18.3.2008 | 11:20
Enn af fermingum
Má til með að segja ykkur litla sögu sem ég heyri í gær og þykir hún með ólíkindum, ef sönn er, en mér var sagt að það væri hún. Kona nokkur fékk boðskort í fermingu ættingja, það er svo sem ekki í frásögur færandi ef þessi texti hefði ekki verið á kortinu:
Gjafir keyptar í Rúmfatalagernum og Ikea eru afþakkaðar. Vinsamlega gefið peninga, helst ekki minna en 5.000.
Konan sem sagði frá þessu var á hárgreiðslustofu, mjög reið og sagði að sér væri skapi næst að mæta ekki. Lái henni það hver sem er.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef heyrt þetta, hef ekki fengið svona boðskort en þetta þekkist víst líka á brúðkaupsboðskortum..
Helga Ingibjörg Gunnarsdóttir, 18.3.2008 kl. 19:18
Halló, er ekki í lagi með fólk? Ef mér væri boðið í fermingu með þessum hætti þá keypti ég pottþétt eitthvað í IKEA og undir 5000 krónum!
Þetta er algjör dónaskapur og fólki til skammar!
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 20:58
Jú því miður, hef ég heyrt af þessu frá ábyrgum aðila hér í bæ sem fékk þrjú boðskort í fermingarveislur hvert öðru merkilegra bæði fyrir lákúru og reisn.
Fyrsta kortið var boðið með þeim fyrirvara að gjafir undir 7000 væru afþakkaðar.
Annnað kortið var boðið með þeim fyrirvar að gjafir úr verslunum Tiger og Sostrene Grene væru afþakkaðar.
Þriðja og síðasta var boðið með ósum engar gjafir en ef gestir hefðu áhuga á að heiðra fermingarbarnið að þá vildi það að það væri til styrktar ABC.
Edda Agnarsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.