Veisla framundan

Ég er eins og krakki sem hlakkar til jólanna, svo hlakka ég til að horfa á Ólympíuleikana í sjónvarpinu. Þar sem mikill munur er á tímanum hér og í Kína verðum við sem ætlum að fylgjast með þessum íþróttaviðburði að vaka svolítið. Auðvitað hlakka ég mest til að fylgjast með íslensku keppendunum, þá sérstaklega landsliðinu í handbolta og Rögnu Ingólfsdóttur, en ég tel mestar líkur á góðum árangri þar.

Það er ekkert skrítið þó ýmsir agnúist út í það að leikarnir séu haldnir í Kína, það geri ég líka. En þar verða þeir settir á föstudaginn og því fær ekkert breytt. Það hefur ekki alltaf ríkt sátt og samlyndi hvorki um leikana eða á þeim. Tökum nokkur dæmi:

Mexíkó 1968. Tíu dögum fyrir Ol. leikana er talið að 200 – 300 stúdentar hafi verið drepnir  þegar þeir mótmæltu leikunum. Tölu þeim fjármunum sem varið var til leikanna betur varið til mannúðarmála. Munchen 1972. Fjórum árum seinna og sennilega mörgum enn í fersku minni tók Svarti september, bandarískur öfgahópur, fjölmarga ísrælska íþróttamenn til fanga, ellefu dóu. Montreal 1976. Austur-Þýska kvennaliðið í sundi vann 11 af 13 gullverðlaununum sem í boði voru. Upplýst var í kjölfarið að hundruð frjálsíþróttamenn frá Austur-Þýskalandi notuðu steralyf. Moskva 1980. Bandaríkjamenn og 60 aðrar þjóðir hundsuðu leikana vegna innrásar Rússa í Afganistan. Los Angeles 1984. Ásýnd leikanna tekur nýja stefnu. Glamorinn og hamagangurinn taka völdin og leikarnir verða sem ein allsherjar auglýsing, þar sem í fyrsta skipti ákveðinn styrktaraðili kom að leikunum. Seoul 1988. Mesta athygli vakti þegar Ben Johnson var sviptur gullinu í 100 m. hlaupi eftir að upplýst var að hann hafði notað ólögleg lyf. Atlanta 1996. Allt var á suðupunkti þegar Muhammad Ali kom fram. Leikarnir hófust á dramatískan hátt þegar sprengja sprakk í skemmtigarði rétt hjá leikvanginum. Einn maður lét lífið og á annað hundrað særðust. Leikanna verður sennilega lengi minnst fyrir frábæra framkvæmd. Á þessum leikum varð JACKIE JOYNER-KERSEE  fyrst kvenna til að taka þátt í sjöþraut og vann hún hug og hjörtu allra áhorfenda. Sidney 2000. Leikarnir í Sidney voru þær stærstu og umfangsmestu frá upphafi. Tæplega 11000 þúsund íþróttamenn frá 199 þjóðum tóku þátt í leikunum, 47000 sjálfboðaliðar og fjölmiðlafólk var um 16000. Á þessum leikum gerðist það að Marion Jones vann til fimm verðlauna. Hún var síðar svipt gullinu og dæmt til refsingar fyrir lygar og meinsæri. Á sömu leikum hættu 300 kínverskir íþróttamenn þátttöku eftir að 40 landar þeirra, í róðri,  féllu á lyfjaprófi.

Aþena 2004. Leikarnir haldnir í heimalandi leikanna, bæði þeirra forn grísku og Ol. leika nútímans. Í fyrsta sinn fór fjöldi þátttökuþjóða yfir 200. Talið er að yfir 3.9 billjón manns hafi horft á leikana í sjónvarpi..

Það á örugglega ýmislegt eftir að gerast í Peking, bæði gott og slæmt. Þessi upptalning hér að ofan er aðeins brot af því sem ég vildi sagt hafa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Takk fyrir þessar upplýsingar - gaman að lesa þetta blogg  Já það má með sanni segja að það sé veilsa framundan - veit ekki aveg hvernig þessi tími henntar barnafólki með árrisul börn, en maður reynir nú kannski að fylgjast aðeins með

Camilla (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 12:32

2 identicon

Þú getur horft á endursýningarnar mín kæra, en þá verðuru búin að heyra öll úrslit í fréttum. Kemur öll familían austur?

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 160437

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband