14.11.2008 | 09:50
Kreppan minnst fyrir austan
Ég held að þessi kreppa sem nú ríður yfir muni koma minnst niður á austfirðingum eða þeim sem búa á Austurlandi. Að sögn Tómasar Más Sigurðssonar forstjóra Alcoa á Íslandi í grein sem hann skrifar í Austurgluggann í gær kemur fram að varlega áætlað megi gera ráð fyrir að fyrirtækið hafi skapað yfir 1000 störf á landinu.
Grein Andra Snæs í Fréttablaðinu 18. október s.l. er full af rangfærsum segir Tómas Már og telur að "skáldið" sé að undirbúa kvikmynd sina að Draumalandinu með stórfelldum blekkingum.
Við værum í djúpum skít hefði ekki komið álver - það er mín skoðun.
![]() |
Allt að tuttugu ný sérfræðistörf fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 22:35
Siðlaus ósk um styrk
Ég get ekki orða bundist að lesa það í fundargerð hafnarstjórnar Fjarðabyggðar að hún hafi samþykkt að veita Olíuverslun Íslands styrk til að viðhalda trébryggju, sennilega við Olís stöðina.
Þetta heitir að kyssa á vöndinn. Olíuverslun Íslands eins og aðrar olíuverslanir í landinu hafa mergsogið íbúa og fyrirtæki þessa lands með óhóflegum álögum á eldsneyti. Það eitt að leyfa sér að fara fram á styrk til viðhalds bryggjunnar sýnir betur en allt annað siðleysi ráðamanna Olís.
Að hafnarstjórn skuli samþykkja styrkveitinguna, þó með fyrirvara sé, er kapituli út af fyrir sig. Ég hefði haldið að þeim peningar sem eru afgangs í hafnarsjóði Fjarðabyggðar væri betur varið en í Olíuverslun Íslands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 12:09
Allt Valgerði að kenna
,,Hún var bankamálaráðherrann sem settti allt regluverkið í lög, sem síðan settu allt á endann þegar kerfið sem hún byggði upp hrundi með skelfilegum afleiðingum fyrir þjóðina."
Segir Össur Skarphéðinsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 19:58
Hættið þessu væli!
Hættið þessu væli og gefið Alþjóðabankanum, Bretum og fleiri langt nef. Við skulum bjóða strax út olíuvinnslu á Íslenska landgrunninu. Veita heimild til leitar og vinnslu til 8 10 ára og láta viðkomandi borgar strax. Sé ekki hvert er vandamálið, við höfum þetta í hendi okkar. Öllum vantar olíu og eitt er víst að olíufurstarnir líka þeir íslensku eiga gnótt peninga. Við hjótum að þreygja þorrann og góuna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 12:34
Jæja Valgerður, hvað nú?
Það er ekki aðeins að kjósendur séu taldir hafa gullfiskaminni. Mér sýnist á bréfinu um Valgerði Sverrisdóttur sem fjölmiðlum var ætlað að hennar minni hrökkvi skammt. Það er með hana eins og Birnu í bankanum, einskær mistök allt saman. Bjarni bóksali var auðvitað orðinn hundleiður að vera í þessum flokki sem minnkar við hverja skoðanakönnun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 12:22
Sendum pókerfésin til Las Vegas
![]() |
Vann 1,2 milljarða króna í póker |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2008 | 14:23
„Ég hef nú sjaldan verið algild
Og hverju lofaði hún þegar í óefni stefndi í bílprófinu? Jú það eru sko engin hringtorg í Mjóafirði.
Útgefandi er Hóla bókaútgáfa en að henni standa systkinin Anna og Guðjón Eiríksbörn. Þau eiga ættir sínar að rekja til Norðfjarðar og Eskifjarðar og til að upplýsa fólk enn frekar eru þau sonarbörn Bjarna Þórðarsonar, fv. bæjarstjóra og konu hans Önnu Eiríksdóttur.
Til að bókin nái til sem flestra austfirðinga hefur útgefandinn ákveðið að bjóða þessa bók hér og nú með 25% austfirðinga afslætti. Tilboðsverð hér: 3.700 kr, almennt verð 4.980.- Áhugasamir panti með tölvupósti á netfangið annaeiriks@simnet.is og eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja þar með.NAFN KAUPANDA - HEIMILISFANG OG PÓSTNR - KENNITALA - HEITI BÓKAR OG TILBOÐSVERÐ -
Bloggar | Breytt 10.11.2008 kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2008 | 22:11
Mister Sommers
Maður þessi, sem þarna stökk í land, reyndist heita Martin Sommers. Hann var frá Nýja-Sjálandi og hafði þann starfa að ritstýra erlendu fréttadeildinni hjá bandaríska vikuritinu The Saturday Evening Post. Dvöl Sommers um borð í togaranum mun hafa tengst þessu starfi hans, en hún varð þó hálf endaslepp og kom þar nokkuð sérkennilegt til. Hann var nefnilega gæddur þeim hæfileika að geta dáleitt menn og komst sú saga á kreik að hann hefði hvað eftir annað dáleitt alla karlana í miðri aðgerð, þannig að þeir ýmist stóðu stífir og duttu svo hver um annan þveran í veltingnum eða rugluðust svo gjörsamlega að þeir settu alla hausa niðrí lest, en fleygðu afganginum af þorskinum fyrir borð. Skipstjórinn veitti því athygli að ekki var allt með felldu á dekkinu og spurði stýrimanninn hverju það sætti. Var því svarað til, að nýjasti meðlimurinn um borð hefði þessi áhrif á karlana og þar af leiðandi taldi skipstjórinn það nauðsynlegt, að taka hann tali og fá botn í þetta.
Sommers var því kallaður upp í brú, en þar gerði hann sér lítið fyrir og dáleiddi skipstjórann og lét hann síðan toga í tvo sólarhringa samfellt á einhverjum slóðum, þar sem aldrei hafði fengist bein úr sjó og varð engin breyting á því. Ekki er vitað hvernig skipstjórinn losnaði úr dáleiðslunni, en þegar að því kom að hún bráði af honum læsti hann að sér í brúnni til að fyrirbyggja frekara samneyti við dávaldinn og síðan var stefnan tekin þangað sem styst var til lands. Það var til Neskaupstaðar og þar losuðu skipverjarnir sig við Sommers.
Mister Sommers, en svo var hann kallaður hér í bæ þó hann héti Martin, hélt samkomur í Bíó-húsinu í Neskaupstað og dáleiddi þar margan mektarmanninn við mikinn fögnuð okkar krakkanna sem upplifðum þarna mikið ævintýri. Meðal annars lét hann menn ganga um og selja egg úr ósýnilegri körfu og kyssa unglingsstúlku sem viðkomandi hafði í fanginu, en auðvitað var engin stúlka þar.
Jónas Árnason segir frá Mister Sommers í einni af bókum sínum.Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.11.2008 | 11:07
Þingmenn vaknið
Byr ætlar að greiða 94.9% úr peningamarkaðssjóðum sínum, Landsbankinn greiddi sínum viðskiptavinum 68.8%. Er von að spurt sé af hverju þessi mismunum stafi. Öll höfum við heyrt sögur af flutningi fjármagns svo róttækar sögur að fólk veit ekkert í sinn haus.
*Langar að vitna hérna orðrétt í Fréttabréf Verðbréfa-og lífeyrisþjónustu Landsbankans. 1.tbl.2008 *"Öruggir fjárfestingarkostir á óvissutímum." Svo kemur neðar á síðunni: "Peningabréf, örugg og jöfn ávöxtun""Þau eru mjög öruggur kostur og gefa góða ávöxtun þegar stýrivextir eru háir þar sem þeir ráða miklu um ávöxtun á peningamarkaði."
*Það er krafa mín að þetta mál verði tekið hið snarasta upp og greiðslur til viðskiptavina peningamarkaðssjóðanna sem fengu minna en þetta, lagfærðar.
![]() |
Byr greiðir 94,9% úr peningamarkaðssjóðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 17:33
Karlinn sem hirti bankann minn
Ég finn það gegnum svefninn
að einhver læðist inn
og tekur bankann minn
og veit að það er Dabbi
sem gleðja mun nú Finn
sem útrás í nú fer
með veðsett allt hjá mér
læðist út úr pólitík
og lokar á eftir sér
*
Ég veit að þeim er borgið
og finnst það sökka feitt
að þjóðin fær ei neitt
einkaþotur, snekkjurnar
sem FL hafði greitt.
Langþreytt er nú þjóð
hún er að verða óð
og heimtar núna blóð
á meðan skrökvar Geir að mér
af pólitískum móð
*
Ég von'að þessi klíka
sé vinafá og snauð
og detti niður dauð
skilji eftir erfðaskrá
og skili okkar auð.
Þau eru ansi fá
sem um allt kenna má
og gera lögtak hjá
hirða aftur peninga
sem þjóðin okkar á.
*
Höf. ókunnur
Lag: Konan sem kyndir ofninn minnBloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar