Vill byrja að skera fituna í þingsalnum

Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn og á trúlega aldrei eftir aðgera en það kemur ekki í veg fyrir að ég hafi mæta skoðun á sumum þingmönnum flokksins. Ólöf Nordal þingmaður Norð-Austur kjördæmisins, nýliði á þingi, er skelegg og talar tæpitungulaust. Sömuleiðis eru greinar hennar á mannamáli. Hún vill leggja af aðstoðarmenn landsbyggðarþingmanna vegna efnahagsástandsins. Þessari skoðun sinni lýsti hún í ræðustól á Alþingi á fimmtudag.

„Það þarf að skera alla þá fitu sem við höfum safnað utan á okkur. Í góðærinu höfum við leyft okkur svo margt sem við höfum ekki leyfi til að leyfa okkur lengur. Við skulum bara byrja hérna í þingsalnum," sagði Ólöf og hvatti til niðurskurðar í ríkisútgjöldum.

Að mati Ólafar á að leggja af aðstoðarmennina, fækka ráðgjöfum ráðherra, kanna sameiningu ráðuneyta, athuga launakerfi ríkisins, endurskipuleggja utanríkisþjónustuna, draga úr óþarfa ferðalögum á vegum ríkisins og síðast en ekki síst; að hraða endurskoðun eftirlaunalaganna svokölluðu. „Ef við ætlum að leggja það á þjóðina að borga svo miklar skuldir eigum við að byrja á okkur sjálfum og spara," sagði Ólöf.

 Mikið er ég sammála Ólöfu þarna. Vonandi gengur sá flokkur sem ég kaus í síðustu Alþingiskosningum, Samfylkingin, nú fram fyrir skjöldu og fer að vinna að því að efna öll kosningarloforðin. Byrja á eftirlauna frumvarpinu. Koma svo!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 160362

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband