Hentu krakkanum út – hann þarf að skíta

Þetta er svo sem ekki geðsleg fyrirsögn, en ef þú skiptir út orðinu krakkanum og setur hundinum í staðinn þá skýrist málið. Hundahald á landinu er farið úr böndum. Maður sér varla kerlingu á ferð án hunds, kjölturakka eða aðrar gerðir. Já konur frekar en karla. Enginn virðist vera maður með mönnum án þess að eiga hund. Nú má af skrifum mínum ráða að ég sé hundahatari, svo er ekki. Ég held að flestir hundaeigendur fari að lögum og reglum, en því miður eru það þeir, sem það gera ekki, sem koma óorði á alla hundaeigendur.

Ég hef heyrt fólk segja; þetta er eins og barnið mitt og er þá að lýsa hundinum sínum. En myndi maður henda barninu sínu út til að skíta? Þetta gera margir eigendur við hunda sína. Það þarf varla að taka fram að þeir þrífa sjaldnast upp eftir þá.

Þeir eru látnir skíta í fólkvöngunum og í almenningsgörðum svo maður tali ekki um á gangstéttirnar. Á vinsælli gönguleið, svonefndum Seldalsafleggjara hér í bæ, er vinsælt að fara með hunda. Þar skíta þeir og sumir eigendur hirða upp eftir þá – en henda svo pokunum út fyrir vegkantinn. Þetta geta allir séð sem þarna fá sér göngutúr.

Eftirliti með hundahaldi er stórlega ábótavant. Ég efast um að allir þeir hundar sem eru hér í bæ séu skráðir og eigendurnir greiði af þeim lögboðin gjöld. Til hvers að vera að setja reglur um hunda- og kattahald ef þeim er ekki fylgt eftir? Þá er betra heima setið en af stað farið.

Og nú verður allt vitlaust!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sko allveg sammála þér Elma.Segi bara eins og hann Kiddi vinur okkar í Dagsbrún þegar hundar gelta að honum: "ÞEGIÐU HELV...FÁRÁÐURINN ÞINN." Hef aldrig skilið þetta með fólk sem heldur hunda,þykir voða flott að hafa þetta sem stofudjásn,liggjandi í einhverri körfu í stofunni.Held nú að það myndu nú ekki allir þora að hafa krókódíl sem gæludýr eins og hann Ágúst Kára vinur minn átti hér í eina tíð.En að er nú önnur saga.Sama er mér Elma þó einhverjir verða vitlausir!!!  Þeir um það.voffvoff.....voff!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 03:42

2 identicon

Já ég er sko alveg sammála þér með þessa blessuð hunda! Sumir hundaeigendur líta á þessi grey sem börnin sín, en öllu má nú nafni gefa! Fór í RL búiðina og þar sá ég tvæ konur með svona litla töskuhunda - og mér brá bara og spurði afgreiðsludömuna hvort það mætti koma með hunda hérna inn og hún svarði því játandi, svona litla .... common en hvað með þá sem eru með ofnæmi fyrir hundum, eiga þeir bara hætta að koma hingað - hún virtist ekki alveg vita hverju hún ætti að svara þá... Þetta land er bara allt að fara í hundana

Camilla (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 12:41

3 identicon

Vona bara að Tryggvi Þór reddi þessu áður en landið allt fer í hundana Camilla,það verður hvergi hægt að stíga niður fæti fyrir þessum dýrum!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 160436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband