Kommasafn í Litlu Moskvu

Í mörg ár hefur blundað í mér löngun til að koma upp „Kommasafni” hér í Neskaupstað. Slíkt safn ætti auðvitað hvergi annars staðar heima hér á landi en í „Litlu Moskvu”.

Safninu er ætlað að segja sögu hálfrar aldar og meira sveitarstjórn vinstri manna í Neskaupstað. Erlend áhrif á forsvarsmenn sveitarfélagsins, í ræðu og riti sem og í blaðaútgáfu.

Ég tel mig eiga greiðan aðgang að ýmsum upplýsingum um þennan hluta sögu Neskaupstaðar, bæði í máli og myndum. Vikurblaðið Austurland sem gefið var út hér í bæ í hálfa öld, var upphaflega gefið út af sósíalistafélaginu á Norðfirði og síðar Alþýðubandalaginu í Neskaupstað. Forveri þess blað var Árblik, fjölritað blað sem fyrst og fremst flutti pólitískt efni. Var ég bæði ritstjóri og blaðamaður á Austurlandi um tíu ára skeið. Sat sem aðalmaður í bæjarstjórn Neskaupstaðar tvö kjörtímabil og var þar áður varamaður. Sat í fjölmörgum nefndum og ráðum og var vel virk í félagsstörfum og kynntist þannig annarri hlið á pólitíkinni.

Til að hafa safnið sem líkast þeirri sólsíalisku hugsjón sem hálfrar aldar meirihluti í Neskaupstað hafði að fyrirmynd í upphafi þyrfti að leita til Austur-Evrópu eða Rússlands eftir ýmsum gögnum, aðallega styttum og myndum en talsvert er þó til. Slíkir munir myndu óneitanlega setja svip sinn á safnið. Sjálf á ég gamla rússneska fánann með hamri og sigð. Líka mætti hugsa sér að hafa styttu af Lenin utandyra við Kreml ef leyfi fæst til þess. En Kreml er hús að Egilsbraut 11, sem fékk þetta nafn þegar Alþýðubandlagið keypti þar hæð. Enn eru haldin þorrablót í Neskaupstað sem kölluð eru Kommablót og komast oftast færri að en vilja.

Í framhaldi af stofnun safnsins má vel hugsa sér minjagripagerð sem vísaði til þessa tíma, styttur og fána, póstkort eða aðrar myndir svo eitthvað sé nefnt. Það væri ekki amalegt að eiga litla styttu af þeim merka manni Bjarna Þórðarsyni eða Lúðvík Jósefssyni.

Þáttur Lúðvíks Jósefssonar í landhelgismálum Íslendinga er vel kunnur og minnt á hann nú þegar 50 ár eru liðin frá útfærslu landhelginnar í 50 mílur.

Hvort sem fólki er það ljúft eða leitt tel ég þennan kafla í sögu Neskaupstaðar svo merkilegan að hann ætti heima á safni. Misjöfn sýn á söguna sérstaklega hvað pólitíska sýn varðar er auðvitað misjöfn og fer eftir pólitískum skoðunum manna. Sú velferð sem ríkti hér var því að þakka að fyrirtækin sem sköffuðu vinnuna voru í eigu heimamanna. Stofnuð voru félög utan um atvinnureksturinn og voru þessi félög í eigu heimamanna. Hérna vorum við svo stálheppin að þegar síldin brást og fjölmörg sveitarfélög fóru nánast á hausinn, voru fyrirtækin ennþá á staðnum og við tók nýr kafli í útgerðarsögunni. Ekki aðeins útgerðarsögu Norðfirðinga, nei allra landsmanna, skuttogaraöldin. Það framfaraspor var framsýnum kommameirihluta að þakka.

Mikið er til af skrifuðum heimildum af afskiptum kommanna á stjórn Neskaupstaðar. Jafnvel var haft á orði að þeir vildu hafa meirihluta í sóknarnefndinni. Alltaf var séð til þess að meirihluti allra nefnda og ráða væru í að meirihluta vinstra fólk, hvort það var frá Sósíalistaflokknum, Jafnaðarmannaflokknum eða Alþýðubandalaginu. Mikið er til af blöðum sem segja frá þessum gjörðum.

Þá veit ég að ég get leitað í smiðju margra sem upplifðu þetta tímabil. Menn sem eiga bæði blöð og dreifibréf og myndir, ýmislegt annað sem tengist þessu. Því hvað sem hver segir var hugmyndafræðin sósíalísk, þó menn svo töldu síðar meir að hugmyndafræðin eystra væri góð en framkvæmdin afleit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi hugmynd þín um Kommasafn í Litlu Moskvu er bráðsnjöll og hvet ég þig eindregið til að hrinda henni í framkvæmd með einhverjum hætti. Impra hjá Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins er með námskeið fyrir komur með viðskiptahugmyndir sem kallast Brautargengi og þessi hugmynd þín mundi smellpassa þar að mér sýnist. Vinnumálastofnun er með styrki til kvenna í atvinnurekstri og þar ættu að vera til aurar til að skoða þetta mál frekar. Þá verður viðkomandi fyrirtæki að vera í meirihlutaeign kvenna/konu. Nú svo er þarna um safn að ræða og þau hefur ríkið styrkt að einhverju leiti.

Þú lofar mér að fylgjast með hvað þú hyggst fyrir með þetta.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæl Hólmfríður og takk fyrir hvatninguna. Ég held að ég hrindi þessu í framkvæmd á næstunni. Fyrst er að athuga með fjármagn og þar ætla ég að snúa mér til VMST sem ætlar að úthluta á næstunni til atvinnumála kvenna. Hugmyndin hefur fengið góðan hljómgrunn og er þá nokkuð til fyrirstöðu?

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.2.2009 kl. 17:17

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott mál, þú er komin lengra en ég hélt. Þú leyfir mér að fylgjast með. Við Stelpurnar erum svooooo duglegar þegar við förum af stað.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 160434

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband