30.10.2008 | 14:58
Er ekki allt í lagi með þetta lið?
Þetta bréf fékk ég fyrir stundu frá Landsbanka Íslands
*Góðan dag,Atburðir undanfarinna vikna hafa gert okkur erfitt um vik að stýra eignasöfnum í samræmi við fjárfestingarstefnur, m.a. hefur okkur verið nær ókleift að fjárfesta í hlutabréfum bæði hér heima og erlendis. Auk þess hafa skuldabréfamarkaðir að miklu leyti verið óvirkir þar sem ekki er lengur viðskiptavakt með íslensk ríkisskuldabréf. Þessi mál munu þó lagast á næstu vikum eða mánuðum þegar búið verðum að koma að nýju á viðskiptum við erlenda uppgjörsaðila ásamt því að ríkið endursemji um viðskiptavakt á ríkisskuldabréfum.Í ljósi þeirrar miklu óvissa sem ríkir í dag á innlendum sem og erlendum skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum og fyrirséð að það verði töluverð verðbólga næstu mánuði, teljum við ákjósanlegasta kostinn að dreifa þeim fjármunum sem nú eru lausir á stýringareikningum á milli verðtryggðra og óverðtryggðra innlána. Við munum þ.a.l. klára fyrir mánaðamót að flytja 50% af þeim fjárhæðum sem eru í dag á óverðtryggðu stýringareikningunum á verðtryggða 3ja ára bundna bók sem nú ber 6,7% vexti. Kjör óverðtryggða reikningsins verða áfram 0,5% ofan á efsta þrep vaxtareiknings en kjör verðtryggða reikningsins samkvæmt vaxtatöflu. Ofangreind vaxtakjör miðast við vaxtatöflu 1.nóv og geta þessi kjör breyst til hækkunar og lækkunar í samræmi við breytingar á vaxtatöflu Landsbanka.Í fjárfestingarstefnu safnsins kemur ekki fram heimild til að binda fjármuni þetta lengi því viljum við biðja þig um að staðfesta hér með heimild til þess að víkja frá fjárfestingarstefnu þar til ró hefur komist á markaði og ný fjárfestingarstefna sem tekur tillit til breyttra markaðsaðstæðna hefur verið undirrituð.Hafir þú athugasemdir við þessa ráðstöfun eða viljir hafa þetta hlutfall með öðrum hætti biðjum við þig að hafa samband við ráðgjafa þinn símleiðis eða með netpósti. Ef ekki þá ert þú vinsamlega beðin um að staðfesta heimild þessa með því að endursenda (reply) tölvupóst á þinn ráðgjafa í Einkabankaþjónustunni !! Með kveðju,Starfsfólk Einkabankaþjónustu
*
Hvernig dettur þessu fólki í hug að það sé nánast sjálfgefið að ég haldi áfram viðskiptum við Landsbankann? Ég mun ekki endursenda þetta bréf (reply) því ég kæri mig ekki um frekari samskipti við bankann.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.