Biður spilltan að rannsaka spillinguna!

Rússneska lögreglan hefur alltaf verið alræmd fyrir spillingu. Það hlægir mig að lögreglumaðurinn sem hóf máls á spillingunni vilji hitta Vladimir Pútin forsætisráðherra Rússlands til þess að tryggja að fram fari opinber rannsókn á löggæslunni í þeim tilgangi að endurheimta heiður hennar og virðingu. Hvaða virðingu? Það er altalað að Putin er einn spilltasti stjórnmálamaður sem Rússland hefur átt og að biðja hann um að hefja rannsókn á spillingunni er bara bull. Hvað skyldi Putin hafa mörg morð á samviskunni. Halda menn að allur auður hans sé arfur frá ömmu hans?
mbl.is Stjórnvöld viðurkenna spilllingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

Putin er valdamikill í rússlandi.  hann er með puttana í öllum hornum samfélagsins.  fullt af fólki er ekki sátt við hvernig hann hefur komið á því lýðveldi sem nú er til staðar í Rússlandi.  en hagur fólks hefur stórbatnað síðan hann tók við.  hann er vinsæll í rússlandi.  putin er þjóðernissinni og eftir rússibana tíman undir jeltísn, hefur fólki líkað það í fari putins.

en auðvitað er marg hægt að benda á sem betur mætti fara í stjórn Putins.  sérstaklega ef þú hefur þínar skoðanir á lýðræði í bakgrunninum.  sem eru aðrar heldur en í rússlandi.

ef þú vilt benda á spilltan leiðtoga rússlands.  talaðu þá með þessum orðum um boris jeltsín.  hann á það meira skilið heldur en Pútin, burt séð frá því hvað þér persónulega finnst sjálfri.

el-Toro, 11.11.2009 kl. 10:18

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir innleggið. Ég held að það sé sama um hvern af þjóðarleiðtogum fyrrum Sovétríkjanna eða Rússlands sé að ræða, spillingin er allsstaðar. Ég er ekki sammála því að hagur hins almenna borgara hafi stórbatnað síðan Putin tók við. Þeir ríku og þar á meðal Putin verða ríkari og alþýðan sveltur. Er þetta ekki eitthvað sem við þekkjum? Ég hef verið oftar en einu sinni í Moskvu og þá hef ég orðið vitni af kröfugöngum á Rauða torginu þar sem eldri borgarar, elli- og örorkulífeyrisþegar harma kjör sín. Þetta var í opinberri valdatíð Putin. Hvernig dettur þér í hug að hann, Putin, sem var einn af æðstu mönnum KGB og er kannski enn, hafi auðgast af launum sínum? Ekki frekar en fjárglæframennirnir á Íslandi, þeir auðguðust ekki af launum sínum, þeir sviku og stálu. Það er engin furða þó þeir geymi Lenin í grafhýsi á Rauða torginu, kannski til að fólk minnist þess út á hvað byltingin gekk. Byltingin sem nú hefur etið börnin sín.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.11.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband