Ef ég væri ríkur...

Fjármálaeftirlitið hefur sektað fimm sveitar- og bæjarfélög, þar á meðal Fjarðarbyggð og tvö hlutafélög vegna brota gegn lögum um verðbréfaviðskipti. Í öllum tilvikum er um að ræða að viðkomandi skilaði listum yfir frumherja og fjárhagslega tengda aðila mörgum mánuðum of seint. Sektirnar sem hér um ræður eru á bilinu 350.000 til 650.000 kr. Sú lægsta var hjá Mosfellsbæ en sú hæsta hjá Ísafjarðarbæ.

Á vefsíðu FME segir að aðilar hafi sem útgefandi skráðra skuldabréfa brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti með því að hafa skilað listum yfir fruminnherja og aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum mörgum mánuðum of seint til Fjármálaeftirlitsins.

Ég minnist þess ekki að hafa séð nokkuð fjallað um þessi verðbréfasviðskipti í fundagerðum Fjarðabyggðar, en það getur vel verið að þessi viðskipti hafi komið fram þar. Mér finnst það vera skylda fjármála- og bæjarstýru að upplýsa okkur um þessi viðskipti.

 

Einnig finnst mér svolítið furðulegt að Sparisjóður Norðfjarðar hafi ekki gert grein fyrir sínum hlutabréfakaupum – var það ekki í Kaupþingi? Þarna er verið að gambla eða ekki gambla með peningana okkar sem búum í Fjarðabyggð og þess vegna eigum við rétt á skýringum.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 160424

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband