25.10.2008 | 17:27
Aðgerðir
Ég skil ekki hvað þetta fólk á við þegar það segir: „Rjúfum þögn ráðamanna og göngum til lýðræðis.“ Mér finnst ekkert hafa vantað á innhaldslausar yfirlýsingar þeirra. Yfirskriftin hefði átt að vera " Við viljum aðgerðir"
![]() |
Þögn ráðamanna mótmælt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt. Það gerum við með kosningarrétti okkar á fjögra ára fresti.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:43
Þjóðin er í sjokki, við vorum slegin niður óviðbúin af skjólstæðingum yfirvalda, sem handléku fjöregg þjóðarinnar gáleysislega, og brutu það. Við erum að ranka við okkur, erum þó enn rugluð og ráðvilt, vitum ekki hvað bíður okkar annað en blákaldur raunveruleikinn í formi skuldabagga, atvinnuleysis óðaverðbólgu og mikillar lífskjara. Gulldrengirnir eru búnir að stela sparifénu okkar., óáreittir, og myrkrahöfðingjarnir sitja sjálfsumglaðir og ósnertanlegir á gullstólum í Svörtuloftum. Landstjórnin þorir ekki að hrófla við þeim.Er óeðlilegt að við sauðsvartur almúginn látum heyra í okkur. Einhverstaðar veður að byrja. Við hljótum að rísa upp og láta að okkur kveða svo eftir verði tekið, og óreiðugarður íslenskra stjórnmála verði hreinsaður af því ógeðfelda illgresi sem er mest áberandi og er búið að kaffæra geðfeldari nytjajurtir. Við sitjum ekki aðgerðarlaus lengur.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 18:06
Takk fyrir innleggið. Það er bara svo Hallgerður að við erum svo fljót að gleyma. Er ekki talað um Gullfiskaminni kjósenda? Ef efnt yrði til kosninga á morgun væri ég munaðarlaus. Get ekki hugsað mér að kjósa neinn af þeim pólitíkusum sem nú eru á þingi. Ég þakka bara Guði fyrir að lýðskrumarinn Jón Baldvin skuli ekki vera þar líka.
Eru ekki flestir búinir að gleyma að það voru Guðni Ágústsson, Halldór, Ásgrímsson, Davíð Oddsson og Geir H sem stóðu að einkavinavæðingu bankanna, sem nú er að koma okkur í koll.
Það er eitt ráð núna sem dugar. Þjóðnýta fiskveiðikvótann!
Stefán Lárus þú ert alltaf jafn málefnalegur.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:57
Elma, ég hef nú ekki verið helsti stuðningsmaður Jóns Baldvins í gegnum tíðina en svei mér þá ef karlinn hefur ekki staðið upp úr í þeim umræðum sem farið hafa fram um útrásarliðið að undanförnu.
Haraldur Bjarnason, 26.10.2008 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.