14.7.2008 | 10:08
Fyrir 40 árum
Í dag eru liðin 40 ár frá því að mitt lið, UÍA, varð Landsmótsmeistari í handbolta. 13. Landsmót UMFÍ var haldið að Eiðum 13. og 14. júlí 1968. Ég var í landsmótsnefnd sem undirbjó þennan atburð og raunar fyrsta konan sem tók sæti í landsmótsnefnd. Undirbúningskeppni í boltaíþróttum fór fram hér eystra og eins fóru liðin norður í land og kepptu önnur lið sem vildu vinna sér keppnisrétt á mótinu. Úrslitin í undankeppninni í handbolta kvenna réðust á malarvellinum í Neskaupstað þegar við unnum HSÞ en það lið var skipað stelpum úr Völsungi. Þessi úrslitaleikur var dramatískur. Norðanstelpurnar komu syngjandi Brúðarmarsinn inn á völlinn. Svo sigurvissar að það hálfa hefði verið nóg. Við skjálfandi á beinunum af hræðslu við þessar Valkyrjur. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda, Jafnt var á flestum tölum og þegar nokkrar sekúndur voru eftir fengum við víti. Ég fór á vítapunktinn skjálfandi á beinunum, hafði eytt allri minni orku í þann leiktíma sem liðinn var. Einn besti markvörður landsins stóð fyrir framan mig og ég hafði ekki kraft í fast skot svo ég vippaði boltanum yfir hana og það var mark. Norðanstelpurnar fóru grátandi af velli en við fögnuðum ákaft.
Á Eiðum fór það svo að við urðum Landsmótsmeistarar nánast á jafn dramatískan hátt og við komumst í úrslitin. Þrjú lið kepptu um titilinn, UÍA, UMSK og UMSE. Það fór svo að markahlutfall réði úrslitum því öll liðin unnu einn leik og töpuðu neinum.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hefði varið þetta laflausa vipp þitt Elma!!!
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 02:15
Ætli það ekki, þú ert að minnsta kosti 20 cm. hærri en markvörðurinn! En þá hefði ég skotið á milli fóta þér - neðarlega!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 08:44
Eftir því sem þú segir þá varstu búin að eyða allri þinni orku svo spurningin er hvort þú hefðir nokkuð meikað það að skjota?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.