30.5.2010 | 11:46
Að sætta sig við tapið eða ljúga sig út úr því!
Meirihluti sjálfstæðismanna og framsóknarmanna í Reykjavík kolféll. Hið sama má segja um meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri. Þá féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í Kópavogi. Einnig féll meirihluti Sjálfstæðisflokksins á Akranesi.
Þrátt fyrir þetta hefur enginn tapað í þessum sveitarstjórnarkosningum. Er það ekki alveg makalaust? Það hefur aldrei fyrr verið talað eins niður til kjósenda og nú. Það er erfitt að viðurkenna það en Ögmundur Jónasson er eini pólitíkusinn sem viðurkennir staðreyndirnar.
Fjarðalistinn tapar forystuhlutverki sínu í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkurinn er ótvíræður sigurvegari í Fjarðabygg. Hann er nær því að ná hreinum meirihluta en Fjarðalistinn að ná fjórða manni. Hvað gerðist?Mín skoðun er sú að það hafi einkum þrennt stuðlað að tapi Fjarðalistans - sem sumir segja að sé ekki tap! Í fyrsta lagi er nær óþekkt fólk og óvant sveitarstjórnarstörfum í fjórum efstu sætum Fjarðalistans. Í öðru lagi vilja fjarðarbúar hafa kvótakerfið áfram og í þriðja lagi, Fjarðalistafólkið vann ekki heimavinnuna sína.Kannski eru þetta fulleinfaldar skýringar. En í tali manna á milli undanfarnar vikur hefur berlega komið í ljós að þeir sem stýra sjávarútvegsfyrirtækjunum í Fjarðabyggð, vilja kvótakerfið áfram. Hræðsluáróðri hefur verið beitt gegn sjómönnum og gefið í skyn að kjósi þeir ekki Sjálfstæðisflokkinn sé voðinn vís. Atvinnuleysi og óöryggi blasi við. Þetta get ég þó ekki staðfest, en hef heyrt men segja, menn sem hafa kosið til vinstri í áratugi, mínir hagsmunir liggja hjá þessu fyrirtæki og því kýs ég Sjálfstæðisflokkinn.Að halda því staðfastlega fram að nýliðunin á Fjarðalistanum sé af hinu góða hefur sannað að það er ekki rétt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 200 atkvæðum meira en Fjarðalistinn og fjórði maður á L listanum var aldrei í sjónmáli. Þó fréttaskýrendur segi okkur að meirihlutinn haldi, þá eiga flokkarnir eftir að koma sé saman. Fyrst B og L lýstu því ekki yfir fyrir kosningarnar að samstarfi þeirra yrði fram haldið fengju þeir umboð til þess þá er það ekki í hendi.Að vinna ekki heimavinnuna sína er eins og að lesa ekki undir próf, ef þú lest ekki þá nærðu ekki prófinu. Enn í dag er það bjargföst skoðun mín að í litlum sveitarfélögum er maður á mann aðferðin sú eina sem virkar. Er handviss um að henna hafa Sjálfstæðismenn í Fjarðabyggð beitt. Til hamingju Jens Garðar og félagar.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mín skoðun er einföld það er ekki rétt hlutfall af gömlum refum og nýliðum í þessari pólitík hér frekar en víða annarsstaðar.
Sé það rétt að kjörsókn sé aðeins 73% þá finnst mér það sorglega fátt því ég veit að fólk hefur skoðanir nú sem aldrei fyrr en samt eiginlega ekki fundið samhljóm með þeim í neinum af þessum flokkum. Ég veit ekki hvað mér finnst um niðurstöður kosninganna, nú verður maður bara að bíða og sjá hvað setur hverjir ná saman og hvað gerist næstu 4 árin.
Áslaug (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 13:27
Er talað um að leggja kvótakerfið niður í Fjarðabyggð? Ég hélt að Austfirðingar veiddu úr sama kvóta og aðrir Íslendingar. Ekki hef ég heyrt neinar hugmyndir um það af hálfu ríkisvaldsins að kvótakerfið verði lagt niður. Eingöngu það að brask með óveiddan fisk verði lagt af í áföngum og þess í stað greiði útgerðir hóflegt leigugjald fyrir aflaheimildir í þessu kvótakerfi til ríkisins í stað svokallaðra "kvótaeigenda," sem samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða eiga ekki meira í fiskinum í sjónum en aðrir landsmenn.
Haraldur Bjarnason, 2.6.2010 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.