7.3.2009 | 09:37
Eftir hverju er beðið?
Þær hrannast upp upplýsingarnar um brask "útrásarvíkinganna" bæði innlendra sem erlendra. Hvað þurfa stjórnvöld, fjármálaeftirlitið, saksóknari, svo ég tali nú ekki um ríkisvaldið, meira en fram er komið til að koma böndum á þessa menn? Þá á ég við að þeir verði færðir til yfirheyrslu og þeir sakfelldir í kjölfar þeirra upplýsinga sem þá fást. Því það leikur enginn vafi á að þeir eru sekir um fjármálamisferli. Blæs á frasann; menn eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Þessir menn eru í hugum allra Íslendinga sekir um það ástand sem nú ríkir. Á sama tíma baða þeir sig í illa fengnum auðæfum sínum erlendis.
500 milljarðar til eigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki eftir hverju er verið að bíða. Ég persónulega er að springa úr bræði. Á sama tíma og þessar fréttir berast þá er búið að rústa atvinnu umhverfinu hjá manni og ef fartölvan mín bilar þá er ég atvinnulaus, fæ ekki 100þús kr. lán hjá þessum glæpafyrirtækjum!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 10:05
þetta er með ólíkindum - ósanngjarnt að svona sé hægt og látið líðast - því koma flokkar ekki fram nú og lofa að á þessu verði tekið, er kanski spillingin svo mikið að hún er út um allt og við verðum að láta staðar numið og éta þetta ofaní okkur ?
spillingarliðið burt var hrópað ekki fyrir svo löngu
Jón Snæbjörnsson, 7.3.2009 kl. 10:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.