Íslendingar keypa nú laks úr Føroyum

Samherji hevur havt aling á Mjóafirði á Eysturlandinum Eftir at íslendska alivinnan er minkað nógv, eru íslendingar farnir at flyta inn laks úr Føroyum. Íslendska kringvarpið sigur, at seinastu fimm mánaðirnar eru 100 tons av laksi innflutt úr Føroyum. Nakað fer beint í handlarnar og hitt roykja íslendingar og útflyta síðani aftur.

Íslendska alivinnan er næstan farin fyri bakka og nú eru bara tríggir alarar eftir, skrivar uf.fo.

Laxeldi var eitt af því sem átti að bjarga fyrirtækjum. En allir vita hvernig fór. Talað er um að það sé meðal annars háu raforkuverði að kenna. Það erhluti skýringarinnar, en staðreyndin er sú að vaxtarhraði eldisfisks er mun hægari hér á landi en t.d. í Færeyjum og Noregi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

´  

Færeyingarnir eru og hafa alltaf verið snjallari en íslendingurinn (allavega miðað við mannfjölda).  Þeir voru t.d., komnir með skuttogara mörgum árum áður en Íslensingarnir "fundu upp" skuttogara, fyrstir manna - að eigin áliti.  Svo kunna þeir á laxeldi sem klúðrast í höndunum á okkur.

Alltaf gaman að lesa færeyskar fréttir.  Ótrúlegt hvað maður getur skilið mikið ef maður leggur sig fram.  Það er bara þetta með framburðinn.  Svo eru þeir trygglyndustu og bestu frændurnir sem við eigum.

Svo eru Íslendingar og Færeyingar sammála í mörgum málum....  Einu sinni fyrir nokkrum árum þá var ég í Færeyjum að hitta vin minn sem hafði verið í viðskiptum við mig í fóðurkaupum.  Hann bauð mér heim í mat - dýrindis veislu að þeirra hætti - og í hvert sinni sem við skáluðum í ákavíti, þá var viðkvæðið: "Skál og helvítis Normannarna!"

Kveðja, Björn bóndi.

´

Sigurbjörn Friðriksson, 19.7.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Mæltu heilastur, Færeyingar eru yndislegt fólk. Mín kynni af þeim hafa staðið yfir í 40 ár. Eins og þú segir þá eru þeir einstaklega trygglyndir og frændræknir. Það er ekkert mál að skilja færeyskuna enda er bæði íslenskan og færeyskan af sama meiði.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.7.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 160352

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband