Smekkleysa eða sjálfsagður hlutur?

Ég get ekki að því gert að mér finnst það skrítið, já jafnvel asnalegt, að heyra lagið Lítill drengur leikið undir auglýsingu frá SPRON. Þetta lag er fyrir löngu orðið þjóðareign ef svo má segja og þau eru ófá skiptin sem það hefur heyrst við jarðarfarir, skírnir  og brúðkaup, já og við alls konar persónulega viðburði hjá næstum öllum fjölskyldum landsins.

Talið er að SPRON hafi greitt tæpar tvær milljónir fyrir notkun á laginu og að Megas hafi fengið eitthvað minna fyrir lag sitt Ef þú smælar... sem notað er hjá N1. Eflaust eiga fleiri tónskáld eftir að feta í fótspor þessara tónlistarmanna og nú bíð ég spennt eftir hvort og þá hvenær “Ég bið að heilsa” eftir Inga T verði notað í auglýsingu frá ferðaskrifstofa. Nú það er þegar farið að nota sálma í auglýsingar Umferðarstofu. Smekklaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 160362

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband