Einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn

Hvet ykkur til að lesa leiðara DV þar sem fjallað er um mál málanna.

"Við vitum hvar Bjarni Benediktsson, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var. Bjarni, nú formaður flokksins, virðist hafa leikið lykilhlutverk í því að koma fjármunum frá bótasjóði Sjóvár yfir í Morgan Stanley, sem Milestone-menn urðu að borga til að missa ekki allt sitt. Sjóvá tapaði milljörðum vegna Vafnings, félags Bjarna Ben og ættingja, og reikningurinn var sendur til almennings.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var líka á vettvangi. Hún var í fylkingarbrjósti með ríkisstjórninni að villa um fyrir þeim sem þótti aðstæður í efnahagslífinu grunsamlegar á tímum ránsins. Eflaust í þeirri trú að ræningjarnir væru björgunarmenn sem þyrftu skjól og vinnufrið. Þess ber að geta að maðurinn hennar hafði fengið 900 milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi.

Forsætisráðherrann Geir Haarde fór ekki fram hjá neinum, þar sem hann tróð ofan í kokið á þjóðinni og heiminum mánuðum saman að allt væri í lagi meðan ránið var framið. Seðlabankastjórinn þekkti stöðuna líka vel. Hann skrifaði minnisblað og hélt leynifundi með Geir".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 160349

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband