Íþróttagenin

Við fórum í golf “stelpurnar” í kvöld. Fórum ekki nema 7 holur því það var svo margt á vellinum og yngsta stelpan var svolítið lengi. Nafna mín er efni í ofurkylfing og þarf ekki margar stundir á golfvelli undir leiðsögn til að verða alveg frábær. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk fugl á fjórðu og fagnaði gríðarlega. Það eru sko íþróttagen í þeim báðum, já öllum barnabörnunum.

Við fórum svo að horfa á “drullubolta” sem var ævintýralegur. Fjöldi fólks að horfa á og keppendurnir drullugir upp fyrir haus. Þetta var upphafið að Neistafluginu.

Á leið okkar í bæinn í gær fórum við í gegnum skrúðgarðinn. Ég benti litlu skottunum á rifsberin sem nóg var af en öll græn. Stelpurnar slitu af ber til að smakka og á meðan þær voru að klípa af endana tók í ber og hreinsaði og rétti Sonju Björgu. Hún tók við því og reyndi þá að setja berið sem hún var með aftur á greinina!

Mikið um að vera á morgun. Við María Mist stöndum vaktina hluta af deginum í golfskálanum. Hún fer á æfingarsvæðið en ég sel vöfflur með rjóma og innheimti keppnisgjöld fyrir laugardaginn.

María Mist missti fyrsta jaxlinn í kvöld, hún fær ekki fleiri karamellur!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hun er bara naestum eins god og mamma sín átti frekar lélegan dag i dag en í gaer spiladi eg mjö erfidan völl a 87 höggum, nýtt met  hja mér,  sjáumst, kvedja fra sverge Petra

Petra (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 160436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband