Skyldið þá til að landa heima

Framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins í Grimsby á Englandi segir komu íslenskra togara mikla búbót fyrir bæinn. ,,Þetta eru góðar fréttir fyrir höfnina hér, fiskmarkaðinn og bæinn í heild." Ég hefði haldið aðnær væri að þessum skipum væri fyrirskipað að landa afla sínum hér heima og þá til fullvinnslu. Það er ekki nóg með að íhaldið og framsókn hafi gefið fáum útvöldum fiskinn í sjónum, heldur hafa þeir líka leyfi, allir sem einn til að leika sér eins og útrásarvíkingarnir óáreittir. Aka um á Landcrusier, eiga sumarbústaði og íbúðir í Reykjavík, fara í fleiri en eina utanlandsferð á ári, en búa á heimaslóðum og kvarta og kveina yfir örlögum sínum. Búnir að selja kvótann, sem þeir fengu gefins, Allvega þekki ég nokkra svoleiðis. Hvaða sjávarútvegsráðherra ætli þori að taka á kvótamálinu?
mbl.is Íslenskum skipum fagnað í Grimsby
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það eru allar frysti geymslur orðnar fullar af fullunnum fiski því hann selst ekki úti í heimi vegna heimskreppu þannig að betra er að selja þetta svona en að selja ekki neitt :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.3.2009 kl. 08:31

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Guðborg. Ég á nú bágt með að trúa því að allar þær frystigeymslur sem byggðar hafa veriðá liðnum árum til að taka á móti mikilli aukningu á frosnum uppsjávarfiski, séu fullar. En ef svo er þá ættu stjórnvöld að sjá til þess að fundnar verði leiðir til að losna við afurðirnar. Ekki hefur fiskneysla minnkað og því þarf að finna nýja markaði. Þeir eru til.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.3.2009 kl. 08:45

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skipstjóra er skylt að selja fiskafla þar sem best verð fæst fyrir hann. Annars geta skipverjar kært hann og krafist skaðabóta.

Ég vona að öll fiskiskip á Íslandi selji erlendis þar til Ríkisstjórn tekur kvótakerfið og bannar það með lögum.

f.v. sjómaður

Óskar Arnórsson, 16.3.2009 kl. 09:07

4 Smámynd: Kristján Björnsson

Mér er nú sagt að stöðvarnar hér í Eyjum hafi eins mikinn fisk og hægt er að vinna en svo bætist við að verra er að selja fisk unninn en ferskan úti í heimi. Það fer því nokkrum ofsögum af því hvað hægt væri að skapa mikið fleiri störf í landi ef slík skylduboð yrðu ofaná. Og hvað ætli sjómenn segðu þá sem vinna fisk um borð í skipunum. Það var því nokkuð fjálglega talað á þingi um þrjúhundruð störfin en það er ekki í fyrsta sinn sem fullyrðingar eru of stórar þar.

Því miður er málflutningur of margra áhrifamanna miðaður við gamla horfna tíma en ekki aðstæður á líðandi stundu. Ef fólk vill breytingar á atvinnuháttum hlýtur að þurfa að gera breytingar út frá því sem er en ekki að breyta út frá því sem einu sinni var, er það ekki?

Kristján Björnsson, 16.3.2009 kl. 09:20

5 identicon

Það er alveg kristalklárt að í UK er litið á frystan fisk sem annars flokks vöru. Sama á við reyndar á meginlandinu. Löndun erlendis er því hagsmunamál skipshafnar og útgerðar. Varðandi sölu á fiski þurfum að að gera okkur ljóst, að fiskur, sér í lagi þorskur, er munaðarvara erlendis. Þegar harðnar á dalnum hjá almenningi, dregst saman neysla á dýru vörunum fyrst. Fiskneysla dregst því hratt saman núna, auk þess sem erlendu kaupendurnir reyna að nýta sér bága fjárhagsstöðu íslenskra fyrirtækja til að pressa verðið niður. Það er lögmál markaðarins.

Rogoff (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:26

6 identicon

Það er skylda að bjóða allann afla upp og þar er íslenskum aðilum leyft að bjóða í aflann, og þeir fengu það í þessu tilfelli

Ölver Guðnason (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 09:58

7 identicon

Finnst blogghöfundi rétt að ráðast á einu atvinnugreinina sem enn lifir....og hún berst í bökkum fyrir.

Þú verður að gera þér grein fyrir því að heimsmarkaðsverð afurða hefur hrunið síðustu mánuði. Þetta er eina leiðin til þess að selja fiskinn og skila ekki stórtapi. Ef að það ætti að vinna fiskinn hérna heima þá annaðhvort seljum við hann með stórtapi eða hann safnast fyrir hérna heima og við fáum ekkert fyrir hann.

Vertu bara ánægð að það séu ennþá einhverjir sem geta skapað þjóðinni gjaldeyri.

Joseph (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 11:18

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Það er rétt þeir eiga þá bara að reyna að finna nýja markaði :) og mikið er ég sammála þér með þetta kvóta bull og vonandi hefur einhver kjark til að taka á því máli

Guðborg Eyjólfsdóttir, 16.3.2009 kl. 11:39

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eru of margir "aðalsmenn" á Íslandi til að nokkur stjórnmálamaður þori að taka á þessu kvóta-svindlmáli.

Trillukallar meiga ekki einu sinni veiða! Nema borga fyrst. Ég held að fólk fatti ekki að kvóta-svinlið er enn stærra svil enn það sem skeði í bönkunum.

Norðmenn eru að byggja risavaxnar þorskeldistöðvar og verða þær tilbúnar eftir nokkur ár. Mér skilst að þeir ætli ekki að hafa hvali og seli í sínum fiskabúrum.

Enn Íslendingar með sína 100 þúsund hvali láta stjórnast af Paul Watson. Ef Rússum og Japönum yrði seldur hvala og selakvóti á allan hval og sel á landgrunninu, væri Ísland komin með alla þá peninga sem þeir þurfa og efnahagur færi í jafnvægi í hvelli.

'Island er gullnáma. Enn þeir geta ekki rekið gullnámu með hagnaði. Taka erlend neyðarlán svo sé hægt að halda þessum risaeðlum sjávarins lifandi.

Þvílík þvæla í fiskveiðimálum. 

Óskar Arnórsson, 16.3.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband