Slökkvistöð eða sundlaug

Þetta minnir mig á þegar kviknaði í sundlauginni í Neskaupstað. Það kviknaði auðvitað ekki í lauginni sjálfri heldur kyndiklefa laugarinnar. En fjölmiðlar slógu því upp að kviknað hefði í sundlauginni. Hefði skilið það hefði verið fyrir því haft að breyta vatni laugarinnar í vín - þá hefði kannski logað.
mbl.is Slökkvistöð í ljósum logum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarm... söm við sig

Mikið var lélegt að hlusta á þennan nýja formann Framsóknarflokksins. Búinn að vera formaður í nokkra daga og strax sokkinn í drullufen framsóknarmennskunnar já - nei - já - nei.
mbl.is Ekki óskaríkisstjórn Sigmundar Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ímyndunar - eða platpeningar

Antony Sutton sagði um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir 30 - 40 árum: "Grundvallareðli yfirdráttalána Alþjóðagjaldeyrissjósins er að þau eru ímyndunar- eða platpeningar. Raunverulega eru þetta færslur inn á tölvur... Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn getur búið til yfirdráttarlán sem hljóðar upp á eina milljón eða 500 milljarða á tíu mínútum með einfaldri tölvuinnfærslu... Í janúar 1975, sem dæmi, þá hækkaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn yfirdráttarlán aðildarríkjanna um 40% eftir tíu mínútna umræður." (úr bókinni Falið vald)

Er ekki rétt að herða aðeins sultarólina og greiða upp lán eða skila því til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins? Þetta er það sem Sigurður Einarsson og hans líkir gerðu í Kaupþingi, Glitni og Landsbanka Íslands. Allt tölvufærslur og við trúðum. Þetta er eins og Nýju fötin keisarans, það voru aldrei neinir peningar bara verðlaus pappír.


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara lopi handa Bretum - líka fiskur

Það voru mikil mistök þegar kvótinn var aukinn um 30 þúsund tonn að setja ekki þau  skilyrði að aflinn yrði unnin hér heima. Talið er að allt að eitt þúsund störf í fiskvinnslu og þjónustugreinum tapist þegar litið er til þess að hátt í 60 þúsund tonn eru flutt á erlendan markað. Það geta þýtt verðmæti á þrettánda milljarð króna. Miðað við ástandið á landinu hefði átt að skilyrða þessa aflaaukningu og láta vinna allan þennan afla hér heima. Er ekki nóg að við sendum Bretunum lopapeysur og önnur plögg að gjöf þó við færum þeim ekki fiskinn á silfurfati líka?


mbl.is Hátt í þúsund störf flutt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sirkus Geira Smart eða - Harde

Hugsið ykkur hvað langt flokkshollustan getur leitt menn. Við gerum allt annað en að reka Davíð gæti Sjálfstæðisflokkurinn verið að segja. Svo halda þeir áfram eins og gömul illa farin grammófónplata; þetta er allt Ingibjörgu að kenna og þessum vesæla Samfylkingarlýð hennar. Við höfum ekkert gert af okkur nema stjórna með styrkri hendi fjármálum ríkisins í 17 ár!
mbl.is Bauð Ingibjörgu að verða fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo tökum við bara Evrovision

Þetta sýnir best hversu við erum megnug. Rúmlega 300 þúsund manna þjóð á einn af 25 mestu fjárglæframönnum sögunnar. Hvar skyldi það eiginlega vera miðað við höfðatölu, langt, langt fyrir ofan næsta mann.

Svo tökum við bara Eurovision og þá toppum við vinsældalistann.


mbl.is Geir Haarde sagður ábyrgur fyrir hruninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hlaupa frá borði

Háværar kröfur um að stjórnin segi af sér og axli ábyrgð hafa leitt til þess að Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sagt af sér. Hann er sagður axla ábyrgð. Mér finnst að þeir sem hafa krafist afsagnar ríkisstjórnarinnar séu að fara fram á að skipið sé skilið eftir í brimgarðinum. Það er ekki að axla ábyrgð að hlaupast undan merkjum. Hvað yrði sagt um þann skipstjóra sem fyrstur færi í bátana í sjávarháska? Ég get sagt ykkur að hann yrði ekki talinn axla ábyrgð, af og frá.
Það eru sjálfstæðismenn sem öðrum fremur eiga að axla ábyrgð í þeim ólgusjó sem við erum í. Þeim er hins vegar ekki treystandi til þess og vegna þess láta þeir ekki af embættum sínum, þeir vita sem er að þeir fengju ekki pláss aftur!

mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einmenningskjördæmi er lausnin

Las ágætis grein á Eyjunni um breytingar á kosningalöggjöfinni. Get tekið undir það sem þar kemur fram og er fyllilega sammála geinarhöfundi um að krafa um breytingar eigi eftir að vaxa. Ég er líka sammála því að taka upp einmenningskjördæmi það hefur lengi verið skoðun mín.  Þá er kosið um einstaklinga sem fulltrúa á Alþingi og þessi breyting gæti þýtt það að flokkar yrðu aðeins tveir en jafnframt opnuðust möguleikar fyrir einstaklinga utan flokka að ná kjöri og þar réði fyrst og fremst persónulegar vinsældir. Með þessu losnuðum við við duglausa þingmenn sem eru þarna bara til að hirða launin sín. Og það verður að segjast eins og er að þeir eru margir á þingi. Með þessu værum við líka að koma í veg fyrir flakk atvinnupólitíkusa milli landshluta til að ná kjöri, en þess eru nokkur dæmi núna og það umdeildasta er flakk Árni Matt í Suðurkjördæmi.  Jáurunum mun fækka og færri fylgja flokkslínum. Þeir vita nefnilega að þeir þurfa að sækja umboð sitt til íbúa sins svæðis. Þá verður engin uppröðun eða kynjahlutfall sem reddar þeim.

Á ríkisjötunni

Það er ekkert öðruvísi með forstjóra Hafró og aðra þá sem komast að kjötkötlum ríkisins. Segja má að þeir lifi eftir gamla málshættinum "flýtur á meðan ekki sekkur" þeir eru bara þarna fyrst og fremst til að hirða launin sín. Það er ekki aðeins í stjórnarráðinu, bönkunum, ríkisstofnunum almennt, sem þarf að taka til. Eins og mér leist vel á hugmyndir hans þegar hann var ráðinn, hvar eru hugsjónir hans nú? Ekki gleyma að það eru auðvitað margir margir mjög hæfir ríkisstarfsmenn, en þeir gjalda margir fyrir vanhæfi sinna yfirmanna.
mbl.is Segir forstjóra Hafró vanhæfan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband