3.1.2010 | 12:05
Karlar, ó karlar
Átta forsvarsmenn InDefence undirskriftasöfnunarinnar þeir Jóhannes Þ. Skúlason, Eiríkur S. Svavarsson, Magnús Árni Skúlason, Davíð Blöndal, Ólafur Elíasson, Sigurður Hannesson, Ragnar Ólafsson og Agnar Helgason afhentu Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, undirskriftalistana. Á listunum voru undirskriftir 56.089 Íslendinga sem skrifuðu undir áskorun þess efnis að hann synji nýjum Icesave lögum staðfestingar.
Það vekur athygli mína að engin kona virðist vera í forsvari þessa InDefence hóps. Kannski telja forsvarsmenn hópsins að karlar séu betur til þess fallnir en konur að koma Íslandi á réttan kjöl. Það voru jú karlar sem hvolfdu skútunni.
Harðnar á dalnum
og þó er einsog sum hús séu vel byrgð
ógrynni fjár ógrynni kynlegs silfurs
þekur túnbleðlana einsog sandrof
útlendíngasnjór
segja börnin og þora ekki að snerta
nema sum fyrir áeggjan miðaldra feðra
Þorsteinn frá Hamri
4 stjórnarþingmenn skrifuðu undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kannski þetta voru þeir sem saman byrjuðu á InDefence, og svo vildi til að engin kona kom að þessu? Verður hlutfall kvenna í alvörunni alltaf að vera nákvæmlega 50/50 eða meira til að þóknast róttækum jafnréttissinnum, sama hverjar aðstæðurnar eru?
Annars veit ég ekki hvernig InDefence hópurinn myndaðist, og þú minnist ekki á það heldur.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 3.1.2010 kl. 13:12
Góð athugasemd hjá þér Hulda. Indefense hefur einsog nafnið útrásarfnykinn af sér langar leiðir viðloðandi. Þetta er sami mórallinn og viðgekkst þegar íslendingar áttu skilið að fá lán til að kaupa allan heiminn elsku mamma, nema núna eiga þeir ekki að borga sinn skerf sem er eina leiðin til að kenna þessari þjóð viðskipti.
Gísli Ingvarsson, 3.1.2010 kl. 13:24
Athyglisverð ábending hjá þér Hulda.
Ætli konur hafi minni áhuga á að verja land og þjóð þegar að því er sótt en karlar. Mér finnst það skrítið að engin kona hafi haft dugung til að taka upp málstað Íslendinga opinberlega og berjast fyrir hagsmunum þjóðarinnar eins og þessir karlar eru að gera. Sú eina sem hefur sýnt verulegan lit svo eftir var tekið er ekki einu sinni íslensk heldur á launum hjá þjóðinni þó vissulega hafi þessi eftirminnilega blaðagrein hennar ekki verið í starslýsingunni.
Það má ljóst vera að konur þurfa að taka sig verulega á í þessum málum. Eki veitir af að allir hjálpist að.
Landfari, 3.1.2010 kl. 14:40
Sæl Hulda.
Er einhver leið að fá þig í InDefence-hópinn ?
Ólafur Elíasson, meðlimur í InDefence.
S:6982004
Ólafur Elíasson, 4.1.2010 kl. 01:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.