Bölvuð lygi

Þessar fréttir frá Hafró eru einfaldlega ekki réttar enda hefur stofnunin enga burði til að mæla réttilega allt það brottkast sem á sér stað og því síður að fylgjast með því. Það má líkja sumum útgerðum við sjóræningjaskip. Þær hafa haft alla sína hentisemi um hvaða fisktegundir þær veiða og ljúga oft til um tegundir. Langa ofaná og ýsa og þorskur undir. Eða var það steinbítur?
mbl.is 1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurðsson

þvílíkt bull, þú ættir að skella þér í SV og skoða vinnsluna hjá þeim...

ef útgerð landar bara löngu og steinbít samkvæmt löndunarskýrslum en fiskvinnslan selur út þorsk og ýsu hvaðan koma þá þorskurinn og ýsan ?

það er fylgst með því hverju er landað og hvað er framleitt og flutt út, ef tölurnar stemma ekki þá er málið rannsakað sem sakamál og kært og svoleiðis getur kostað bæði kvótann og vinnsluleyfið fyrir viðkomandi útgerð.

það er ekki 1909 núna heldur 2009 og svona hlutir viðgangast ekki í dag.

Daníel Sigurðsson, 15.10.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir innleggið Daníel. Því miður er þetta ekki bull í mér og já það er árið 2009. Vörubílar eru vigtaðir með nokkur kör á pallinum í einhverjum þeirra er vatn og bíllinn er skráður þetta að þyngd. Síðan er vatninu hleypt úr og fiskur settur í staðinn, hvaða svo sem tegund það er og vigtin stemmir. Nú er bara fiskur í stað vatns í körunum. En þetta er algengasta kvótasvindlið í dag. Fer ekki ofan af lélegri stjórnun Hafró þó innan um séu ágætis menn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.10.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 160415

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband