Ég mótmæli

Í vetur var ákveðið að efna til kjörorðaleitar fyrir firðina sex í Fjarðabyggð. Markmiðið með kjörorðum fyrir hvern stað fyrir sig er að varðveita einkenni og minna á sögu staðanna í Fjarðabyggð. Kjörorðin Þú ert á góðum stað verða notuð áfram fyrir Fjarðabyggð í heild. Leitin fór þannig fram að auglýst var eftir kjörorðum á íbúafundum í janúar og febrúar og á heimsíðu Fjarðabyggðar www.fjarðabyggð.is. Alls bárust 70 tillögur að kjörorðum og voru eftirfarandi tillögur samþykktar á bæjarstjórnarfundi í vor.

Ég er mjög sátt við þessar tillögur að einni undanskilinni. Eins og segir á heimasíðunni voru þessar tillögur samþykktar í vor, nú er nær hausti en vori. Hvað hefur tafið að koma þessu á framfæri?

Ég mótmæli því harðlega að hætt verði að nota slagorðið: Neskaupstaður, þar sem lognið hlær svo dátt, og setja Norðfjörður í staðinn. Ég hef spurt áður á þessum vettvangi hvaða leyfi hefur bæjarstjórn Fjarðabyggðar til að hætta að nota Neskaupstaður. Haf íbúarnir verið spurðir? Ó, nei. Veit sveitarstjórnin ekki hvað orðið íbúalýðræði þýðir?

Mjóifjörður – falinn fjársjóður. Eskifjörður - sjór og saga. Reyðarfjörður - þar sem hjartað slær Fáskrúðsfjörður – það er lífið! Steinaríkið Stöðvarfjörður

Það er mat starfsmanna Fjarðabyggðar sem unnu úr tillögunum að þessi nýju kjörorð séu grípandi, skemmtileg og lýsandi fyrir hvern stað og að þau geti nýst vel fyrir þjónustuaðila og fyrirtæki á hverjum stað svo og í kynningarstarfi sveitarfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Þótt sveitarfélög sameinist á ekki að hætta að kalla hvern stað sínu rétta nafni.  Þetta er mjög sniðugt að hafa slagorð fyrir hvern stað og minna á sérkenni hvers staðar.

Jakob Falur Kristinsson, 23.7.2008 kl. 17:12

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma ég man að á 60 ára kaupstaðarafmæli Neskaupstaðar sagði Jóhannes Stefánsson í ræðu að í hugum heimamanna hefði alltaf verið að sveitarfélagið héti Norðfjarðarkaupstaður, eins og var á Seyðisfirði og Eskifirði. Í meðförum þingsins hafi þetta svo breyst og mig minnir að hann hafi sagt þingmaður af Vestfjörðum komið með tillögu þá tillögu um nafnið Neskaupstaður og það verið samþykkt. Mér finnst eðlilegra að tala um Norðfjörð það er staðarheitið. Neskaupstaður var nafn á sveitarfélagi sem ekki er til lengur. Ég sé að þú ert sátt við að nota Fáskrúðsfjörð en miðað við það sem þú segir um Norðfjörð væri eðlilegra að segja þar Búðahreppur og Stöðvarhreppur en ekki Stöðvarfjörður. Íbúar þessa ágæta staðar hafa líka alltaf verið kallaðir Norðfirðingar en ekki Neskaupstaðarbúar. - Kveðja á Norðfjörð.

Haraldur Bjarnason, 23.7.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Halli minn, takk fyrir innleggið. Það er rétt að við tölum að við séum Norðfirðingar eða bara Nobbarar, en mér finnst sveitarstjórnin ekki hafa nokkurn rétt að okkur íbúunum forspurðum að taka upp Norðfjörður í stað Neskaupstaður. Mér finnst rétt sem Jakob segir hér að ofan að það eigi ekki að hætta að kalla hvern stað sínu nafni þrátt fyrir sameiningu. Skila kveðjunni.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 23.7.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Það er munurinn á staðarnafni og sveitarfélaganafni sem ég er að reyna að benda á. Norðfjörður, Fáskrúðsfjörður og Stöðvarfjörður eru til en sveitarfélögin Neskaupstaður, Búðahreppur og Stöðvarhreppur eru ekki lengur til. Þau hafa öll verið lögð inn í sveitarfélag sem heitir Fjarðabyggð.

Haraldur Bjarnason, 23.7.2008 kl. 21:20

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst það í sjálfsvald sett hvað fólk kallar staðina sína. Rúnar Júlíusson hefur verið í þessari stöðu og mótmælt kröftuglega og ekki hefur Keflavíkurnafnið horfið þótt Reykjanesbær safni í sig veðrið.

Neskaupsstaður er í Norðfirði og verður alltaf.

Edda Agnarsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:28

6 identicon

Edda,þar fórstu allveg með það!!! Held nú að hún Elma eigi eftir að lesa yfir hausamótunum á þér,Neskaupsstaður???? Þetta fer ægilega fyrir brjóstið á mörgum Nobburum að fólk getur ekki stafað nafnið rétt.Ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta svona skrifað og örugglega eftir að sjá það aftur.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 03:43

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég ætla ekki að lesa yfir hausamótum á einum eða neinum, það er rétt "Hertogi" þetta er ekki í fyrsta skipti sem við sjáum þessi tvö ess og örugglega ekki í síðasta skiptið. Halli, Neskaupstaður var aldrei lagður í púkkið, hann sameinaðist öðrum stöðum undir nafninu Neskaupstaður og það var kosið, ekki einu sinni heldur tvisvar um sameiningu og valið stóð alltaf um Neskaupstað. Reynar var kosið þrisvar, fyrst þegar kosið var um sameingu Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 07:41

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma, kosningar um sameiningu skipta engu máli í þessu. Það sem ég er alltaf að reyna að segja að Neskaupstaður var nafn á sveitarfélagi og það er ekki til lengur. Nýtt sveitarfélag er komið á þessu svæði sem heitir Fjarðabyggð. Norðfjörður er hins vegar staðarnafn, sem stendur af sér allar breytingar í sveitarstjórnarmálum.

Haraldur Bjarnason, 24.7.2008 kl. 07:54

9 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Elsku Halli minn, hvað við höfum ólík viðhorf til þessa, höfum þó oftast verið á sama báti. Neskaupstaður er nafn á kaupstað sem stendur við Norðfjörð og verður svo áfram. Hvað segja sveitarstjórnarlögin um þetta?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband