Gæðingastarf - hvað er gæðingur?

Það verður spennandi að sjá hver hlýtur þetta starf. Ég er þess fullviss að það verður einhver gæðingur innan ríkisstjórnarflokkanna, líklega sjálfstæðismaður. Það verður líka spennandi að sjá nöfn þeirra sem sækja um starfið. Eflaust verða þar kunnuglega nöfn því það er oftast sama fólkið sem er á höttum eftir svona stöðuveitingum. Þeir sem ekki fá stöðuna og þeir eru fleiri en þeir sem fá, sækja svo um næstu stöðu og svo koll af kolli.

Ég er minnug þess þegar auglýst var eftir framkvæmdastjóra fyrir átaksverkefnið sem hér var í gangi. Á fjórða tug umsókna bárust. Fljótlega eftir þetta var auglýst eftir bæjarstjóra, á þriðja tug umsókna bárust. Næst var auglýst var eftir sveitarstjóra í pláss á Suðurfjörðum, enn barst fjöldi umsókna. Það merkilegasta við þetta var að það voru alltaf sömu nöfnin á meðal umsækjenda og aldrei nein kona! Forstjóri Landsvirkjunar verður að vera "gæðingur" og helst að eiga nokkra gæðinga og vera með þekkingu til að umgangast þá. Hver er þá maðurinn?


mbl.is Starf forstjóra Landsvirkjunar auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Elma mín, það þarf að breyta þessu með umsóknarferlið, það væri ekki úr vegi að mynda kvennahóp sem sækir um þessar stöður líka! Þá yrðu þær kannski gæðahryssur eða ljósmæður.

Edda Agnarsdóttir, 31.8.2008 kl. 10:37

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er athugandi Edda mín og auðvitað erum við réttu konurnar í það! Það er vonandi að einhver kona sæki um starf forstjóra Landsvirkjunar, eru ekki alltaf fleiri og fleiri konur að útskrifast sem tæknifræðingar og allt það, svo er Rannveig Rist með menntun í þetta?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.8.2008 kl. 14:17

3 identicon

Ég fatta ekki alveg þessa umræðu. Hvernig á konum að fjölga í þessum stöðum ef einsog þú segir Hulda að ekki ein einasta kona sæki um?

Og þú Edda, "breyta þessu með umsóknarferlið" "kvennahóp sem sækir um þessar stöður"? Geta ekki þær konur sem langar í þessi störf einfaldlega sótt um þau einsog aðrir eða eiga þær að sækja um sem hópur.

Í þeirri sýslu sem ég er alinn upp í eru 4 sveitarfélög og í þremur þeirra eru konur sveitarstjórar og ég veit ekki til að neinn "kvennahóp" hafi þurft til að koma þeim í þær stöður. Þær einfaldlega sóttu um starfið eins og margir aðrir og fengu það vegna eigin verðleika.

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þessar umsóknir sem ég var að tala um voru á árunum í kringum 1990, það hefur margt breyst síðan. En það er þó svo aðþað eru karlar sem ráða í stöðurnar og þeir hafa ríka tilhneigingu til að ráða karla. Þar sem þú varst alinn upp Jón Björn eru fyrirmyndarkonur og gengna starfinu - að mínu mati - betur en margir karlmenn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.9.2008 kl. 15:10

5 identicon

Mér finnst nú aumingja köllunum ekki gefin mikill séns á að ráða annað en kalla ef engin kona sækir um...

En kannske eru fleiri konur farnar að sækja um þessar stöður í dag.

Ég var nú kannske óþarflega grimmur og orðljótur við þig varðandi Pólverjana og kannske las ég eitthvað allt annað útúr skrifum þínum en þú meintir. Bið afsökunar á því.

P.s. Veist þú hvar ég er alinn upp?

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:57

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Blessaður. Það eru ekki margar sýslur sem hafa 3 konur sem sveitarstjóra.

Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.9.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband