Yndislegu Færeyjar

'Eg kom til Færeyja rétt fyrir ellefu í gærkvöldi.Sem fyrr var afgreiðslan á Reykjavíkurflugvelli ömurleg og meira að segja flugstjóri vélarinnar sem við fórum með sá ástæðu til að finna að seinaganginum við afgreiðsluna. Það var óvíst alla leiðina hvort við myndum lenda í Færeyjum eða ekki. Það birti til eina stundina en dimmdi að þá næstu. En niður komumst við og mér datt í hug þegar flugvélin skall á flugbrautinni að flugstjórinn hefði séð gat og látið vélina detta. Svo harkarleg var lendingin. Tóra og Hassi biðu mín á flugvellinum og það urðu fagnaðarfundir. Stuttir en góðir. Það voru 40 ár í sumar síðan við Tóra kynntumst og heimurinn er lítill, meira að segja pínulítill, því við hlið mér í vélinni sat sonur konunnar sem raunverulega var aðalhvatamaður að samskiptum SÍF og Þróttar. Við héldum strax á Flughótelið þar sem við fengum síðbúinn kvöldverð og hver fékk sitt herbergi.

Að morgunverði loknum fórum við með þyrlu út á Myggines. Tindhólmur var hulinn þoku að mestu en það var þurrt á Mygginesi en helliringndi þegae við lentum aftur á flugvellinum í Sörvogi. Við fórum eftir að hafa sótt farangur okkar á Flughótelið, í Bö þar sem við fengum æðislegan hádegisverð hjá Önnu Soffíu í Pakkhúsinu.

Þaðan fórum við til Þórshafnar þar sem við litum við í Listaskálanum og á tískusýningu hjá Sirrý. Hefði viljað hafa nöfnu mína með þar og hefði það engu máli skipt mig hvað flíkurnar kostuðu. Þær voru svo flottar.

Innrituðum okkur á Hótel .Þórshöfn. Spurt var í afgreiðslunni; Hefðurðu dvalið hérna áður. Ég sagði nei. því þegar ég dvaldi hérna áður hét þetta Sjómannaheimilið.

Förum ú að borð á eftir og endum á Café Natur. Svanhildur ég hugsa til þín!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá en skemmtilegt hjá þér!

Edda Agnarsdóttir, 13.9.2008 kl. 19:16

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Er einmitt búin að vera að hugsa til þín í dag. Gott að þú ert lent. Takk kærlega fyrir drenginn Elma mín.

Úrsúla Manda , 13.9.2008 kl. 21:18

3 identicon

Sæl Elma

Skilaðu kveðju til Tóru og Hassi frá mér, skemmtu þér svo vel í ferðinni og hafðu það gott.

Guðrún Óladóttir

Guðrún Óladóttir (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband