Fyrir 40 árum

Í dag eru liðin 40 ár frá því að mitt lið, UÍA,  varð Landsmótsmeistari í handbolta. 13. Landsmót UMFÍ var haldið að Eiðum 13. og 14. júlí 1968. Ég var í landsmótsnefnd sem undirbjó þennan atburð og raunar fyrsta konan sem tók sæti í landsmótsnefnd. Undirbúningskeppni í boltaíþróttum fór fram hér eystra og eins fóru liðin norður í land og kepptu önnur lið sem vildu vinna sér keppnisrétt á mótinu. Úrslitin í undankeppninni í handbolta kvenna réðust á malarvellinum í Neskaupstað þegar við unnum  HSÞ en það lið var skipað stelpum úr Völsungi. Þessi úrslitaleikur var dramatískur. Norðanstelpurnar komu syngjandi Brúðarmarsinn inn á völlinn. Svo sigurvissar að það hálfa hefði verið nóg. Við skjálfandi á beinunum af hræðslu við þessar Valkyrjur. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda, Jafnt var á flestum tölum og þegar nokkrar sekúndur voru eftir fengum við víti. Ég fór á vítapunktinn skjálfandi á beinunum, hafði eytt allri minni orku í þann leiktíma sem liðinn var. Einn besti markvörður landsins stóð fyrir framan mig og ég hafði ekki kraft í fast skot svo ég vippaði boltanum yfir hana – og það var mark. Norðanstelpurnar fóru grátandi af velli en við fögnuðum ákaft.

Á Eiðum fór það svo að við urðum Landsmótsmeistarar nánast á jafn dramatískan hátt og við komumst í úrslitin. Þrjú lið kepptu um titilinn, UÍA, UMSK og UMSE. Það fór svo að markahlutfall réði úrslitum því öll liðin unnu einn leik og töpuðu neinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hefði varið þetta laflausa vipp þitt Elma!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 02:15

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ætli það ekki, þú ert að minnsta kosti 20 cm. hærri en markvörðurinn! En þá hefði ég skotið á milli fóta þér - neðarlega!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.7.2008 kl. 08:44

3 identicon

Eftir því sem þú segir þá varstu búin að eyða allri þinni orku svo spurningin er hvort þú hefðir nokkuð meikað það að skjota?

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 160433

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband