20.7.2008 | 09:22
Bjarnarganga á Vesfjörðum
Það er náttúrulega dauðans alvara ef ísbirnir eru að þvælast á slóðum ferðamanna. Munið þið að fyrir nokkrum dögum þurfti leiðsögumaður að skjóta ísbjörn á Grænlandi sem var að abbast upp á ferðamenn. Allt tal um að þriðji ísbjörninn hafi verið skotinn og grafinn án þess að gera það opinbert er náttúrulega bara þvæla. Ég trúi alveg að ferðamennirnir telji sig hafa séð ísbirni og að leita að þeim úr lofti er eins og að leita að saumnál í heystakki. Kannski jarðarför þess þriðja hafi farið fram í kyrrþey?
Engir ísbirnir fundust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér, það er dauðans alvara. Þetta er mikið ævintýri fyrir göngufólk en rándýrt fyrir samfélagið.
Takk fyrir innlitið og kveðjuna á bloggið mitt Hulda Elma.
Edda Agnarsdóttir, 20.7.2008 kl. 12:32
Lélegt skygni eða þoka geta vel breytt álft, ljósu grjóti, smáskafli, hrossi eða rollu í ísbjörn svo og einnig mikið tal um hvítabirni, en fjandakornið að það sé nokkur bangsi á ferðinni þarna á Hornströndum, það væri löngu búið að uppgötva veru hans þar, svæðið er eins og útihátið á þessum árstíma. Göngumenn á ferðinni þvers og kruss, upp og niður, gónandi í allar áttir með sjónaukum og ofursterkum myndavélalinsum. Það er auðvitað meira spennandi að vera á svæði þar sem búast má við ísbirni úr næstu laut.
Annars allt gott að frétta af Vestfjörðum og trúðu mér, þú Elma mín ert of glæsileg til að vinna í búð þó það sé bæði göfugt og gott starf, starf sem hæfir þínu útliti er keisaraynja eða drottning en svoleiðis störf liggja víst ekki á lausu.
kveðja Rögnv.
Rögnvaldur (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 17:17
Þetta er ekki amalegt komment Röggi minn, sjálfur ertu sætur og æðislegt að frétta af þér.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 20.7.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.