Útlendingadekur

Mér hefði fundist tilhlýðilegt að íslenskir fjárfestar yrðu fyrst upplýstir um gang mála. Af hverju fást engin skýr svör hvað réði misjöfnum endurgreiðslum úr peningasjóðunum, þeir voru jú allir orðnir eign íslenska ríkisins. Það er eins og ráðherra og ríkisstjórnin öll skilji ekki að það erum við íslenskir neytendur, sem blæðum fyrir útrásina.
mbl.is Boða kröfuhafa á fund á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað á rannsóknin að vera íslensk

Ég er hjartanlega sammála því að rannsókn þessa máls á að vera í okkar höndum en vil að erlendir sérfræðingar komi að rannsókninni og fái allar staðreyndir upp á borðið. Einkavinavæðingin og fjölskyldutengslin eru ekki lengur liðin.
mbl.is Verður alltaf íslensk rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð láti á gott vita

Vissulega er sigur Obama sigur lýðræðisaflanna, allavega vona ég það. Ég efast þó um að sigur hans komi okkur Íslendingum nokkuð við, nema þá í samhengi við efnahagskreppuna. Mér hefur skildist að hann hafi ekki haft mjög vönduð vinnubrögð við að koma sér á þing. Allavega ekki lýðræðisleg. Er bara ekki sama valdagræðgin í honum og öðrum sem sækjast eftir embættinu, eða völdum yfirleitt?
mbl.is Kjör Obama nýtt tækifæri fyrir Bandaríkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru öll kurl komin til grafar?

Ég efast um að svo sé. Er viss um að þetta hefði ekki verið gert opinbert nema af því að almenningur er reiður. Fólk er reitt yfir því hvernig farið var með sparifé þeirra, fólk er reitt yfir því að æðstu yfirmenn landsins hafa vísvitandi  logið upp í opið ginið á þeim. Fólk vill að þeir sem hafa verið staðnir að lygum og svikum verði látnir sæta ábyrgð.
mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttamenn, spyrjið rétta aðila

Það er óþolandi að fréttamenn, í þessu tilfelli Þóra Kristín, skuli veitast að menntamálaráðherranum til að spyrja hana um eignir Kristjáns, mannsins hennar, í Kaupþingi. Þó að þau séu hjón þá er það hann sem einn af stjórum Kaupþings sem liggur undir ámæli, ekki hún. Fréttamenn vandið ykkur.
mbl.is Óþolandi að líða fyrir tortryggni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill byrja að skera fituna í þingsalnum

Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn og á trúlega aldrei eftir aðgera en það kemur ekki í veg fyrir að ég hafi mæta skoðun á sumum þingmönnum flokksins. Ólöf Nordal þingmaður Norð-Austur kjördæmisins, nýliði á þingi, er skelegg og talar tæpitungulaust. Sömuleiðis eru greinar hennar á mannamáli. Hún vill leggja af aðstoðarmenn landsbyggðarþingmanna vegna efnahagsástandsins. Þessari skoðun sinni lýsti hún í ræðustól á Alþingi á fimmtudag.

„Það þarf að skera alla þá fitu sem við höfum safnað utan á okkur. Í góðærinu höfum við leyft okkur svo margt sem við höfum ekki leyfi til að leyfa okkur lengur. Við skulum bara byrja hérna í þingsalnum," sagði Ólöf og hvatti til niðurskurðar í ríkisútgjöldum.

Að mati Ólafar á að leggja af aðstoðarmennina, fækka ráðgjöfum ráðherra, kanna sameiningu ráðuneyta, athuga launakerfi ríkisins, endurskipuleggja utanríkisþjónustuna, draga úr óþarfa ferðalögum á vegum ríkisins og síðast en ekki síst; að hraða endurskoðun eftirlaunalaganna svokölluðu. „Ef við ætlum að leggja það á þjóðina að borga svo miklar skuldir eigum við að byrja á okkur sjálfum og spara," sagði Ólöf.

 Mikið er ég sammála Ólöfu þarna. Vonandi gengur sá flokkur sem ég kaus í síðustu Alþingiskosningum, Samfylkingin, nú fram fyrir skjöldu og fer að vinna að því að efna öll kosningarloforðin. Byrja á eftirlauna frumvarpinu. Koma svo!


Hvað vill þetta fólk, nákvæmleg?

Mér finnst þessir hópar mótmælenda sem komið hafa saman að undanförnu ekki vera að gera neitt nema að mótmæla. Það er engin skýr stefna sem kemur fram, nema að mótmæla. Jú menn eru á móti Davíð og einhverjir á móti ríkisstjórninni. Ég get svo sem verið sammála því fyrrnefnda, en þykir þetta fólk sem stendur fyrir þessum göngum ekki vera trúverðugt og því síður frambærilegt í pólitík!
mbl.is Um þúsund mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki Evrópusambandið

Ég er og hef alla tíð verið á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Mér finnst yfirbyggingin á sambandinu vera orðin að skrímsi sem getur sprungið þá og þegar. Spilling og óráðsía er þar daglegt brauð. Við skulum halla okkur að Noregi og þiggja ráð Norskra ráðamanna.
mbl.is Gagnrýnir hin Norðurlöndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi með þetta lið?

Þetta bréf fékk ég fyrir stundu frá Landsbanka Íslands

 *Góðan dag,Atburðir undanfarinna vikna hafa gert okkur erfitt um vik að stýra eignasöfnum í samræmi við fjárfestingarstefnur, m.a. hefur okkur verið nær ókleift að fjárfesta í hlutabréfum bæði hér heima og erlendis. Auk þess hafa skuldabréfamarkaðir að miklu leyti verið óvirkir þar sem ekki er lengur viðskiptavakt með íslensk ríkisskuldabréf. Þessi mál munu þó lagast á næstu vikum eða mánuðum þegar búið verðum að koma að nýju á viðskiptum við erlenda uppgjörsaðila ásamt því að ríkið endursemji um viðskiptavakt á ríkisskuldabréfum.Í ljósi þeirrar miklu óvissa sem ríkir í dag á innlendum sem og erlendum skuldabréfa- og hlutabréfamörkuðum og fyrirséð að það verði töluverð verðbólga næstu mánuði, teljum við ákjósanlegasta kostinn að dreifa þeim fjármunum sem nú eru lausir á stýringareikningum á milli verðtryggðra og óverðtryggðra innlána.  Við munum þ.a.l. klára fyrir mánaðamót að flytja 50% af þeim fjárhæðum sem eru í dag á óverðtryggðu stýringareikningunum á verðtryggða 3ja ára bundna bók sem nú ber  6,7% vexti.  Kjör óverðtryggða reikningsins verða áfram 0,5% ofan á efsta þrep vaxtareiknings en kjör verðtryggða reikningsins samkvæmt vaxtatöflu. Ofangreind vaxtakjör miðast við vaxtatöflu 1.nóv og geta þessi kjör breyst til  hækkunar og lækkunar í samræmi við breytingar á vaxtatöflu Landsbanka.Í fjárfestingarstefnu safnsins kemur ekki fram heimild til að binda fjármuni þetta lengi því viljum við biðja þig um að staðfesta hér með heimild til þess að víkja frá fjárfestingarstefnu þar til ró hefur komist á markaði og ný fjárfestingarstefna sem tekur tillit til breyttra markaðsaðstæðna hefur verið undirrituð.Hafir þú athugasemdir við þessa ráðstöfun eða viljir hafa þetta hlutfall með öðrum hætti biðjum við þig að hafa samband við ráðgjafa þinn símleiðis eða með netpósti. Ef ekki þá ert þú vinsamlega beðin um að staðfesta heimild þessa með því að endursenda (reply) tölvupóst á þinn ráðgjafa í Einkabankaþjónustunni !! Með kveðju,

Starfsfólk Einkabankaþjónustu

*

Hvernig dettur þessu fólki í hug að það sé nánast sjálfgefið að ég haldi áfram viðskiptum við Landsbankann? Ég mun ekki endursenda þetta bréf (reply) því ég kæri mig ekki um frekari samskipti við bankann.

 

Fylgja fordæmi Davíðs

Því skyldu þessir embættismenn ekki gera alveg það sama og Davíð Oddsson þegar hann sá til þess að sonur hans, sem var álitinn minnst hæfur af umsækjendum, yrði settur héraðsdómari. Þrátt fyrir að allt sé hér á hverfandi hveli þá heldur vinavæðingin áfram.
mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband