30.8.2008 | 08:53
Við vorum ágæt...
Mér finnst þetta sanna best að þetta fólk hefur aldrei ætlað sér að setjast hér að. Það fékk vinnu og hefur safnað peningum til að geta komið sér vel fyrir í sínu heimalandi. Stærstur hluti þeirra hefur ekki tekið þátt í samfélaginu að vinnunni undanskilinni og ég get ekki verið sammála að margir þeirra tali reiprennandi íslensku. Haft er eftir ræðismanni þeirra að að það ekki þess virði lengur að vera um kyrrt, fyrir nokkrum árum hafi þau getað unnið sér inn fimm- eða sexfalt hærri laun en í Póllandi en nú eru þau aðeins tvöfalt hærri.
Hópast heim til Póllands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er alveg eins og Íslendingar sem flytjast út í kreppu hér heima og setjast að í Svíþjóð eða annars staðar búa í mörg ár og koma svo heim.
Þeir sem nema úti verða líka oft eftir í því landi og treysta sér ekki heim í brjálið fyrr en þeir eru búnir að koma undir sig fótunum.
Bara núna síðustu ár höfum við orðið svo áþreifanlega vör við þetta hér á landi, sem er að hluta til hvað við erum fámenn.
Bara í DK búa í kringum 5-6 þúsund íslendingar það er eins og heilt Akranes!
Hvað þá alls staðar annars staðar í heiminum. Mér finnst að við Íslendingar eigi langt í land með að sjá og skoða hlutina glópalt og þar með ég líka.
Edda Agnarsdóttir, 30.8.2008 kl. 13:14
Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:34
Elma (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 16:42
Þér finnst þetta sanna eitthvað Elma, en ég get ekki komið auga á það. Mér finnst þetta ekkert sanna annað en vandræðin sem hér eru í uppsiglinu, sem heiðarlegt fólk kærir sig ekki um að fara að taka þátt í, telur sennilega með réttu, að við munum eiga nóg með okkur?
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 30.8.2008 kl. 18:28
Jú Elma, ég fer ekki ofan af því að það er einhver leiðindatónn í þessum skrifum þínum. "Mér finnst þetta sanna best að þetta fólk hefur aldrei ætlað sér að setjast hér að". Hvað áttu við með því? Hafði þetta fólk lofað einhverjum því að það ætlaði að setjast hér að um alla framtíð? Ég held ekki. Ekki frekar en þeir Íslendingar sem fóru til Svíþjóðar þegar kreppa var á Íslandi í lok sjöunda áratugarins og fóru flestir heim þegar betur fór að ára á Íslandi.
Er þetta ekki einmitt óskastaða fyrir íslenskt þjóðfélag, að fá þetta fólk hingað til að vinna lægst launuðu skítverkin þegar þörfin á vinnukrafti er sem mest. Fólk sem síðan fer burt þegar vinnan minnkar í stað þess að vera kjurt og taka vinnu frá Íslendingum eða lifa á bótum.
"Eins og Edda bendir á hér að ofan gera Íslendingar þetta sama." Já það var Edda en ekki þú sem bentir á það.
"fékk vinnu","safnaði peningum", "taka ekki þátt í samfélagin", "get ekki verið sammála að margir þeirra tali reiprennandi íslensku.." Ég þekki Íslendinga sem hafa búið hér í Svíþjóð í 30-40 ár og tala vægast sagt slæma sænsku. Sjálfur hef ég búið hér í fimmtán ár og heyrist það um leið og ég opna munninn að ég ekki er innfæddur, og skammast mín barasta ekkert fyrir það.
Ég fer ekki ofan af því að það er einhver leiðindatónn í þessu innleggi þínu sem ég kann illa við og mér finnst ekki sæma manneskju sem kallar sig vinstri róttæka.
Mér finnst hreinlega að þú ættir að taka út þessi skrif þín. En hafðu það gott um helgina samt!
Jón Bragi (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 20:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.