Margra mánaða bið...

Unnið er að því að setja upp nýjar vefmyndavélar við hafnirnar í Fjarðabyggð. Þessi tilkynning hefur verið á heimasíðu Fjarðabyggðar um nokkurra mánaða skeið. Ég veit ekki fyrir víst hvað lengi – en lengi. Vefmyndavélar fást í nánast öllum verslunum sem selja tölvur og myndavélar og eflaust fleiri verslunum. Hvað dvelur Orminn langa?

Það er ekki bara ég sem vil sjá hvernig veður er í þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar, það eru fjölmargir brott fluttir af öllu svæðinu sem vilja skoða myndirnar. Ég vil benda þeim sem eiga að sjá um þessa hluti að það er algjörlega óforsvaranlegt að beina myndavélinni í Neskaupstað yfir hafnarsvæðið. Sú vél er raunar í eigu Síldarvinnslunnar hf. og sýnir athafnasvæði þess fyrirtækis, en ég vil fá að sjá yfir bæinn og það vilja fleiri.

Ef þið hafið ekki tíma eða vilja til að ganga í þetta auðleysanlega verk, þá skal ég taka það að mér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Elma.Ég er sammála þér með þetta,margir brottfluttir Nobbarar hafa verið að spyrja mig út í þetta.Það ætti nú ekki að vera mikið verk að koma einni vél fyrir uppi á mjöltönkum Síldarvinnslunar sem sýnir þá fjörðin fagra og bæinn.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 160436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband