Ekki bara lopi handa Bretum - líka fiskur

Það voru mikil mistök þegar kvótinn var aukinn um 30 þúsund tonn að setja ekki þau  skilyrði að aflinn yrði unnin hér heima. Talið er að allt að eitt þúsund störf í fiskvinnslu og þjónustugreinum tapist þegar litið er til þess að hátt í 60 þúsund tonn eru flutt á erlendan markað. Það geta þýtt verðmæti á þrettánda milljarð króna. Miðað við ástandið á landinu hefði átt að skilyrða þessa aflaaukningu og láta vinna allan þennan afla hér heima. Er ekki nóg að við sendum Bretunum lopapeysur og önnur plögg að gjöf þó við færum þeim ekki fiskinn á silfurfati líka?


mbl.is Hátt í þúsund störf flutt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Það er lítið mál að breyta þessu ef vilji er fyrir hendi.

Sigurjón Þórðarson, 27.1.2009 kl. 10:12

2 identicon

Við erum bara smám saman að redda Gordon Brown í hans baráttu við þeirra atvinnuleysi.

Helgi (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:26

3 Smámynd: Björgvin Ólafur Gunnarsson

Þetta er langauðveldasta leiðin til að skapa atvinnu hér heima, við höfum allan búnað og mannskap hér tilbúinn til að vinna þetta. Hættum að skapa atvinnu á Humbersvæðinu og förum að hugsa um okkur sjálf.

Björgvin Ólafur Gunnarsson, 27.1.2009 kl. 10:31

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Er það ekki alltaf svoleiðis að vilji er allt sem þarf? Vonandi fáum við sjávarútvegsráðherra með bein í nefinu, ekki fiskibein frá kvótaeigendum. Er samt hrædd um að enginn þori!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 10:46

5 identicon

Þegar svipað verð fæst fyrir unninn og óunninn fisk þá er engin ástæða til að vinna fiskinn. Einhverra hluta vegna þá hefur þessi ofur áhersla á að leggja mikla og óþarfa vinnu í vöruna komist á. Svo er krafan venjulega sú að ríkið dæli peningum í þessi fyrirtæki svo hægt sé að halda uppi þessari atvinnubótavinnu sem enginn vill greiða fyrir. Eigum við ekki líka að banna skurðgröfur svo fleiri karlar með skóflu fái vinnu.

sigkja (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 10:47

6 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það er athugandi

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 27.1.2009 kl. 10:49

7 identicon

Sorry en þetta er sameiginleg auðlind þjóðarinnar og því græt ég það ekki að gróði kvótakónga minnki aðeins en í staðinn fái fjöldi íslendinga störf.

Kolbrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 11:05

8 identicon

Það er full ástæða til þess að gráta þegar fólk er látið vinna tilgangslaus störf. Leiðinleg störf sem skila engu. Eigum við að setja alla þá sem atvinnulausir eru í það að moka skurði, og fylla þá svo aftur daginn eftir? Þá hafa allir vinnu. Við getum svo bannað málningarrúllur og takmarkað penslastærð hjá málurum. Látið húsbyggjendur hræra sína steypu sjálfir. Og bændur handmjólkað.

sigkja (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:03

9 identicon

sigkja: Það er ekkert tilgangslaust við fiskvinnslustörf. Munurinn væri bara sá að íslendingar ynnu þau en ekki bretar. Ísland er enn nothæft vörumerki þegar kemur að markaðssetningu matvæla og mætti gjarnan nýta sér þá þekkingu og þann kraft sem hér býr til að efla matvælaframleiðslu og þróa hana enn frekar, jafnvel í átt til heilsu. Hvað er þar betra en íslenski fiskurinn???

Kolbrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:07

10 identicon

Þegar sama verð fæst fyrir fiskinn unninn og óunninn þá er tilgangslaust að vinna hann. Þegar verð á mörkuðum erlendis er hátt þá borgar sig frekar að selja fiskinn þar óunninn. Þannig er það ekki alltaf en það er fáránlegt að ætla að banna mönnum að fá besta mögulega verð þegar það býðst.

Þú kaupir kaffi brennt og malað á Íslandi hærra verði en innflutt, brauð og kökur, kjöt o.fl. Sennilega eru Bretar eins með það að vera tilbúnir til að borga hærra verð fyrir innlendar matvörur en innfluttar. Þannig getur fiskvinnsla í Bretlandi jafnvel greitt hærra verð fyrir hráefnið en við getum fengið fyrir unnu vöruna.

sigkja (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:33

11 identicon

sigkja: Ég vil frekar sjá færri krónur lenda í vasa kvótakónga og hluta af þeim lenda sem laun í vasa íslensk verkafólks þó að samtalan yrði svipuð. 

Manni sem finnst "tilgangslaust" að fólk hafi vinnu er ekki viðbjargandi og einmitt svona hugsunaháttur hefur komið þjóð okkar á vonarvöl.

Kolbrún (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 12:53

12 identicon

Ég hef aldrei sagt að mér finnist tilgangslaust að fólk hafi vinnu eða að fiskvinnslustörf séu tilgangslaus. Þú þarft endilega að læra að lesa. En ég get sagt að ég vilji að vinnan hafi tilgang. Þessar "færri krónur" eru einfaldlega "færri krónur" í þjóðarbúið. En þér er illa við alla útgerðarmenn og vilt frekar sjá Íslenskt verkafólk stunda atvinnubótarvinnu en arðbær störf. Og sérstaklega ef það verður til þess að útgerðin sé rekin með tapi. Þér má alveg finnast það göfugt markmið að Íslenskt verkafólk hafi vinnu sem þjónar engum tilgangi öðrum en að þreyta það og slíta því út. Ég er ekki sammála þér í því að vinnan þurfi ekki að skila arði. Og það eina sem skilar okkur út úr núverandi ástandi er að störfin séu ekki bara til að sýnast, félagsmálapakki sem engu skilar. Við höfum ekki efni á því að láta fólk vera í þikjustu vinnu bara til þess að geta sagt að það hafi vinnu. Ég vill að vinnan hafi tilgang annan en að vera bara vinna.

sigkja (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband