Ísland er land þitt

Það eru ekki svo ýkja mörg ár síðan þjóðhátíðardagurinn okkar var lögskipaður frídagur. Aftur á móti voru ýmsir tyllidagar þjóðkirkjunnar það. Mér hefur alltaf fundist að við gerðum of lítið úr sjálfstæði okkar og höfum ekki haldið upp á daginn sem skyldi. Það er að vísu alltaf sýnt í sjónvarpinu, síðan það kom, þegar lagðir eru blómsveigar að styttu Jóns Sigurðssonar, en það eru ekki allir svo heppnir að hafa styttu af honum!

Takandi þátt í skipulagningu 17. júní  hátíðarhalda um árabil minnist ég þess helst hvað erfitt var að fá fólk til að gera eitt eða annað. Enda var það svo að hátíðarhöldin einkenndust af kappleikjum í íþróttum nema þegar um sérstakar hátíðir væru að ræða. En hafi það verið slæmt þá er það helmingi verra hér í bæ í dag. Æ færri draga fána að húni og í fyrra var ekki einu sinni flaggað á opinberum byggingum sveitarfélagsins, veit ekki hvort það er núna. Sveitarfélagið að vísu orðið stærra og fjölmennara og þá eru hátíðarhöldin höfð miðsvæðis, eins og allir sem vettlingi geta valdið eigi heimangengt þangað.

Við höfðum þann sið að skrúðgangan gekk alltaf meðfram sjúkrahúsinu, en þar var elliheimili á efstu hæðinni og lúðrasveitin lék fyrir heimilisfólkið, en svo lagðist þetta af þegar lúðrasveitin lagði upp laupana. Kannski er þetta einhverskonar fortíðarhyggja í mér og það verður þá bara að hafa það.

Þetta leiðir hugann að þjóðsöngnum okkar. Mér finnst hann fallegastur allra þjóðsöngva en hann er lofsöngur. Það er erfitt að syngja hann og ekki margir kunna hanna. Þegar hann er sunginn opinberlega í upphafi landsleikja svo dæmi sé tekið þá bæra íslensku leikmennirnir varirnar en andstæðingarnir syngja fullum hálsi. Það hefur oft komið til tals að skipta um þjóðsöng. Það finnst mér ekki koma til greina en það mætti vera með annað lag sem sungið væri við þau tilfelli sem ég nefndi hér að framan. Vinur minn og íþróttafrömuður Stefán Þorleifsson sem er að verða 92 ára vill að við höfum Ég vil elska mitt land sem þjóðsöng. Sjálf vildi ég frekar hafa Ísland er land þitt.

Í fyrstu keppnisferð minni til Færeyja fannst okkur vanta eitthvað til að syngja og efla liðsandann. Við kyrjuðum öll sem við gátum Öxar við ána og unnum flesta leiki!

Til hamingju með daginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir pistilinn!

Edda Agnarsdóttir, 17.6.2008 kl. 23:20

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo hefur nú þjóðhátíðardagurinn alltaf fallið í skuggan fyrir sjómannadeginum á Norðfirði, Elma.

Haraldur Bjarnason, 18.6.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Edda. Já það er rétt Halli, nema í undantekningatilfellum. Sennilega eru hátíðarhöld sjómannadagsins óvíða eins mikil og hérna heima.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.6.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 160439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband