þetta væri láglaunafólk samkvæmt skilningi mínum, og tek ég þá  atvinnuleysisbætur sem dæmi, en þó sumir hafi ofurlaun þá veit ég að aðrir hafa miklu minna.

Látið þá sem hafa launin greiða fyrir matinn sinn, gefið börnunum frítt að borða. Ekki láta börnin greiða fyrir máltíðir kennaranna, eða gjaldkerann fyrir mátíðir bankastjórans.


Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael strax

Það hlýtur að vera krafa hvers hugsandi manns að krefjast þess að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið. Það er það eina sem sýnir Ísraelsstjórn svart á hvítu að framkoma þeirra á Gaza sé óásættanleg. Íslensk kona sem býr í Jerúsalem, í um þriggja tíma akstursleið frá Gaza, segist varla hafa komist út úr húsi eftir að átökin á Gaza hófust í desember.

Hún segir að þegar fólk búi á meðal Palestínumanna þá sé auðvelt að átta sig á því hvers kyns kúgun Ísraelsmenn beiti þá. Þegar maður býr hérna Palestínumegin þá strax upplifir þú þig sem Palestínumann og þá strax sérðu í gegnum gyðingana. Það er auðvelt að sjá í gegnum gyðingana. Þegar að þú sérð hvernig þeir koma fram við Palestínumennina þá geturðu ekki annað en verið á móti þeim, segir hún.
Hún segir að Palestínumenn hafi þolað áratugalanga kúgun af hálfu Ísraelsmanna og heimurinn hafi alltaf horft í hina áttina. Nú sé heimurinn loksins farinn að átta sig á því sem sé að gerast. „Og það sem við vonum er að Ísland, íslenska ríkisstjórnin, hafi þann kjark og þor að sýna styrk sinn með því að mótmæla eins og ríkisstjórn Venesúela til dæmis. Við skorum á þá að gera það. Sýna sama hugrekki," segir hún.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband