10.10.2008 | 08:35
Hugsið fyrst um eigin landsmenn
Get tekið undir með Ómari um hvernig var staðið að því að ég setti allt það sem ég fékk fyrir húsið mitt í peningabréf. Starfsmaður LÍ benti mér á að þetta væri betri leið og ég trúði. Ef fram fer sem horfir get ég afskrifað þessar milljónir og nagað mig í handabökin fyrir trúgirnina. Kannski er þó von til þess að forsætisráðherra beini sjónum sínum að okkur "sparifjáreigendum" á Íslandi í stað þess að hamra á hvað vinaþjóðin, Englendingar tapi miklu. Þaðan hefur ekkert komið sem hefur veitt okkur brautargengi. Eru menn búnir að gleyma öllum kostnaði okkar við að gæta hagsmuna okkar, landhelginnar? Ég vil svör strax um hvort sparifé okkar er tryggt eða ekki. Engar hálfkveðnar vísur að hálfu ráðherranna tveggja sem staðið hafa í sviðsljósinu að undanförnu.
Segir starfsmenn hafa sagt ósatt um peningabréf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.