Eflum heimamenninguna

   Ég hef stundum haft á orði að ekki sé nægilega mikið að gert til að halda fólki saman. Fá það til að deila sögum frá liðnum dögum, hittast og ræða málið. Hef ég bent á að safnahúsið, gamla netagerðin, sé tilvalin til þessara nota.

   Ég hef minnst á að hafa sjómannakvöld. Þar verða fengnir eldri sjómenn sem hafa frá mörgu að segja. Þetta þurfa ekki að vera sögur af svaðilförum, nei heldur af mannlegum þáttum sjómennskunnar. Hérna eru margir góðir sögumenn sem hafa frá ýmsu að segja, fáist þeir til þess. Aldrei verður of mikið gert af því að fjalla um álfa og huldufólk og er bókin hans Hálfdáns á Kirkjumel gráupplögð til að styðjast við

   Mér dettur þetta í hug núna aftur þegar ég les um uppákomu hjá Róðrafélagi Miðvogs í Færeyjum sem efnir til svipaðrar uppákomu í húsi félagsins. Þar verða sagðar sögur frá sjóræningjatíðinni eins og þeir frændur okkar og vinir kalla það, fjallað verður um þann stöðuga ótta sem fólk bjó við vegna komu sjóræningja. Sagt verður frá stöðum í byggðinni þar sem fólk faldi sig fyrir þessum vágestum. Þeir munu sýna muni sem tengjast komum sjóræningja til Miðvogs. Til að kóróna kvöldið fara fundargestir þangað sem kappróðrarbátarnir standa og gæða sér þar á harðfirski, kartöflum og spiki, en það var aðalmáltíð Færeyinga á þessum árum. Harmonikku félag Miðvogs mætir á staðinn og lagið tekið.

   Hvað getum við gert hér?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband