Ekki benda á mig...

Hún er lítt skiljanlega skýringin sem kom frá Úrval-Útsýn vegna þess að umræddri ferð er aflýst. Sama gamla sagan; þetta er allt tölvunni að kenna. Heldur þetta fólk sem æ ofan í æ, kennir tölvunni um að við, viðskiptavinirnir, séum hálfvitar? Þetta á ekki aðeins við um fyrrgreinda ferðaskrifstofu, svona skýringar heyrast oft jafnvel hjá hinu opinbera. Kannski má kenna helv... tölvunum um hrunið!
mbl.is Uppseldri ferð aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkurra mínútna nautn...

Datt þessi gamla staka í hug þegar ég las þessa frétt. Þetta eru auðvitað hræðileg mistök en er það ekki mannlegt aðgera mistök. Ég held að góðu verkin sem læknar gera séu margfalt fleiri en mistökin.

Allt í milljörðum

Það er ekki einungis að útrásarvíkingarnir svokölluðu hafi stolið milljörðum af okkur Íslendingum heldur eykst "pilluframleiðslan" um milljarða. Það er vel að ný störf skapist en er þetta pilluát ekki komið úr hófi fram og það fyrir löngu? Lyfin hljóta að lækka við þessa framleiðsluaukningu.
mbl.is 50 ný störf hjá Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rokkarnir eru þagnaðir ...

Þótt ekki sé haft hátt um pólitík þessa dagana er öllum ljóst að það verða sveitarstjórnarkosningar í vor.  Nokkrir valinkunnir pólitíkusar hafa tilkynnt að þeir gefi kosta á sér til að leiða lista síns félags, en enginn hefur lýst vilja sínum til að vera í öðrum sætum. Öðru vísi er farið með fjóra efstu menn Fjarðalistans, sem er vettvangur  félagshyggjufólks í Fjarðabyggð og á núna fjóra menn í bæjarstjórn og mynda meirihluta með framsóknarflokknum. Að sögn Austurgluggans og svæðisútvarpsins sáluga haf þeir allir tilkynnt að þeir gefi ekki kost á sér á framboðslista í vor. Það eru ekki góðar fréttir að allir bæjarfulltrúarnir skuli hætta samtímis. En hvað veldur? Getur verið að vinnuálag á þá sem sinna sveitarstjórnarmálum í minni sveitarfélögum sé svo mikið eða menn svo önnum kafnir við störf sín að ekki gefst tími til að sinna félagsmálum, eða eru þeir illa skipulagðir? Nei málið er að sveitarstjórnarstörf fara engan veginn saman við vinnu almennra launþega, sveitarstjórnarstörfin virðast því aðeins vera fyrir betur setta, ríkt fólk, sem getur haft þessi störf sem hobbý. 

Bæjarfulltrúar á launum 

Það er mikil vinna að vera í sveitarstjórn, það er að segja ef menn sinna störfum sínum af alúð. Það er nefnilega löngu liðin tíð að störf í sveitarstjórnum séu það lítil að það megi sinna þeim með annarri hendi. Það var svoleiðis og þótti nokkur heiður að vera í sveitarstjórn. En það var. Í dag fer ekki saman að sinna þessum störfum og vera í fullri vinnu, reka heimili, sinna börnum og vera með áhugamál. Sólarhringurinn endist ekki fyrir þetta allt og hvað þá allir daga ársins í fjögur ár.Ég hef reynslu af margvíslegum félagsstörfum og tel að störf að sveitarstjórnarmálum í dag eigi að vera launuð. Ég held að það megi hagræða svo í rekstri Fjarðabyggðar svo dæmi sé tekið, að hægt verði að hafa kjörna bæjarfulltrúa á launum. Og ef ekki á fullum launum þá hálfum. 

Fækkum bæjarfulltrúum 

Og af hverju held ég það? Jú ég tel að það megi fækka bæjarfulltrúum úr 9 í 7, helst vildi ég hafa þá 5. Það má stórlega fækka silkihúfunum í embættisstörfum sveitarfélagsins og það á að ráða næsta bæjarstjóra á t.d. sambærilegum launum og alþingismenn hafa. Ekki frían bíl, ekki frítt húsnæði, ekki frían síma og engar aukaþóknanir. Og umfram allt það á að ráða heimamann til starfsins. Mann sem þekkir til svæðisins er i góðum tengslum við íbúana, þekkir sem sagt sína heimabyggð. En miðað við afgreiðslu margra mála tel ég að núverandi bæjarfulltrúar og ráðin bæjarstýra sé úr öllum tengslum við íbúa Fjarðabyggðar. 

Úr tengslum við íbúa sveitarfélagsins 

Það má vel vera að til starfsins fáist enginn  sem mun sætta sig við framantalið enda eru þetta bara hugrenningar íbúa sveitarfélagsins. Íbúa sem hefur áhyggjur af sundrung innan sveitarfélagsins, íbúa sem vill sínu sveitarfélagi alls hins besta, íbúa sem þekkir vel til og veit að þessum hugrenningum deilir hann með fjölmörgum íbúum Fjarðabyggðar. Það hafa verið gerð mörg mistök við stjórnun Fjaraðbyggðar. Mistök sem erfitt verður að leiðrétta og kannski ekki hægt. En það má reyna. Ég óttast ekki að nýtt fólk sem gefur kost á sér í sveitarstjórn muni gera sitt besta en ég harma jafnframt að hluti þess fólks sem hefur verið í forsvari fyrir sveitarfélagið um árabil, gefi ekki kost á sér til starfans. Ég skil vel sjónarmið margra þeirra sem segja að í starfið fari alltof mikill tími, tími sem annars hefði farið í fjölskylduna. En mér finnst líka að þeir sem hafa gefið kost á sér til þessara ábyrgðarstarfa megi ekki gefast upp eftir eitt kjörtímabil eða svo. 

Erum við ekki svaraverð? 

Áslaug Lárusdóttir spyr bæjarfulltrúana í  ágætri grein sem kom í Austurglugganum og Fréttablaðinu nokkurra spurninga. Engin svör hafa fengist frá bæjarfulltrúunum, ekki eitt einasta. Þess vegna spyr ég erum við ekki svaraverð? Hagsmundasamtök Norðfjarðar og Eskifjarðar hafa verið stofnuð og það ekki að ástæðulausu. Samtökin eru stofnuð til að hafa áhrif á bæjarfulltrúana til að koma áfram góðum hugleiknum málum. Því miður hefur ekki verið á þau hlustað. 

Koma og fara  

Brotthvarf Smára Geirssonar úr sveitarstjórnarmálunum er ekki aðeins missir fyrir Fjarðabyggð, heldur allt sveitarstjórnarstigið. Hann hefur verið frumkvöðull nánast allra góðra mála fyrir Austurland og reyndar landsins alls. En er ekki sagt að það komi maður í manns stað? Það er eðli kjörinna fulltrúa að koma og fara. Það er víst en það verður vandfundinn sá maður sem kemur í stað Smára Geirssonar. 

Höfum áhrif 

Leggjum okkar af mörkum til betri byggðar og á þeim málefnum sem varða sveitarfélagið okkar. Við viljum ekki misvitra stjórnendur sem láta allt annað en hagsmuni fólksins í sveitarfélaginu ganga fyrir. Ég skora á allt félagshyggjufólk í Fjarðabyggða að sameinast um að bjóða fram öflugan lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Velja til þess duglegt og hæfileikaríkt fólk af báðum kynjum og öllum aldri, það er nóg af því í Fjarðabyggð. Jafnfram vil ég að listinn bjóði fram bæjarstjóraefni og listinn hafi það að markmiði að  bæjarfulltrúarnir hvort sem þeir verða 5 eða 7, verði launaðir. Þó breytingar verði á liði Fjarðalistans og gott fólk hverfi af braut þýðir það ekki að rokkarnir séu þagnaðir.


Leitið og þér munið finna

Þetta er í annað sinn í dag sem mér hugnast aðgerðir sjálfstæðisflokksins! Er ég orðin öldruð og hógvær, eins og sagt var forðum um fyrrum bæjarstjóra í Neskaupstað.

Réttast er að hefja olíuleit strax og ef vinstri grænir leggjast gegn því ,eins og ég býst við að þeir geri, þá á að slíta stjórnarsamstarfinu við þá.

Það eru til nægir peningar í þetta verkefnim til dæmis með því að leggja niður allar þær þarflausu nefndir sem ríkisstjórnin hefur skipað. Nefndir og ráðagjafar sem skila engu, en þiggja ofurlaun úr ríkissjóði.

 


mbl.is Leiti að olíu undan Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyfið börnunum að...

Er mannlegt eðli virkilega svo skítlegt að trúboðar prestar og aðrir sem vilja hafa vit fyrir fólki misnoti aðstöðu sína jafn hryllilega og þetta dæmi sannar. Oftast er uppi sama sjónarmiðið peningar, nema kannski hjá kaþólskum prestum sem hafa misnotað hundruð ungra drengja í ekki áraraðir heldur í aldaraðir.
mbl.is Trúboðar harðlega gagnrýndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á ekki að hafa þetta eftir...

Alltaf eru Bandaríkjamenn samir við sig. Sópa skítnum frá sér undir teppið eða reyna í besta falli að klína honum á aðrar þjóðir. Það eru ekki nema sjö ár síðan rússnesk öfgaþjóðernissinninn  Zhirinovsky vildi gera Ísland að fanganýlendu. Þetta eiga þeir sameiginlegt Rússar og Bandaríkjamenn að kom skítnum fyrir annars staðar en heima hjá sér. Það á ekki að hafa þetta eftir nokkrum manni hvoru megin við Atlandshafið sem þeir búa. Þeir gera þetta nefnilega til að fá umtal, ummælum þeirra slegið upp í rosafrétt.
mbl.is Leggur til að fangar verði fluttir til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einbjörn, tvíbjörn og þríbjörn

Hvet ykkur til að lesa leiðara DV þar sem fjallað er um mál málanna.

"Við vitum hvar Bjarni Benediktsson, þá þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var. Bjarni, nú formaður flokksins, virðist hafa leikið lykilhlutverk í því að koma fjármunum frá bótasjóði Sjóvár yfir í Morgan Stanley, sem Milestone-menn urðu að borga til að missa ekki allt sitt. Sjóvá tapaði milljörðum vegna Vafnings, félags Bjarna Ben og ættingja, og reikningurinn var sendur til almennings.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var líka á vettvangi. Hún var í fylkingarbrjósti með ríkisstjórninni að villa um fyrir þeim sem þótti aðstæður í efnahagslífinu grunsamlegar á tímum ránsins. Eflaust í þeirri trú að ræningjarnir væru björgunarmenn sem þyrftu skjól og vinnufrið. Þess ber að geta að maðurinn hennar hafði fengið 900 milljóna króna kúlulán hjá Kaupþingi.

Forsætisráðherrann Geir Haarde fór ekki fram hjá neinum, þar sem hann tróð ofan í kokið á þjóðinni og heiminum mánuðum saman að allt væri í lagi meðan ránið var framið. Seðlabankastjórinn þekkti stöðuna líka vel. Hann skrifaði minnisblað og hélt leynifundi með Geir".


Kjósum glæpamann ársins

Þar sem við Íslendingar erum alltaf að kjósa um þetta og hitt legg ég til að við kjósum glæpamann ársins. Ekki bara fyrir 2010 líka fyrir undangengin ár. Ef "kjósendur" eru í einhverjum vafa hverjum hlotnist þessi heiður þá geta þeir leitað í smiðju margra bloggara, sem hafa haldið nöfnum þessara glæpamanna á lofti. Þeir stálu ekki pylsu og kóki, ó nei, nei

Sami grautur í sömu skál

Kom það einhverjum á óvart að um rædd skýrsla skuli ekki birt á tilskyldum tíma. Það læðist að mér sá grunur að eitthvað sé bogið við þessa rannsóknarnefnd. Ríkisstjórnin er nákvæmlega að gera ekki neitt. Nýjar nefndir, nýjar stöður, fögur fyrirheit, en ekkert annað gerist í raun og veru. Það er verst að það skuli ekki vera til fleiri hópar en aldraðir og öryrkjar sem Steingrímur getur kroppað af, svo ekki sé minnst á félagsmálaráðherrann sem veit ekki hvert hann á að brosa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 160438

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband