Ímyndunar - eða platpeningar

Antony Sutton sagði um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir 30 - 40 árum: "Grundvallareðli yfirdráttalána Alþjóðagjaldeyrissjósins er að þau eru ímyndunar- eða platpeningar. Raunverulega eru þetta færslur inn á tölvur... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur búið til yfirdráttarlán sem hljóðar upp á eina milljón eða 500 milljarða á tíu mínútum með einfaldri tölvuinnfærslu... Í janúar 1975, sem dæmi, þá hækkaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirdráttarlán aðildarríkjanna um 40% eftir tíu mínútna umræður." (úr bókinni Falið vald)

Er ekki rétt að herða aðeins sultarólina og greiða upp lán eða skila því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Þetta er það sem Sigurður Einarsson og hans líkir gerðu í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka Íslands. Allt tölvufærslur og við trúðum. Þetta er eins og Nýju fötin keisarans, það voru aldrei neinir peningar bara verðlaus pappír.


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Er þá ekki rétt að þeir færi tölurnar niður, það vitlausasta sem ægt er að gera er að borga.

Sem dæmi er stærsta skuld hverrar venjulegrar fjölskyldu falin í húsnæði.  Til að byggja hús, þarf í stórum dráttum, land, byggingarefni og iðnaðarmenn, banki er svo fenginn til að miðla greiðslum.  Sem gerist þannig að bankinn býr til skuld á fjölskylduna, tölur inn á reikning, sem fjölskyldan notar til að gera upp við landeigandann, fyrir byggingarefnið og  til iðnaðarmannanna. 

Bankinn er einnig búin að koma því þannig fyrir að hann lánaði landeigandanum, efnisalanum og iðnaðarmönunum svo þeir geti þjónustað fjölskylduna.  Fyrir þetta fær bankinn mun hærri tölur til baka en allir þeir sem komu að verkinu fengu og það frá hverjum og einum. 

Nú er svo komið að allir sem komu að húsbyggingunni eru gjaldþrota jafnvel bankinn sem lagði ekkert til nema tölur sem hann fékk láni hjá drottnar talnaverksins.   Nú ættlast IMF til að haldið sé áfram að búa til skuldir úr engu nema tölum og hlaða þeim á ókomnar kynslóðir til að hægt sé að ráðskast með tíma þeirra.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband