Þangað safnast auður...

Landsbankinn græðir sem aldrei fyrr og mest á þjónustugjöldum, stjórnendur hans hafa þó ekki í hyggju að lækka þau.. BP hefur aldrei gætt eins mikið og núna, og hver borgar, almenningur. Breskir neytendur eru reiðir vegna mikils gróða BP og telur að fyrirtækið ætti að lækka álagningu sína á eldsneyti. Kreppan nær ekki til þessara félaga en hún nær svo sannarlega til almennings, sem blæðir.

Við neytendur greiðum þjónustugjöldin í bönkunum og því græða bankarnir á okkur.

Við eigum engan talsmann sem leitar réttar okkar enda kannski ekki hægt um vik. Við látum alltaf hafa okkur að fíflum. Og svo eru stjórnendur hissa að íslenskir neytendur séu svartsýnir.

Það má orðið ekkert segja. Borgarstjórinn í Reykjavík ætlar að víkja varaformanni skipulagsnefnda úr nefndinni af því hún sagði í útvarpsviðtali að hún teldi ekki tímabært að tjá sig um mál Listaháskólans. Ég held að borgarstjórinn sé ekki með fulla fimm, en það má ég auðvitað ekki segja, en asni sem ég þekki er kallaður “borgarstjórinn”.

Árni Johnsen krefur Agnesi Bragadóttir blaðamann um litlar fimm millur af því að Agnes sagði á Bylgjunni að Árni væri dæmdur glæpamaður. Hann væri mútuþægur og dæmdur fyrir umboðssvik í tveggja ára fangelsi. Hún bætti svo um betur með því að kalla Árna hálfgert stórslys.

Hver man ekki eftir 600 þúsundunum sem Bubbi fékk af því að undir mynd af honum stóð: Bubbi ekki hættur.

Búum við í lögregluríki?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

"Bubbi fallinn" var það en sammála þér.

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 160436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband