Færsluflokkur: Bloggar

Mínir menn!

Það var yndislegur leikurinn milli appelsínugulra og blárra í gær og auðvitað unnu mínir menn. Vonandi vinna hinir mennirnir mínir, KFF. í dag fyrir norðan. Skrapp í golf síðdegis í gær þegar utan-næðan lét undan. Var að prófa nýju kylfurnar mínar og var spenntust fyrir fokdýra drævernum sem ég keypti. Ég held að ég haldi mig við þann gamla sem kostaði meira en helmingi minna en þessi nýji! Ætla á golfvöllinn eftir hádegi, vonandi gengur mér betur en í gær og svo í afmæliskaffi til Úrsúlu seinni partinn.

Vantar hillupláss!

Það hefur væntanlega þurft mikið hillupláss undir heilu heiðina. Það má kannski þakka fyrir að flugvöllurinn var ekki kominn þangað líka - það er að segja á teikniborðorðið!
mbl.is Hólmsheiði lögð á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir kostnaðarverði og mismunun Símans

Tilboð í hafnargerð á Suðurlandi er aðeins 60% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Talið er að ríkið spari sér þarna um tvo milljarða króna. Ef ríkisvaldið ræðst í mannaflsfrekar framkvæmdir má draga úr yfirvofandi samdrætti að mati verkalýðshreyfingarinnar. Stjórnin hlýtur að flýta ýmsum fyrirhuguðum framkvæmdum og er mér þá efst í huga fyrirhuguð jarðgöng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Ég hef frá fyrstu hendi að fyrsta sprengingin í þessum göngum verði 1. júní á næsta ári en verkið verði boðið út í byrjun næsta árs. Það er kannski hægt að flýta þeim framkvæmdum mikið en það er hægt að tryggja að áætlun standist.

 

Ég er einn þeirra viðskiptavina Símana sem furða mig á því að GSM notendur með fasta áskrift hjá Símanum geta ekki hringt frítt í einn eða neinn, en ef ég kaupi Frelsi þá get ég hringt frítt í þrjá. Ég hefði haldið að það væri hagur Símans að hafa fasta áskrifendur og gera þá jafn vel við þá og hina sem kaupa sér inneign fyrir einhverjar krónur einu sinni í mánuði eða oftar. Verði ekki breyting á þessu skipti ég um þjónustu enda er Síminn ekki að veita neina þjónustu sem hin símafyrirtækin gera ekki., og hana sambærilega. Síminn er að refsa mér og fleiri viðskiptavinum, allavega að mismuna mér.


Tíu fingur upp til...

Ég læt mig ekki dreyma um að sjá íslenska knattspyrnumenn lyfta tíu fingrum til Guðs og þakka honum þegar þeir hafa skorað. Raunar rétta þeir sem ég horfi á í EM ekki nema tvo fingur, vísifingrum, og af því að ég kann ekki varalestur þá ímynda ég mér að þeir séu líka að fara með bænir þegar þeir bæra varirnar svona ótt og títt. Ég hef verið að láta mér detta í hug að þetta væri kannski ágætis siður fyrir íslenska knattspyrnu landsliðið að taka upp. Miðað við tilburði margra erlendra knattspyrnumanna þá svínvirkar þetta. En þetta er sennilega bara eitthvað sem fylgir trúnni þeirra og af henni eigum við lítið. En það má reyna þetta. Ég er viss um að einhver prestur er tilbúinn að hjálpa til. Og ég legg til að okkar menn rétti alla tíu fingurna upp til...

 

Ég hélt fyrir EM að Hollendingar yrðu EM meistarar, en þar áður hélt ég að Króatar yrðu það. Nú get ég ekki gert upp á mill þessara liða og held því með báðum þar til línur skýrast. Það væri ánægjulegt ef þær þjóðir sem hafa gert opinbert tilkall til sigurs á EM, ítalir, frakkar og þá þjóðverjar sérstaklega, yrðu ekki Evrópumeistarar.

 

Íslenska landsliðið í handbolta á erfiðan leik fyrir höndum við Makedóníu á sunnudaginn. Líkur fyrir sigri eru sáralitlar eða nánast engar og yrði það þá í fyrsta skipti í langan tíma sem við tökum ekki þátt í Heimsmeistarakeppninni – en við förum á OL. Fyrirliði íslenska landsliðsins, eða var það þjálfarinn, sagði að það þyrfti kraftaverk til að vinna Makedónana, þau gerast ekki oft kraftaverkin, en þau gerast. Hugsum vel til strákanna á sunnudaginn.


Hvaða vitleysa

Á nú að fara að taka þetta frá okkur líka? Var það þessi blindi sem framkvæmdi könnunina?
mbl.is Fegurstu konurnar ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver ertu?

Þar sem ég hef svo hrikalega mikið gaman af því að svara spurningalistum þá læt ég þetta flakka en ég stal þessu af síðu Önnu Karenar.

 

1.ERTU SKÍRÐ/UR Í HÖFUÐIÐ Á EINHVERJUM ?

            Látinni systur og móðurbróður 

2. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST AÐ GRÁTA ?

            Vorkenndi mér hrikalega á Spáni

3. FINNST ÞÉR ÞÚ SKRIFA VEL ?

            Já, mjög vel

5. ÁTTU BÖRN ? EF JÁ HVE MÖRG ?

            Já, tvö

6. EF ÞÚ VÆRIR EINHVER ANNAR EN ÞÚ ERT,VÆRIRÐU VINUR ÞINN ? 

            Tvímælalaust

7. NOTARÐU KALDHÆÐNI MIKIÐ ? 

            Já, því miður stundum

8. FÆRIRÐU Í TEYGJUSTÖKK ? 

            Nei

9. HVAÐA MORGUNMATUR ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ?

            Cadbury, Dairy milk, fruit & nut

10. REIMARÐU FRÁ ÞEGAR ÞÚ FERÐ ÚR SKÓNUM ?

           

11. TELURÐU ÞIG ANDLEGA STERKAN ?

           

12. HVERNIG ÍS ER Í UPPÁHALDI HJÁ ÞÉR ? 

            Ísinn sem ég bý til fyrir jólin

16. HVAÐA MANNESKJU SAKNAR ÞÚ MEST ? 

            Mömmu

17. VILTU AÐ ALLIR SEM LESA ÞETTA SVARI ÞESSUM LISTA ?

            Nei

18. HVAÐA LIT AF BUXUM OG SKÓM ERTU Í NÚNA ?

            Bláum gallabuxum og svörtum sandölum

21. EF ÞÚ VÆRIR LITUR, HVAÐA LITUR VÆRIR ÞÚ ?

            Blár

22. HVAÐA LYKT FINNST ÞÉR BEST ? 

            Ungbarnalykt

23. VIÐ HVERN TALAÐIRÐU SÍÐAST Í SÍMA ? 

            Ríkey systir

24. LÍKAR ÞÉR VEL VIÐ ÞÁ MANNESKJU SEM SENDI ÞÉR ÞESSAR SPURNINGAR? 

            Ég stal þeim en líkar vel við menneskjuna sem ég stal þeim frá

25. UPPÁHALDSÍÞRÓTT SEM ÞÚ HORFIR Á ?

Handbolti

26. ÞINN HÁRALITUR ? 

            Ljós, fer gránandi

27. AUGNLITUR ÞINN ?

            Blár

28. NOTARÐU LINSUR ? 

            Nei

29. UPPÁHALDSMATUR ?

            Hvílauksmarineraður grillaður humar

30. HRYLLINGSMYND EÐA GÓÐUR ENDIR?

            Hvorugt

31. SÍÐASTA BÍÓMYND SEM ÞÚ SÁST Í BÍÓ ? 

            Over her dead body

32. KNÚS OG KOSSAR EÐA LENGRA Á FYRSTA DEITI ? 

            Hæ, hæ, fer eftir hver á í hlut

33. UPPÁHALDS EFTIRRÉTTUR ?

            Ís, ís, ís

34. HVER ER LÍKLEGASTUR TIL AÐ SVARA ÞESSU OG BIRTA ?

            Hef ekki hugmynd um það

35. HVER ER ÓLÍKLEGASTUR ? 

            Sama og að ofan

36. HVAÐA BÓK ERTU AÐ LESA ? 

            Jaðiaugað eftir Diane Wei Liang

37. HVAÐA MYND ER Á MÚSAMOTTUNNI ÞINNI ? 

            Engin

38. Á HVAÐ HORFÐIRÐU Í SJÓNVARPINU Í GÆR ?

            Njósnadeildina

39. ROLLING STONES EÐA BÍTLARNIR ?

            Bítlarnir og Rolling stones

40. HVAÐ ER ÞAÐ LENGSTA SEM ÞÚ HEFUR FARIÐ FRÁ ÍSLANDI ?

            Til Mexíkó – held ég

41. HVERJIR ERU ÞÍNIR HELSTU EIGINLEIKAR ?

            Traust og áreiðanleg

42. HVAR FÆDDISTU ?

            Í Neskaupstað

43. SVÖR FRÁ HVERJUM ERTU SPENNTUST/SPENNTASTUR AРSJÁ ?

            Hillary Clinton

Þú mátt senda svörin á elmag@simnet.is


Mætum orkukreppunni - aukum aðgang að sólinni

Ég er sammála áskorun Seyðfirðinga til ríkisstjórnarinnar að klukkan verði færð fram um eina klukkustund frá miðtíma Greenwich yfir sumarmánuðina. Seyðfirðingar bera þessa tillögu fram af aðallega tveimur af ástæðum. Þeir vilja meiri birtu, en þeir búa við, sólarleysi nær þriðjung ársins og sólsetur alltof snemma yfir sumarmánuðina. Í áskorun þeirra segir ennfremur að þeir séu sannfærðir um að þessi tilhögun muni auka á lífsgæði allra landsmanna, þó mest þeirra sem búa eins og Seyðfirðingar. Og rúsínan í pylsuenda áskorunarinnar  er að með þessu sé hægt að mæta orkukreppunni með auknum aðgangi að sólinni.

 

Mér finnst að allir landsmenn ættu að taka undir þessa áskorun allavega þeir sem búa í faðmi fjalla hárra. Austfirðingar og Vestfirðingar hljóta að taka þessari áskorun fagnandi sem og bændur og búalið en margoft hefur verið bent á þann sparnað sem fæst með lengri degi.


Rice má eiga sig

Væri ekki eðliegra að Mogginn drægi taum okkar fólks í þessu máli? Hélt kannski að með nýjum ritstjóra drægi úr þessu gengdarlausa kanadekri. Það má ríkja fjandskapur milli utanríkisráðherranna mín vegna, hefði viljað að tekið hefði verið á málefnum Palestínumanna í viðræðunum við Rice.
mbl.is „Faux pas" í samskiptum við Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heima er best

Ég ætlaðu aldrei að hafa mig á fætur í morgun. Vel sofin í eigin rúmi. Það er ekki það að það hafi farið illa um mig, hvorki á Spáni eða hjá Camillu og Jóhanni, það er bara alltaf best heima – eða þannig sko.

Var komin heim fyrir kvöldmat í gærkvöldi Fékk far með Miglenu og Apostalo frá Egilsstöðum, engin rúta. Það er alveg furðulegt að Austfjarðaleið sem hefur einkaleyfi á þessari leið skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera með daglegar ferðir. En það er með þetta eins og einokunina, menn gera bara það sem þeim sýnist og sem þeir græða best á!

Er að hella mér í diskaverkefnið. Spennandi að sjá hvernig til tekst. Gerði svolítið í málinu úti á Spáni og nú þarf ég að ná í forsprakka kórsins og sýna þeim hvað er komið og hvernig best er að haga framhaldinu. En fyrst ætla ég að setja í gang prentun á aðgöngumiðum á bikarleik KFF og FH sem verður eftir 10 daga, á sjálfan kvenréttindadaginn.

Það tókst ekki sem ég ætlaði mér að taka sólina með mér en hún hlýtur að fara að láta sjá sig. En eitt er víst að það hverfur ekki snjór úr fjöllunum hérna í kring í sumar. Það get ég bókað!

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband