30.11.2009 | 09:32
Höggvið í sama...
Fæðingarorlofið kom flestum til góða en það var líka misnotað. Það var illa útfært og gaf því tilefni til misnotkunar. En í samanburði við hin Norðurlöndin er fæðingarorlofið happafengur miðað við bætur elli- og örorkulífeyrisþegar. Svo ég tali ekki um sjúkradagpeningana. Það er ekkert sem bendir til þess að hér sé félagshyggjustjórn við völd.
Fæðingarorlof með því stysta á Norðurlöndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað meinar þú hér " En í samanburði við hin Norðurlöndin er fæðingarorlofið happafengur.........."?
Simon Georgsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 09:58
Íslendingar eru ótrúlegir.... Þeir vilja mæla sig við norðurlöndin og hafa þeirra félagskerfi en borga skatta og gjöld eins og Ameríkaninn.
persóna (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 10:48
Það er almennt viðurkennt að Íslenska fæðingarorlofskerfið er einstakt á heimsvísu. Það má sjá yfirlit yfir kerfin hér http://en.wikipedia.org/wiki/Parental_leave. Stjörnvöld eru ekki öfundsverð að eiga að láta enda ná saman.
Gísli Gíslason, 30.11.2009 kl. 15:53
Íslenska fæðingarorlofskerfið er samt í mýflugumynd samanborið við Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Við reynum stöðugt að bera okkar velferðarkerfi við kerfi þessara landa, en fátt stenst samanburð.
Simon Georgsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 20:09
Hvað er misnotkunn á fæðingarorlofi Hulda. Félgshyggjustjórnin sem nú er við völd er með þvílíkann bagga í fanginu að við finnum öll fyrir honum, sem ekki er skrítið.
Þú segir rétt Gísli, okkar útfærsla þykir einstok
Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2009 kl. 01:26
Verð bara að spyrja: Hvað er það sem gerir íslensku útfærsluna einstaka?
Ekki er það lengd fæðingarorlofs og ekki er það möguleiki beggja foreldra á orlofi, enda þekkist hvortveggja í öðrum löndum.
Svo eftir stendur spurningin: Hvað er það sem gerir íslensku útfærsluna einstaka?
Simon Georgsson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 13:46
Grunaði það :-)
Fólk er til í að básúna út að hitt og þetta þyki einstakt í útlöndum, en þegar beðið er um rök fyrir fullyrðingunum þagnar allt.
Íslenska fæðingarorlofskerfið þykir ekki einstakt í nágrannalöndunum nema þá vegna þess hversu stutt það er.
Simon Georgsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 07:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.