Steinum kastað úr glerhúsi

"Ef ég væri venjulegur maður á landsbyggðinni..." segir Bubbi orðrétt. Fyrir mér hefur Bubbi alltaf verið venjulgur maður sem hér á árum áðum vann öll hefðbundin verkamannastörf. Hann er góður tónlistarmaður og eftir að hann hætti í "ruglinu" hefur hann komist í álnir enda lunkinn við að markaðssetja sig.  En Bubbi hefur ekki frekar en Björk eða Sigurrós, haldið tónleika gegn fátækt. Ég met það samt við hann að hann skuili viðurkenna þörfina á nýjum atvinnugreinum á landsbyggðinni - þó að þau tengist álveri.
mbl.is Björk ætti frekar að syngja gegn fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að markmiðið með þessum ummælum var að benda á þá atvinnuþörf sem landsbyggðin er að kljást við. Fólk mótmælir virkjunum og álverum, en kemur ekki með haldbærar hugmyndir í staðinn. Einhvernveginn verður fólk á landsbyggðinni að lifa af.

En ég skil punktinn hjá þér. Bubbi er vinsælli á Íslandi en Björk og Sigurrós samanlagt. Hann ætti sjálfssagt að láta það ógert að krítisera framlag annara listamanna ef hann hefur ekki gert neitt sjálfur.

linda (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Linda það er rétt það mótmælir og segir "bara eitthvað annað". Þingmaður VG á Austurlandi benti á að hægt væri að stofna bakarí. Það var eitt á Héraði sem stóð á brauðfótum í þess orðs fyllst merkingu. Þingmaðurinn var líka á móti laxeldi í Mjóafirði. Ég held að það hafi allir átt að fara á fjöll, tína hreindýramosa og fjallagrös.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 11:47

3 identicon

Það er ekki atvinnuleysi á Húsavík, það er ekki atvinnuleysi í Reykjanesbæ, til hvers þá að vera byggja álver? Til hvers að vera selja raforku fyrir skít og ekki neitt á sama tíma og raforkuverð fer hækkandi í heiminum og með því að bíða getum við fengið enn hærra verð fyrir orkuna og þá kannski í eitthvað annað en frumvinnsluatvinnugrein. Mér finnst þetta skammsýni að einblína svona á álver og sjá ekkert annað. Ok ég er ekki með neina patent lausn hvað ætti að koma í staðin en á meðan ekkert atvinnuleysi er þá getum við alveg leyft okkur að vera vandlát í vali og þá líka vera ekki að setja öll eggin í einu og sömu körfuna. Því með því að velja bara einn atvinnuveg eins og álið, getur verið varhugavert. Hvað ef koltrefjar leysa álið af höndum. Þá hrinur álverðið niður og verksmiðjurnar loka. Hvað þá? Nei þetta er skammsýni og ekkert annað.

Valsól (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 12:31

4 identicon

Valsól, það er eitt að virkja, það er annað að byggja álver. Svo er allt annað að selja afurðina frá virkjunum á spottprís til álvera. Ég er sammála því að þær virkjanir sem eru byggðar eigi að nýta afurðina svo að allir hafi gott af, ekki bara álverin.

Linda (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 14:37

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Spurning um álver eða ekki álver. Eigum við ekki að nýta kosti landsins til hlýtar án þess að ganga á það? Vissulega verðum við að stíga varlega til jarðar í þessum efnum, og hafa auðlindir sjávar sem slæmt fordæmi. Þær færði Halldór Ásgrímsson fáum útvöldum á silfurfati. Vissulega mætti raforkuverð til stórfyrirtækja vera hærra, það er engin spurning. En ef ekki væri virkjað hvaðan kæmu þá tekjurnar?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 160351

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband