Rússagull til Íslands

Mikið afskaplega hefur verið hljótt um hag þess fólk sem stjórnendur bankanna hvöttu til að kaupa peningabréf. Þessu má líkja við að rokkarnir séu þagnaðir. Ég vil ekki trúa því að þeir sem eiga þessa peninga með réttu, leiti ekki réttar síns. Mér sýnist að það þurfi að stofna einhverskonar hagsmunasamtök – slík samtök hafa nú verið stofnuð af minna tilefni.

Dekur íslenskra stjórnvalda við breska og hollenska sparifjáreigenda er slíkt að engu tali tekur. Vissulega eigum við að standa við allar okkar skuldbindingar en ég tel að við sem hér búum eigum að vera í fyrsta sæti, ekki þegnar forsætisráðherra Bretlands sem segja má að hafi hrundið þessu öllu af stað.

Það fást engin svör frá stjórnvöldum hvernig tekið verður á málinu. Auðvitað eiga stjórnvöld að ábyrgjast peningabréfin eins og aðrar innistæður. Það voru stjórnendur bankanna sem hvöttu sparifjáreigendur til að kaupa þau, vafalaust í góðri trú.

Mér er skemmt ef það verða Rússar sem koma okkur til bjargar, sérstaklega í ljósi þess hvað öðrum stjórnarflokknum hefur verið í nöp við þá. Tek undir með Halla Bjarna vini mínum þegar hann segir að hann skilji ekki það sem Geir sagði við útlendu blaðamennina að Íslendingar hefðu þurft að leita nýrra vina og því leitað til Rússa. Rússar hafa alltaf verið vinir okkar. Við seldum þeim síld, málningu og ullarteppi á sínum tíma í vöruskiptum. Alvöru verslun það. Fengum í staðinn olíu, Moskvits, Volgur og Rússajeppa. Svo þegar vantaði fisk í íslensk frystihús vegna þess að Hafró skammtaði þorskinn, þá komu rússneskir togarar hingað með hráefni. - Hvað er maðurinn að meina? - Rússar hafa í gegnum árin verið okkar bestu viðskiptavinir. Kannski við tökum bar upp rúblu og verðum með milljón króna/rúblu seðla.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 160439

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband