Ekki Evrópusambandið

Ég er og hef alla tíð verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mér finnst yfirbyggingin á sambandinu vera orðin að skrímsi sem getur sprungið þá og þegar. Spilling og óráðsía er þar daglegt brauð. Við skulum halla okkur að Noregi og þiggja ráð Norskra ráðamanna.
mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þekkir þú eitthvað til hjá ESB? - Trúlega ekki. Þú vilt afhenda annarri þjóð hluta af fullveldi okkar, - gera nýjan Gamlasáttmála um einhliða vald Norðmanna hér - eða kannski án sáttmála,  í stað þess að við göngum til samstarfs fullvalda Evrópuþjóða á jafnræðisgrundvelli.

Helgi Jóhann Hauksson, 31.10.2008 kl. 19:52

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég veit ekki hvort þú þekkir vel til ESB en eins og þú segir þá þá viltu ganga til samstarfs við fullvalda Evrópuþjóðir á jafnræðisgrundvelli. Fyrirgefðu en mér sýnist þetta vera fullt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:55

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Fyrirgefðu en gerðu það nú að kynna þér málið áður en þú staðhæfir yfir alþjóð. Staðhæfing þín bergmálar fullkomið þekkingleysi þitt á málinu. Margar bækur hafa verið skrifaðar á íslensku beint og óbeint um ESB og stöðu smáþjóða innan þess, og enn fleiri náttúrlega á ensku. Ef þú vilt tala af þekkingu og hafa vitneskju um það sem þú segir þá er af nógu að taka til að kynna sér staðreyndir.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 03:28

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það þýðir víst lítið að deila við dómarann og þá alvitru. En ég veit ekki betur og það ættir þú að vita að það ríkir tjáningafrelsi á Íslandi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Þú segir: „fullt afsal á sjálfstæði þjóðarinnar“. Hvernig kemur það heim og saman við núverandi stöðu Finna, Svía, Dana, Spánverja, Frakka, Þjóðverja, Luxemborgara, Ítala, Breta, Hollendinga, íra, ... eru þetta þjóðir sem ekki eru lengur sjálfstæðar og fullvalda - hafa þær afsalað sjálfstæði þjóða sinna? - Nei! auðvitað ekki það blasir við. Hvernig dettur skynsömu fóllki í hug að bera það á borð fyrir okkur að annað myndi gilda um sjálfstæði og fullveldi íslands en þeirra sjálfstæðu ríkja sem í áratugi hafa verið í ESB.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.11.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband