Nú á að byrja strax á Norðfjarðargöngum

   Ég er svo illa innrætt að ég tel að frestun á framkvæmdum nýrra Norðfjarðarganga hafi komið sér vel fyrir þá stjórnmálamenn sem lofað hafa æ ofan í æ að byrjað yrði á þessum göngum. Ég segi að það hafi komið þeim vel að utanaðkomandi aðstæður hefi skapað þetta. En hvað eru utanaðkomandi aðstæður? Þær aðstæður sem við erum í núna eru ekki utanaðkomandi, þær eru heimatilbúnar.

   Sveinn Jónsson segir í ágætri grein í Austurglugganum. “Kreppan er engin afsökun til að slá á frest því sem Austfirðingum hefur áður verið staðfastlega heitið af stjórnvöldum á siðast liðnum árum um gerð Norðfjarðarganga.  Því hefur verið haldið fram nýverið í þessu sambandi, að nærri þriðjungur gjaldeyristekna þjóðarinnar komi úr Fjarðabyggð og má það vel vera”.    Kristján Möller og Steingrímur J eru þingmenn og nú ráðherrar í því kjördæmi sem Norðfjarðargöng munu tilheyra. Ef vilji væri fyrir hendi, yrði þeim ekki skotaskuld úr að ganga frá yfirlýsingu um að strax verði ráðist í þessi göng og það svo gert. Nú er tækifæri til að sýna okkur sem hér búum að það er hægt að leiðrétta svikin loforðs íhalds og framsóknar í þessu máli. Ekki bara því sem var lofað einu sinni, heldur tvisvar.Það er í ykkar valdi Kristján og Steingrímur, hvar við setjum krossinn í komandi kosningum – eða skilum auðu.
mbl.is Síðasta sprenging og ráðherra ekur í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband