Ekki tilbúin að lækka launin sín

Meirihlutinn í bæjarstjórn Fjarðabyggðar var ekki tilbúinn að samþykkja launalækkun. Tillaga þess efnis var borin fram á fundi bæjarstjórnar 11. desember. Það voru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sem fluttu tillöguna en í henni sagði meðal annars: “Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð taki á sig 15 % launalækkun fyrir árið 2009. Einnig hvetjum við fulltrúa í nefndum á vegum sveitarfélagsins sem og æðstu embættismenn til að gera það sama”.

Framsóknarmaðurinn Þorbergur Hauksson lagði þá fram eftirfarandi tillögu: “Undirritaður leggur til að tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar”  

Tillaga Þorbergs var samþykkt með 6 atkvæðum meirihlutans gegn 3 atkvæðum minnihlutans.

Það er merkilegt með tilliti til þess að meirihlutinn kennir sig við jafnrétti og bræðralag skuli ekki samþykkja tillögu Sjálfstæðismanna sem þýðir einfaldlega að meirihlutinn er ekki tilbúinn að lækka launin sín. En vonandi sér hann að sér og gerir það við gerð fjárhagsáætlunarinnar.

Einn nefndarmaður í Fjarðabyggð, Bjarney Hallgrímsdóttir. Hefur óskað eftir því að laun hennar sem nefndarmanns MÍF verði lækkuð um 15 % til 1. júní 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert á meðan flest önnur sveitarfélög eru að ganga í gegnum svartnætti við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs.  Álverið virðist þá vera hin fullkomna kreppuvörn Fjarðabyggðar þar sem starfsmenn fá myndarlegan kaupauka í desember á meðan starfsmenn mjög margra fyrirtækja fá launalækkun.  Til hamingju að hafa það svona gott og njótið þess.  Eða hvað?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:25

2 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Elma! Allir meirihlutafulltrúar lýstu sig fylgjandi launalækkun á fundinum. Við viljum hins vegar fjalla um málið í víðara samhengi, t.d. hvaða möguleika höfum við á að lækka laun æðstu embættismanna? Þessi tillaga var ekki send út með gögnum og því gafst engin tími til að skoða málið. Sá tími gefst með því að vísa þessu til bæjarráðs til skoðunar. Það hlálega er að 15% af litlu er nánast ekkert, því er þetta aðeins táknrænt og skiptir í raun engu um fjárhag Fjarðabyggðar.

Þegar Jens Garðar flutti tillögu um daginn um að gefa eftir öll laun til 6 mánaða þá flutti ég tillögu sem var samþykkt og er svohljóðandi:

Tillaga Guðmundar R. Gíslasonar: „Bæjarráð samþykkir að sparað verði hjá sveitarfélaginu eins og kostur er, bæði í yfirstjórn svo og annars staðar, þar sem því verður viðkomið án þess að skerða þjónustu við íbúana. Bæjarráð samþykkir ennfremur að tillaga Sjálfstæðismanna verði höfð til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar. Þeir starfsmenn sem vilja, bæði í yfirstjórn og annars staðar, er frjálst að lækka laun sín eða fella þau niður tímabundið áður en ákvörðun er tekin um annað”

Semsagt, laun okkar verða lækkuð og vonandi annarra líka en kjörinna fulltrúa.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 13.12.2008 kl. 17:56

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæll Gummi. Þú veist líklega að ég vitna orðrétt í fundargerð síðasta bæjarstjórnarfundar. Hugleiðingarnar sem koma eftir tilvitnun í fundargerðina eru alfarið mínar og ég stend við þær. Ég hefði haldið að það væri í anda félagshyggjunnar að ganga á undan með góðu fordæmi. Það að allir fulltrúar meirihlutans hafi lýst sig fylgjandi launalækkun, af hverju var þá tillaga Sjálfstæðismanna ekki samþykkt? Ef 15% af litlu er nánast ekkert eins og þú segir því meiri ástæða til að samþykkja tillöguna. Það hefði þá verið táknræn athöfn og aukið álit íbúa Fjarðabyggðar og annarra landsmanna á félagshyggjustjórninni í Fjarðabyggð. Göngum við ekki til góðs ...

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.12.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Elma. Víðast hvar eru laun bæjarfulltrúa miðuð við þingfararkaup. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um að lækka það og þá hljóta laun bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð að lækka líka. Að vísu eru það ekki nema 5%.

Haraldur Bjarnason, 14.12.2008 kl. 06:52

5 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Halli mér finnst það engu máli skipta hvort við erum að tala um fimm, tíu eða fimmtán prósent. Ég er bara svo gömul í hettunni að mér finnst að sveitarstjórn Fjarðabyggðar eigi að sýna gott fordæmi. Byrjum á þeim hæst launuðu í sveitarfélaginu, lækkum þá um 15% og aðra minna.

Það er ekki svo að þeir sem sitja í sveitarstjórnnum séu launalausir. Almennt er það fólk í góðum stöðum og greiðslunar fyrir setu í sveitarstjórn og nefndum eru auka vasapeningar, nánast undantekningalaust.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.12.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 160357

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband